13.9.2010 | 10:21
Kerfislíffræðisetur HÍ leitar að fólki
Í helgarblaðinu var auglýsing frá Kerfislíffræðisetri HÍ. Þau eru að leita að doktorsnemum og nýdoktorum. Hér fylgir auglýsingin. Nánar upplýsingar á vef setursins (http://systemsbiology.hi.is):
Rannsóknasetur í kerfislíffræði við Háskóla Íslands leitar að áhugasömum nýdokturum og doktorsnemum til að vinna að rannsóknum í kerfislíffræði með áherslu á efnaskiptaferla manna. Rannsóknasetrið er þverfræðileg eining innan Heilbrigðis-og Verkfræði- og náttúruvísindasviða Háskóla Íslands þar sem unnið er að rannsóknum á efnaskiptaferla manna annars vegar og líftækni hins vegar.
Starf nýdoktors í reiknilegri kerfislíffræði manna.
Nýdoktornum er ætlað að stunda rannsóknir í reiknilegri kerfislíffræði manna. Starfið felst í að þróa sérhæfð frumu- og vefja-tölvulíkön sem líkja eftir heilbrigðu ástandi og sjúkdómum. Nýdoktorinn mun þróa og prófa reiknilegar aðferðir byggðar á aðgerðagreiningu. Verkefnið felur í sér prófun á efnaskiptalíkönum sem og innleiðingu magnbundinna upplýsinga sem skorða líkanið. Nýdoktorinn mun einnig taka þátt í þróun ýmiss hugbúnaðar sem nauðsynlegur er fyrir starfsemi Rannsóknaseturs í kerfislíffræði.
Nýdoktorinn þarf að hafa lokið doktorsprófi í lífupplýsingafræði eða skyldum greinum og hafa góðan grunn í líkangerð, aðgerðagreiningu, tölfræði, líffræði og gagnavinnslu. Hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg auk áhuga á að vinna að þverfræðilegum rannsóknum með líffræðingum, tölvunarfræðingum og verkfræðingum.
Starf nýdoktors við rannsóknir og þróun á örvökva frumuræktunarkerfi
(microfluidic cell culture system)
Nýdoktornum er ætlað að rannsaka og þróa örvökva frumuræktunarkerfi. Markmiðið með því að nota slíkt kerfi við frumuræktun er að auka næmni mælinga á niðurbrotsefnum fruma í ætinu. Með þessum aðferðum má einnig auka sjálfvirkni og afköst mælinga.
Nýdoktorinn þarf að hafa lokið doktorsprófi í líffræði eða skyldum greinum og hafa reynslu af frumuræktun og smásjárvinnu. Einnig áhuga á að tileinka sér forritun og að vinna að myndgreiningu með sérfræðingum...[].Styrkur til doktorsnáms í kerfislíffræði: Hönnun og þróun efnaskiptaneta
örverusamfélags.
Tölvulíkön af efnaskiptaferlum gera mögulegt að rannsaka og herma hegðun fruma í tölvu. Aðferð við hönnun slíkra líkana fyrir einstaka örverur/frumur er vel þekkt. Samfélög örvera skipta miklu máli fyrir heilsu manna og sjúkdóma. Skilningur á samspili efnaskiptaferla örvera er því mikilvægur við þróun lyfja. Verkefnið felst í að hanna og þróa slík líkön af efnaskiptaferlum samfélaga örvera.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2010 | 10:17
Kristinn, Hawking og guðfræðingarnir
Kristinn Theodórsson tekur fyrir viðbrögð guðfræðinganna við yfirlýsingum Stephen Hawking um að guðs væri ekki lengur þörf til að útskýra upphaf alheimsins ( Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn). Við fjölluðum um þetta í pistlinum Var hann lengi að fatta? og fjöldi annara bloggara tóku málið til umfjöllunar.
Kristinn kallar pistil sinn Hawking og guðfræðingarnir og þar reynir hann að rekja röksemdir guðfræðinganna. Pistill Kristinns byrjar svona
Trúarhugsunin er mér ráðgáta sem gaman er að krukka í. Eftir fárið í kringum yfirlýsingar Stephens Hawkings um að guðs sé ekki þörf til að snúa tilvistinni í gang, skrifuðu margir trúvarnarmenn pistla um það mál, meðal annars guðsmennirnir á trú.is.Guðfræðingarnir séra Gunnar Jóhannesson og próf. Hjalti Hugason settu hvor um sig saman grein um málið og reyndu með því að hrista öskuna af trúarsannfæringunni, svo hún héldi áfram að sýnast hrein og hvít. Einnig hefur séra Baldur Kristjánsson bloggað um málið. Skoðum aðeins hvernig til tókst hjá herramönnunum.
Hefði Gunnar hinsvegar nennt að kynna sér málið lítið eitt hefði hann komist að því að módelið sem Hawking leggur til er þess háttar, að hinn svokallaði first mover er óþarfur - og þá í dálítið Newtonskum skilningi - en einmitt þannig hafa gríðarlega margir sett fullyrðinguna um guð fram um aldirnar og svar Hawking því mjög viðeigandi.
Ég skora á ykkur að lesa pistil Kristinns og guðfræðinganna hans, til að sjá hversu furðulegur málflutningur þeirra síðarnefndu er.
9.9.2010 | 11:46
Þróun er staðreynd
8.9.2010 | 16:53
Arfleifð Darwins, kafli eftir kafla.
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó