25.8.2010 | 11:50
Póstlisti líffræðifélagsins
Líffræðifélagið er dæmi um félag sem leggst gjarnan í dvala og raknar síðan við sér þegar minnst varir. Nú streymir blóð í stjórnarmeðlimum, og stefnt er á málþing um líffræðilegan fjölbreytileika í haust, í samstarfi við vistfræðifélag Íslands. Tilkynning frá stjórninni:
Skrá með félögum líffræðifélagsins tapaðist því miður snemma árs 2009 vegna breytinga í þjónustu hjá Símanum sem áður hýsti félagaskrána og heimasíðu félagsins. Eldri félagar, og aðrir sem áhuga hafa á starfi félagsins er góðfúslega beðnir um skrá sig í líffræðifélagið hér: https://lif.gresjan.is/skraning.
Ef þið hafið áhuga á að fylgjast með starfi félagsins eða taka þátt í starfi þess. Nýir jafnt sem eldri félagsmenn eru hvattir til að skrá sig. Upplýsingar verða hvorki seldar né þeim deilt með þriðja aðilla.
Líffræðifélagið hefur fengið nýja heimasíðu www.biologia.hi.is þar má sjá ýmislegt efni af fyrri síðu líffræðifélagsins og efni tengt ráðstefnu líffræðifélagsins og líffræðistofnunar sem haldin var haustið 2009, og eldri ráðstefnum. Fyrirhugað starf félagsins er í stöðugri mótun og ræðst af óskum félagsmanna. Stefnt er að því að halda málþing um líffræðilegan fjölbreytileika í haust með vistfræðifélaginu. Þá hefur ekki verið haldinn aðalfundur um nokkuð skeið og verður hann haldinn nú í haust. Upplýsingar um þessa fundi verða sendar út síðar.
Ákveðið er að félagsgjald verði 2000 krónur.
Virðingarfyllst, stjórn líffræðifélagsins.
Þeir sem hafa hugmyndir að atburðum sem líffræðifélagið ætti að standa fyrir eða koma að, eru beðnir um að skrifa inn athugasemdir.
20.8.2010 | 12:05
Arfleifð Darwins á leið í prentun
Eftir nokkura ára meðgöngu lítur út fyrir að bókin um Arfleifð Darwins sé á leið í prentun. Hér munum við birta hluta úr verkinu, meðan á prentun verksins stendur og eitthvað fram eftir hausti. Fyrst nokkur orð úr formála:
Þróunarkenningin tengist nafni enska náttúrufræðingsins Charles Darwin órjúfanlegum böndum. Þar ber hæst útgáfu bókar hans Uppruni tegundanna árið 1859. Þann 24. nóvember 2009 voru 150 ár liðin frá útgáfu hennar. Það sama ár voru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Darwins, en hann fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury á Englandi og lést árið 1882. Þessi tvöföldu tímamót urðu kveikjan að bók þessari og nokkrum viðburðum sem ritstjórn hennar stóð fyrir og nefndust Darwin-dagar 2009. Að þeim dögum komu einnig nokkrir samstarfsaðilar: samtök líffræðikennara, líffræðifélag Íslands, líffræðistofnun Háskóla Íslands, siðmennt, Hið íslenska náttúrufræðifélag og Hið íslenska bókmenntafélag.
Frekar lítið hefur verið skrifað um þróun lífvera á íslensku, en af því efni eru þrjár greinar eftir Þorvald Thoroddsen einna merkastar. Þær birtust í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags á árunum 18871889, en tvær síðustu greinarnar eru útdráttur úr 6. útgáfu Uppruna tegundanna. Þær voru endurútgefnar árið 1998 í lærdómsritinu Um uppruna dýrategunda og jurta með skýringum og ítarlegum inngangi eftir Steindór J. Erlingsson. Árið 2004 kom Uppruni tegundanna loks út á íslensku í röð lærdómsrita Hins íslenska bókmennta félags í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar. Þeirri bók sem hér er fylgt úr hlaði er ætlað að fylla upp í þetta tómarúm, en markhópur hennar er fólk með áhuga á lífinu, þróun þess og fjölbreytileika, sögu hugmyndanna og stórum spurningum um líffræði mannsins og stöðu hans í náttúrunni. Bókin nýtist einnig nemum í framhaldsskólum og háskólum sem inngangur og ítarefni um þróun lífvera.
Reykjavík í ágúst 2010.
Arnar Pálsson, Bjarni Kristófer Kristjánsson, Hafdís Hanna Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson, Steindór J. Erlingsson.
Leiðrétting 23 ágúst 2010: Í fyrri útgáfu voru Shrewsbury og England með litlum staf. Takk Villi!
Vísindi og fræði | Breytt 23.8.2010 kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.8.2010 | 09:55
Náttúruminjasafn - gönguferð á Menningarnótt
17.8.2010 | 14:18
Byggingareiningar besta vinar mannsins
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó