Leita í fréttum mbl.is

Líffræðilegur fjölbreytileiki

Sameinuðu þjóðirnar og fleiri aðillar standa fyrir alþjóðlegu ári líffræðilegrar fjölbreytni 2010. Vefsíða verkefnisins er The International Year of Biodiversity.

Af þessu tilefni verður fjallað um Líf á eldfjallaeyju á degi umhverfisins (það verður opið hús í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ - fólk getur komið og fræðst um eldgos, fiska og plöntur, og skoðað sýnasafn líffræðinnar og lært um sjálfbærni).

En hvað er líffræðilegur fjölbreytileiki ? Hann birtist í:

fjölda tegunda

mun á milli tegunda

breytileiki innan tegunda og stofna

fjölbreytni vistkerfa og búsvæða lífvera

Hérlendis eru ekki margar tegundir á landi, en fjölbreytnin er umtalsverð í hafinu. Hafið er hin minnst könnuðu svæði jarðar, hulin og leyndardómsfull.

arcticpycnopodia.jpg

 

crossota_935425.jpg

Í gangi eru nokkur stór verkefni sem miða að því að kanna fjölbreytileika sjávarlífvera. hérlendis hafa Jörundur Svavarsson og samstarfsmenn unnið að BIOICE (á ensku) verkefninu og fundið fjöldan allan af framandi lífverum. Jörundur og Pálmi Dungal eru höfundar bókarinnar LEYNDARDÓMAR SJÁVARINS VIÐ ÍSLAND, sem er regulega skemmtileg, ríkulega myndskreytt og fræðandi.

Myndir af vefsíðunni: Census of Marine Life.

Skyldir pistlar:

Fjölbreytileiki sjávarlífsins

Fyrsta fréttin um líffræðilega fjölbreytni


mbl.is Huliðsheimur afhjúpaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur umhverfisins - líf á eldfjallaeyju

Umhverfisráðuneytið heldur utan um dagskrá í tilefni dags umhverfisins (kallað Earth day erlendis).

Margt snjallt er á döfunni - það sem við í HÍ bjóðum upp á er opið hús laugardaginn 24 apríl undir yfirskriftinni:

Líf á eldfjallaeyju

Líf á eldfjallaeyju. Líffræðileg fjölbreytni Íslands, náttúra og náttúruöfl, auðlindir og umhverfi, dýr og plöntur, vatn, eldur og ís. Sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda segja frá í máli og myndum, rannsóknastofur verða opnar og fjölbreytni í fyrirrúmi. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11-15.

fraticulaartica_sigridurrutfranzdottir.jpgMynd og copyright Sigríður R. Franzdóttir.

Nánari upplýsingar fylgja.


Sediba á 60 mínútum

Einn uppáhalds fréttaþátturinn minn er 60 minutes á CBS sjónvarpsstöðinni. Bob Simon fjallaði um fundinn á Australopithecus sediba í þætti þann 11 apríl. Hægt er að horfa á umfjöllunina á vef CBS . og lesa frétt CBS Fossil Find New Branch in Human Family...

Athugasemdir Arnþórs

Fyrir nokkru birtist skýrsla frá nokkrum starfsmönnum Hagfræðistofnunar HÍ (Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson) um hagfræðileg áhrif hvalveiða. Niðurstaða hennar var sú að hvalveiðar væru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband