Leita í fréttum mbl.is

Doktorsnemi í fuglafræði við HÍ fær Cozzarelli verðlaunin

Af vef HÍ:

Síðastliðið sumar birtu vísindamenn frá Stokkhólmsháskóla, Háskóla Íslands, Náttúrustofu Reykjaness og Yfirdýralæknaembættinu í Svíþjóð grein um rannsóknir sínar á skorti þíamíns (B1 vítamíns) í fuglum og möguleg orsakatengsl við fækkun sumra fuglastofna við Eystrasaltið. Greinin, sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences (PNAS), hlaut nú um helgina verðlaun sem ein af sex framúrskarandi vísindagreinum ársins 2009.

Undanfarin ár hefur orðið vart við mikinn dauða á meðal fugla við Eystrasaltið. Margir þessara fugla hafa sýnt einkenni lömunar í fótum og vængjum auk taugakippa í hálsi og augum. Stokkhólmsháskóli hóf rannsókn á þessu fyrirbæri sem leiddi til samstarfs við Háskóla Íslands og Náttúrustofu Reykjaness. Lögð var áhersla á að ná sýnum úr æðarfuglum, silfurmáfum og störum frá nokkrum svæðum innan Svíþjóðar og Íslands. Í ljós kom að þíamínskortur var á meðal þessara tegunda í Svíþjóð og kemur þetta vandamál niður á frjósemi og lífslíkum þessara fugla. Náin tengsl voru t.a.m. á milli þíamínmagns í eggjum silfurmáfa og stærð urptar (fjölda eggja á kvenfugl). Fækkun silfurmáfa í Svíþjóð síðastliðin 30 ár má skýra með þessari lágu frjósemi. Einnig kom fram að vísbendingar eru um þíamínskort á frumstigi hérlendis og því brýnt að vakta þíamín í íslenskum fuglum.

Gunnar Þór Hallgrímsson er doktorsnemi í fuglafræði hjá Líffræðistofnun Háskólans og einn af höfundum greinarinnar. ”Það er ekki er enn vitað hvað veldur því að þíamínskorturinn kemur fram í fuglunum. Þó er talið að ekki sé um að ræða skort á vítamíninu sjálfu í umhverfi okkar heldur sé hér fremur horft til röskunar á efnaskiptum. Svo virðist sem einhver efni í umhverfi okkar valdi því að dýrin ná ekki að nýta þíamínið” segir Gunnar. Hann segir jafnframt að hér séu menn ekki að horfa til þessara klassísku eiturefna eins og DDT og PCB. ”Í þessu samhengi virðast eiturefni sem hlaðast upp í fæðukeðjunni ekki líkleg til að útskýra vandamálið því að þíamínskorturinn virðist ekki sérstaklega tengjast dýrum ofarlega í fæðukeðjunni”. 

Greinin sem ber titilinn ”Wild birds of declining European species are dying from a thiamine deficiency syndrome” hefur nú hlotið Cozzarelli verðlaunin fyrir framúrskarandi vísindagrein í PNAS árið 2009. Cozzarelli verðlaunin hlutu sex greinar af  rúmlega 3700 sem birtust árið 2009. Þessar sex greinar endurspegla gróflega vísindaflokka sem National Academy of Sciences skilgreinir. [...] Cozzarelli verðlaunin árið 2009 [...] voru veitt við hátíðlega athöfn á ársfundi National Academy of Sciences í Maryland, Washington sunnudaginn 25. Apríl 2010.


Erindi: Litnisumbreytiflókar í gersveppnum

dna-split_989791.pngGen liggja á litningum. Um er að ræða keðjur af bösum (A, C, G og T), sem mynda DNA helixinn (sjá mynd af wikimedia commons). Hvert gen er samasett af röð hundruða eða þúsunda basa. Í ýktustu tilfellunum spanna gen milljónir basa.

Röð basanna ákvarðar eiginleika gensins. Hluti gensins er afritaður í RNA sem er mót fyrir myndun prótína.  Hinn hlutinn eru raðir basa sem eru nauðsynlegar til að RNA sé myndað, á réttum tíma og stað í lífverunni. Þetta eru stjórnraðir.

Heilkjörnungar eru einnig með aðra leið til að stýra afritun og þar með tjáningu gena. Þeir pakka erfðaefni sínu í litni, sem bæði minnkar umfang þess og gerir það óaðgengilegt ensímum sem afrita DNA (svokölluðum RNA fjölliðurum). Þetta er ekki varanlegt ástand því fruman er einnig með ákveðna leið til að opna og pakka saman litni. Það eru svokallaðir litnisumbreytiflókar, kallaðir flókar af því að þeir innihalda mörg mismunandi prótín sem vinna saman.

Katrín Briem mun síðdegis halda fyrirlestur um meistaraverkefni sitt, sem fjallaði einmitt um þessa flóka, sem stýra m.a. aðgengi  RNA fjölliðaranna að DNA og þar með afritun (einnig kallað umritun - transcription).

Fyrirlesturinn "Litnisumbreytiflókar í gersveppnum Schizosaccharomyces pombe" verður kl 16:00 í stofu 132 í Öskju, sbr tilkynningu:

Gott aðgengi að genum er hornsteinn genatjáningar í heilkjörnungum og nauðsynlegt til að umritun geti átt sér stað. Svo að gen verði aðgengileg þarf að opna litnið og breyta byggingu þess. Þessum breytingum er stjórnað af ýmsum ensímum sem yfirleitt starfa sem hlutar af stórum próteinflókum, svokölluðum litnisumbreytiflókum. Eftirmyndun  DNA, eftirlit með varðstöðum og viðgerð á brotnum litningum er einnig háð því að gen séu aðgengileg. Margir litnisumbreytiflókar hafa verið skilgreindir í ólíkum lífverum, t.d. mönnum, ávaxtaflugunni og gersveppnum Saccharomyces. cerevisiae. Þessir flókar hafa ekki verið skilgreindir gersveppnum Schizosaccharomyces pombe en
S. pombe
er mikilvæg tilraunalífvera og er mjög fjarskyld S. cerevisiae. Markmið verkefnisins var að skilgreina litnisumbreytiflókana INO80, SWR1 og NuA4 í gersveppnum S. pombe.


Hnetur og hagsmunir

Rannsóknin var unnin af vísindamönnum við Loma Linda háskólann í Kaliforníu, og var styrkt af International Tree Nut Council Nutrition Research and Education Foundation. Hnetur eru greinilega mikið mál hjá Loma Linda háskólanum, þeir halda út vefsíðu...

Skordýr á skjánum í kvöld

Lífið verður á skjánum í kvöld, RÚV kl 20:10. Skordýrin eru réttu megin linsunar. Skordýr hafa mjög margvísleg áhrif á fólk. Kona á besta aldri játaði fyrir mér í dag að í hvert skipti sem skordýr birtist á skjánum kippti hún fótunum af gólfinu og upp í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband