26.4.2010 | 10:10
Erindi: Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja
Fortíð, nútíð og framtíð lundastofns Vestmannaeyja er titill erindis Erps Hansen, líffræðings við Náttúrustofu Suðurlands.
Lundinn (Fratercula arctica) var ljósmyndaður af Sigríði R. Franzdóttur (copyright).
Ágrip erindisins (úr fréttatilkynningu):
Hlýskeið í sjónum sunnan og suðaustan við Ísland hófst 1996, metveiði í lunda var 1998 en síðan hefur veiðin verið á niðurleið. Samskonar mynstur er einnig að finna í lundaveiði í Færeyjum. Á síðustu 20 árum hefur orðið stofnhrun í sjófuglastofnum sem éta sandsíli við Ísland og Færeyjar. Varpárangur lunda í Vestmanneyjum hefur t.d. verið slæmur a.m.k. síðan 2005 sem tengdur er mikilli fækkun í sandsílastofninum. Í erindinu eru kynntar niðurstöður samstarfsverkefnis sem beinist að skýringum á gagnvirkum breytingum milli lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar. Ábúðarhlutfall, varpárangur, tímasetning varps og aldurshlutföll lunda í veiði hafa verið vöktuð síðan 2007 og verða niðurstöður skýrðar. Fjallað verður um tilgátuna um að lundaveiði endurspegli fæðubundna átthagatryggð ungfugla eða magni 1-árs síla. Þessi tilgáta býður m.a. upp á túlkanir á langri lundaveiðisögu í samhengi við hafrænar breytingar fyrr og nú. Einnig verður fjallað stuttlega um yfirstandandi úrvinnslu á lífslíkum og árgangahlutföllum lunda byggt á merkingagögnum frá 1953.
Erindið er á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags og verður flutt mánudaginn 26. apríl kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.
Viðbót:
Í kvöld er síðan 5 þátturinn í þáttaröð BBC um lífið. RÚV sýnir þættina kl 20:10 á mánudögum og eru með vinsælasta sjónvarpsefni landsins.
Það hittir skemmtilega á að þátturinn í kvöld fjallar einmitt um fugla. Af vef RÚV:
Aðlögunarhæfni fugla er einstök. Þeir geta flogið ótrúlega hratt og langar vegalengdir í einu og svo blundar líka í sumum þeirra drápseðli. Þeir geta hlaupið á vatni þegar ástin kallar og byggt sér flókin og fíngerð hreiður. Í þættinum er flogið með fuglum og ótrúlegt háttalag þeirra skoðað. Við sjáum freigátufugla, svífum með lambagömmum, dönsum með þúsund flamingóum í vötnum Afríku og fylgjumst með sérkennilegum tilburðum, kólibrífugla goða og laufskálafugla í tilhugalífinu. [undirstrikun mín]
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2010 | 12:08
Líf á eldfjallaeyju
Dagskrá fyrir alla fjölskylduna í máli og myndum um jarðfræði og líffræðilega fjölbreytni Íslands.
Laugardagur 24. apríl frá k. 10.30 -15.00.
Staðsetning, Askja, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Íslands er draumaland jarðvísindamannsins með Atlantshafshrygginn og heitan reit undir landinu sem valda mikilli gosvirkni sem skapar nýtt land og umbylta því gamla. Gosið í Eyjafjallajökli er nýjasta birtingarmynd náttúruaflanna.
Líffræði landsins á fáar hliðstæður. Þrátt fyrir að eyjan hafi verið þakin jökli fyrir 12000 árum, er samt mikil fjölbreytni í lífríkinu. Fjölbreytileiki náttúrunnar er auðlind, sem sjá má meðal annars í nytjastofnum og lífríki hafsins.
Jarðfræði og líffræði Íslands tvinnast stöðugt saman; Hlaup undan jöklum búa til stóra sanda, vistkerfi lands og hafs verða fyrir áhrifum af eldgosum, og í hraunjöðrum finnast ævafornar lífverur sem lifðu ísöldina af.
Fjölmargir sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda munu segja frá í máli og myndum í samfelldri dagskrá, ljósmyndir og kvikmyndir sýndar, rannsóknastofur í Öskju verða opnar og fjölbreytnin höfð í fyrirrúmi.
Líf á eldfjallaeyju er dagskrá (sjá neðar) í tilefni af Degi umhverfisins og Degi jarðar, sem Sameinuðu þjóðarinnar hafa sérstaklega tileinkað líffræðilegri fjölbreytni árið 2010. Dagskráin í Öskju stendur frá klukkan 10:30 til 15 laugardaginn 24. apríl og er ætluð öllum aldurshópum.
Öll erindi sem flutt verða eru stutt og aðgengileg. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
- Inngangur um líffræðilega fjölbreytni - Guðmundur I. Guðbrandsson
- Fjölbreytileiki nytjastofna: dýrmætasta auðlindin? - Guðrún Marteinsdóttir
- Mörg andlit íslenskra ferskvatnsfiska - Sigurður S. Snorrason
- Hryggleysingjar í sjó við Ísland - útbreiðsla og fjölbreytileiki - Jörundur Svavarsson
- Verndun íslenskra votlenda - Gísli Már Gíslason
- Eldgos - Björn Oddsson
- Áhrif ösku á fólk - Kristín Vala Ragnarsdóttir
- Verndun og fjölbreytni flóru Íslands - Ólöf Birna Magnúsdóttir
- GPS mælingar á eldfjöllum - Sigrún Hreinsdóttir
- Eldgos - Björn Oddson
- Líffræðilegur fjölbreytileiki og dagur jarðar - Hrund Ólöf Andradóttir
- Örverur hér og þar - Ólafur S. Andrésson
- Erfðabreytileika innan tegunda á Íslandi - Snæbjörn Pálsson
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2010 | 15:56
Ljúgandi hræddur
Vísindi og fræði | Breytt 29.4.2010 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.4.2010 | 14:26
Líf á flúor
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó