2.6.2010 | 18:25
Skraut eða heiðarleiki
Lítið skreyttur fiskur er ljótur.
Mikilvægast er samt að dýr skilji hvaða einstaklinga er heppilegast að æxlast við. Kanína sem þráir gíraffa kynferðislega er vitanlega þróunarfræðileg blindgata. Einnig eru þau dýr líklegri til að eignast afkvæmi sem gera hosur sínar grænar fyrir gagnstæðu kyni.
Hjá mörgum tegundum eru karl og kvendýr mjög ólík í útliti, t.d. blikar og æðarkollur eða ljón og ljónynjur. Iðullega er karldýrið meira skreytt, vegna þess sem Darwin kallaði kynjað val. Lykilatriðið er að kvendýrin kosta meiru til við myndun eggja en karldýr við myndun sæðisfruma. Þær eru því kröfuharðari á maka, og reyna að velja hann vel.
Tilgátan er sú að skraut sé merki um heilbrigði, bara þeir sem séu virkilega frískir geta eytt orku í að skreyta sig (Það mætti taka dæmi úr mannlífinu hér, bera saman heimilislaust fólk í Moskvu og einhverja Hollywood gleðipinna).
- Ein opin spurning er, hversu heiðarlegt er skrautið?
- Önnur er, ef skrautið þitt er lélegt, geturu svindlað?
Nýleg rannsókn Jonathan Evans og félaga á gúbbífiskum tekst á við þessar spurningar. Þar náðu minna skreyttir fiskar (kallaðir ljótir) að svindla með því að framleiða kröftugara sæði. Kvenfiskarnir lögðu niður egg sín fyrir skrautlega karla, en þeir "ljótu" sprautuðu sínu kröftuga sæði út, og það náði að frjóvga eggin á undan sæði skrautfisksins. Önnur dæmi um svona "svindl" finnast hjá löxum, þar sem litlir læðupúkar smjúga með botninum og skvetta svili sínu yfir eggin.
Svona samkeppni milli sæðisfruma er algeng í dýraríkinu. Talið er að eistu prímata séu í stærra lagi vegna þess að kvendýrin makist iðullega við mörg karldýr, og því sé sá sem sem "leggi henni til" flestar sæðisfrumur líklegastur til að feðra afkvæmið*. Hjá ávaxtaflugum, sem geyma sæði margra karldýra í sæðissekknum sínum (eitthvað fyrir Grefilinn), er hatröm samkeppni milli sæðisfruma (sperm competition). Þar er stundaður efnahernað (efni í sæðisvökva sem eyða sæðisfrumum keppinauta), eitrað er fyrir kvendýrinu (efni sem draga úr löngun hennar til að makast við karldýr), og víggirðingum komið fyrir (vökvinn inniheldur hlaupkennd efni, sem virka eins og getnaðarvarnarhetta inni í kvenflugunni).
Samskipti kynjanna taka á sig margar myndir. Skraut og heiðarleiki geta farið saman en sannleikurinn er að blessaðar kynfrumurnar neyða dýrin til að prufa mjög furðulega hluti í kynlífinu.
*Reyndar sker maðurinn sig úr hér, eistu okkar eru með þeim minnstu meðal prímata, en á móti kemur að löngunin vitjar okkar oftar.
Í laufskálanum tifa maríuhænur
BBC 2 júní 2010 Less attractive fish have 'better sperm' (frétt mbl.is er næstum orðrétt þýðing á pistlinum á BBC).
![]() |
Ljótir framleiða betra sæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2010 | 10:58
Húrra fyrir erni
Það munaði ótrúlega litlu að erninum hafi verið útrýmt af Íslandi á síðustu öld. Blessunarlega höfðu framsýnir menn vit á að láta vernda hann, en stofninn er enn mjög lítill. Það er sérstaklega gaman að heyra að hann skuli vera að hjarna við, nú á ári líffræðilegrar fjölbreytni.
Fyrir tveimur árum fékk ég lánaða mynd af arnarunga fyrir kynningarstarf líffræðiskorar HÍ. Ég læt hana fylgja hér því hún er hreint stórkostleg.
Myndina tók Róbert Arnar Stefánsson (copyright), Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Á vef stofunnar má finna fleiri myndir af örnum og náttúru Breiðafjarðar.
Hér er síðan auglýsingin fullunnin, í baksýn má sjá litaðar frumur (sem Skarphéðinn Halldórsson tók - copyright).
![]() |
Arnarvarpið framar vonum í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2010 | 10:41
Plöntur stunda þrælahald
31.5.2010 | 17:56
Attenborough og plönturnar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó