22.4.2010 | 10:40
Líffræðilegur fjölbreytileiki
Sameinuðu þjóðirnar og fleiri aðillar standa fyrir alþjóðlegu ári líffræðilegrar fjölbreytni 2010. Vefsíða verkefnisins er The International Year of Biodiversity.
Af þessu tilefni verður fjallað um Líf á eldfjallaeyju á degi umhverfisins (það verður opið hús í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ - fólk getur komið og fræðst um eldgos, fiska og plöntur, og skoðað sýnasafn líffræðinnar og lært um sjálfbærni).
En hvað er líffræðilegur fjölbreytileiki ? Hann birtist í:
fjölda tegunda
mun á milli tegunda
breytileiki innan tegunda og stofna
fjölbreytni vistkerfa og búsvæða lífvera
Hérlendis eru ekki margar tegundir á landi, en fjölbreytnin er umtalsverð í hafinu. Hafið er hin minnst könnuðu svæði jarðar, hulin og leyndardómsfull.
Í gangi eru nokkur stór verkefni sem miða að því að kanna fjölbreytileika sjávarlífvera. hérlendis hafa Jörundur Svavarsson og samstarfsmenn unnið að BIOICE (á ensku) verkefninu og fundið fjöldan allan af framandi lífverum. Jörundur og Pálmi Dungal eru höfundar bókarinnar LEYNDARDÓMAR SJÁVARINS VIÐ ÍSLAND, sem er regulega skemmtileg, ríkulega myndskreytt og fræðandi.
Myndir af vefsíðunni: Census of Marine Life.
Skyldir pistlar:
Fjölbreytileiki sjávarlífsins
Fyrsta fréttin um líffræðilega fjölbreytni
![]() |
Huliðsheimur afhjúpaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2010 | 17:34
Dagur umhverfisins - líf á eldfjallaeyju
Umhverfisráðuneytið heldur utan um dagskrá í tilefni dags umhverfisins (kallað Earth day erlendis).
Margt snjallt er á döfunni - það sem við í HÍ bjóðum upp á er opið hús laugardaginn 24 apríl undir yfirskriftinni:
Líf á eldfjallaeyju.
Líf á eldfjallaeyju. Líffræðileg fjölbreytni Íslands, náttúra og náttúruöfl, auðlindir og umhverfi, dýr og plöntur, vatn, eldur og ís. Sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda segja frá í máli og myndum, rannsóknastofur verða opnar og fjölbreytni í fyrirrúmi. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11-15.
Mynd og copyright Sigríður R. Franzdóttir.
Nánari upplýsingar fylgja.
20.4.2010 | 10:41
Sediba á 60 mínútum
Vísindi og fræði | Breytt 6.5.2010 kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2010 | 22:30
Athugasemdir Arnþórs
Vísindi og fræði | Breytt 21.4.2010 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó