21.4.2010 | 17:34
Dagur umhverfisins - líf á eldfjallaeyju
Umhverfisráðuneytið heldur utan um dagskrá í tilefni dags umhverfisins (kallað Earth day erlendis).
Margt snjallt er á döfunni - það sem við í HÍ bjóðum upp á er opið hús laugardaginn 24 apríl undir yfirskriftinni:
Líf á eldfjallaeyju.
Líf á eldfjallaeyju. Líffræðileg fjölbreytni Íslands, náttúra og náttúruöfl, auðlindir og umhverfi, dýr og plöntur, vatn, eldur og ís. Sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda segja frá í máli og myndum, rannsóknastofur verða opnar og fjölbreytni í fyrirrúmi. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11-15.
Mynd og copyright Sigríður R. Franzdóttir.
Nánari upplýsingar fylgja.
20.4.2010 | 10:41
Sediba á 60 mínútum
Einn uppáhalds fréttaþátturinn minn er 60 minutes á CBS sjónvarpsstöðinni. Bob Simon fjallaði um fundinn á Australopithecus sediba í þætti þann 11 apríl.
Hægt er að horfa á umfjöllunina á vef CBS. og lesa frétt CBS Fossil Find New Branch in Human Family Tree?
Umfjöllunin er mjög fræðandi, maður fær að sjá hellinn sem beinin fundust við, og röntgenmyndir af steingervingnum. Tennurnar á honum eru ótrúlega vel varðveittar. Lee Berger aðal vísindamaðurinn í rannsókninni, gerir mikið úr því að einstaklingarnir tveir sem fundust hafi líklega tilheyrt sama hópi, og mögulega verið skyldir. Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun. Einnig er ég ekki sáttur við staðhæfingar fréttamannsins um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins.
He's being called "Sediba," which means "source," and he stands somewhere on the road between ape and human.
Það er möguleiki að Sediba sé milliform, á "veginum á milli apa og manns" en það er mun líklegra að hann sé einn af ættingjum okkar, en svo sannarlega merkilegur ættingi.
Leiðrétting á orðalagi eftir ábendingu Drekans, sbr athugasemdir:
Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun, sem og er ég ekki sáttur við staðhæfinar um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins.
Var breytt í:
Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun. Einnig er ég ekki sáttur við staðhæfingar fréttamannsins um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins.
Þakkir:
Til Vilhjálms fyrir að benda mér á umfjöllunina og senda meðfylgjandi mynd.
Ítarefni:
9 ára drengur fann nýja manntegund
Vísindi og fræði | Breytt 6.5.2010 kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2010 | 22:30
Athugasemdir Arnþórs
Vísindi og fræði | Breytt 21.4.2010 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2010 | 10:45
Börn og geðlyf
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó