Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja

Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja er titill erindis Erps Hansen, líffræðings við Náttúrustofu Suðurlands. fraticulaartica_sigridurrutfranzdottir.jpg

Lundinn (Fratercula arctica) var ljósmyndaður af Sigríði R. Franzdóttur (copyright).

Ágrip erindisins (úr fréttatilkynningu):

Hlýskeið í sjónum sunnan og suðaustan við Ísland hófst 1996, metveiði í lunda var 1998 en síðan hefur veiðin verið á niðurleið. Samskonar mynstur er einnig að finna í lundaveiði í Færeyjum. Á síðustu 20 árum hefur orðið stofnhrun í sjófuglastofnum sem éta sandsíli við Ísland og Færeyjar. Varpárangur lunda í Vestmanneyjum hefur t.d. verið slæmur a.m.k. síðan 2005 sem tengdur er mikilli fækkun í sandsílastofninum. Í erindinu eru kynntar niðurstöður samstarfsverkefnis sem beinist að skýringum á gagnvirkum breytingum milli lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar. Ábúðarhlutfall, varpárangur, tímasetning varps og aldurshlutföll lunda í veiði hafa verið vöktuð síðan 2007 og verða niðurstöður skýrðar. Fjallað verður um tilgátuna um að lundaveiði endurspegli „fæðubundna átthagatryggð ungfugla“ eða magni 1-árs síla. Þessi tilgáta býður m.a. upp á túlkanir á langri lundaveiðisögu í samhengi við hafrænar breytingar fyrr og nú. Einnig verður fjallað stuttlega um yfirstandandi úrvinnslu á lífslíkum og árgangahlutföllum lunda byggt á merkingagögnum frá 1953.

Erindið er á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags og verður flutt mánudaginn 26. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. 

Viðbót:

Í kvöld er síðan 5 þátturinn í þáttaröð BBC um lífið. RÚV sýnir þættina kl 20:10 á mánudögum og eru með vinsælasta sjónvarpsefni landsins. 

Það hittir skemmtilega á að þátturinn í kvöld fjallar einmitt um fugla. Af vef RÚV:

Aðlögunarhæfni fugla er einstök. Þeir geta flogið ótrúlega hratt og langar vegalengdir í einu og svo blundar líka í sumum þeirra drápseðli. Þeir geta hlaupið á vatni þegar ástin kallar og byggt sér flókin og fíngerð hreiður. Í þættinum er flogið með fuglum og ótrúlegt háttalag þeirra skoðað. Við sjáum freigátufugla, svífum með lambagömmum, dönsum með þúsund flamingóum í vötnum Afríku og fylgjumst með sérkennilegum tilburðum, kólibrífugla goða og laufskálafugla í tilhugalífinu. [undirstrikun mín]

Drápseðli er ekkert ónáttúrulegt, það er eðlilegur hluti af náttúrunni. Við þurfum á því að halda til að afla okkur fæðu, t.d. að drepa dýr og rífa upp plöntur!

Líf á eldfjallaeyju

Dagskrá fyrir alla fjölskylduna í máli og myndum um jarðfræði og líffræðilega fjölbreytni Íslands. 

Laugardagur 24. apríl frá k. 10.30 -15.00.

Staðsetning, Askja, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
 
Íslands er draumaland jarðvísindamannsins með Atlantshafshrygginn og heitan reit undir landinu sem valda mikilli gosvirkni sem skapar nýtt land og umbylta því gamla. Gosið í Eyjafjallajökli er nýjasta birtingarmynd náttúruaflanna.

Líffræði landsins á fáar hliðstæður. Þrátt fyrir að eyjan hafi verið þakin jökli fyrir 12000 árum, er samt mikil fjölbreytni í lífríkinu. Fjölbreytileiki náttúrunnar er auðlind, sem sjá má meðal annars í nytjastofnum og lífríki hafsins.

Jarðfræði og líffræði Íslands tvinnast stöðugt saman; Hlaup undan jöklum búa til stóra sanda, vistkerfi lands og hafs verða fyrir áhrifum af eldgosum, og í hraunjöðrum finnast ævafornar lífverur sem lifðu ísöldina af.

Fjölmargir sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda munu segja frá í máli og myndum í samfelldri dagskrá, ljósmyndir og kvikmyndir sýndar, rannsóknastofur í Öskju verða opnar og fjölbreytnin höfð í fyrirrúmi.

Líf á eldfjallaeyju er dagskrá (sjá neðar) í tilefni af Degi umhverfisins og Degi jarðar, sem Sameinuðu þjóðarinnar hafa sérstaklega tileinkað líffræðilegri fjölbreytni árið 2010. Dagskráin í Öskju stendur frá klukkan 10:30 til 15 laugardaginn 24. apríl og er ætluð öllum aldurshópum.

Öll erindi sem flutt verða eru stutt og aðgengileg. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

  • Inngangur um líffræðilega fjölbreytni - Guðmundur I. Guðbrandsson
  • Fjölbreytileiki nytjastofna: dýrmætasta auðlindin? - Guðrún Marteinsdóttir
  • Mörg andlit íslenskra ferskvatnsfiska - Sigurður S. Snorrason
  • Hryggleysingjar í sjó við Ísland - útbreiðsla og fjölbreytileiki - Jörundur Svavarsson
  • Verndun íslenskra votlenda - Gísli Már Gíslason
  • Eldgos - Björn Oddsson
  • Áhrif ösku á fólk - Kristín Vala Ragnarsdóttir
  • Verndun og fjölbreytni flóru Íslands - Ólöf Birna Magnúsdóttir
  • GPS mælingar á eldfjöllum - Sigrún Hreinsdóttir
  • Eldgos - Björn Oddson
  • Líffræðilegur fjölbreytileiki og dagur jarðar - Hrund Ólöf Andradóttir
  • Örverur hér og þar - Ólafur S. Andrésson
  • Erfðabreytileika innan tegunda á Íslandi - Snæbjörn Pálsson

Ljúgandi hræddur

Maður sér fyrir sér skelfingu lostna frummenn, hríðskjálfandi í norðanæðingi, virða fyrir sér öskumökkinn, eldingarnar og sjónarspilið. Maður getur svo sem alveg fyrirgefið þeim að hafa reynt að útskýra þetta á einhvern hátt, segja börnum sínum að þetta...

Líf á flúor

Gosið í Eyjafjallajökli minnir okkur á þá staðreynd að við erum hluti af náttúrunni. Eldgos, flóð, fellibylir og farsóttir eru eðlilegur hluti af náttúrunni. Við lítum oft á okkur sem yfir náttúruna hafin, eða að hún komi okkur ekki við. Við lifum á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband