30.4.2010 | 16:06
Einbeiting framtíðar
Maður finnur hversu unaðslegt það er fara í gönguferð í fjörunni, fjarri tölvupósti, farsímum og bloggi. Vitanlega er maður orðin háður beinni nettengingu, sístreymi frétta og slúðurs. Ég á stundum erfitt með að halda einbeitingu við lestur á bókum eða greinum, svo vanur er maður orðin sífelldri truflun frá internetinu.
Er ekki eðlilegt að maður óttist um kynslóðina sem nú vex úr grasi, sem finnst eðlilegt að geta sent SMS á kamrinum, lesið blogg í bílnum, og flett fésbókinni í bókabúð? Ég held að ákveðin einsemd sé fólki holl, að vera einn með hugsunum sínum geti hjálpað fólki að skilja langanir sínar og leysa vandamál. Auðvitað eru mennirnir félagsverur sem þarfnast samneytis, örvunar, léttúðar og ertingar (í þessari röð :). En það má á milli sjá.
Ég tek eftir því að fæstir nemendurnir sem lesa fyrir próf í Öskju, eru bara með opna bók eða glósur. Meirihlutinn er með kveikt á tölvunum, og samskiptarás opna.
Maður hlýtur að spyrja hvernig fólki gangi að einbeita sér.
Að því rituðu hlít ég að líta í eigin barm og klippa á streng minn við netið (allavega fram yfir helgi). Góðar stundir.
![]() |
Vonleysi án upplýsingatækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2010 | 13:43
Tólf þátta DNA
Einu sinni tilheyrði ég opnu leynifélagi, sem innihélt nokkra meistaranema á tilraunastofu Guðmundar Eggertssonar og Sigríðar H. Þorbjarnardóttur á Líffræðistofnun Háskólans. Á milli þess sem við klónuðum gen og einangruðum prótín, erfðabreyttum bakteríum og hreinsuðum DNA þá horfðum við á kvikmyndir byggðar á skelfilega lélegum vísindaskáldskap og auðvitað X-files í sjónvarpinu (mörkin á milli "Attack of the killer tomato" og Fox Mulder eru mjög óljós í minningunni!).
Eitt snilldaratriðið í X-files var þegar þau rákust á lífsýni, og auk þeirra 4 basa sem finnst í DNA allra lífveru fundu þau ....Fimmta basann. Þetta var næstu því jafn skemmtilegur þáttur og þegar Mulder og Scully fundu fjölskylduna í Vestur Virginíu sem var öll örkumluð vegna galla í hoxgenunum (já og innræktunar!).
Það er eitt að bulla til að skemmta fólki, það er annað að bulla til að hafa af því pening (og jafnvel stefna lífi þess í hættu).
Ég fékk í morgun ábendingu um nýja vöru/lýgi sem gæti allt eins verið framleidd af X-files genginu.
12 stranded DNA
Medical science has established that we have 2 strands of DNA and 10 strands of junk DNA, but they have not understood the purpose of that junk DNA. Recent information has revealed its higher purpose; supporting a multidimensional consciousness, our natural state. Realigning, reconnecting and activating our 10 strands of junk DNA (aka the DNA Recoding or RRA Process) is the process by which we attain that state. When we are multidimensional, our physic abilities are reawakened and we have developed a second neural network at the etheric level. This second neural network is what allows us to live in multiple dimensions at once. We can hear, see and communicate with others in these dimensions.
Úr pistlinum Recoding To 12 Strand DNA Sequence And Entering Into The Photon Belt
Hvað í þessari málsgrein stenst nánari skoðun?
Jú, DNA er tvíþátta.
Allt hitt er 100% þvottekta, hreinræktaður, kristaltær ÞVÆTTINGUR.
Þetta er dæmi um svikabull, þar sem stokkað er saman fræðiorðum, nýaldarfrösum og jákæðum lýsingarorðum, til þess að hafa af fólki fé.
Áþekkur pistill: Lausnin er komin
29.4.2010 | 16:41
Sara og Marteinn í nærmynd
29.4.2010 | 14:04
Ógn við okkur sjálf
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó