Leita í fréttum mbl.is

Dagur umhverfisins - líf á eldfjallaeyju

Umhverfisráðuneytið heldur utan um dagskrá í tilefni dags umhverfisins (kallað Earth day erlendis).

Margt snjallt er á döfunni - það sem við í HÍ bjóðum upp á er opið hús laugardaginn 24 apríl undir yfirskriftinni:

Líf á eldfjallaeyju

Líf á eldfjallaeyju. Líffræðileg fjölbreytni Íslands, náttúra og náttúruöfl, auðlindir og umhverfi, dýr og plöntur, vatn, eldur og ís. Sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda segja frá í máli og myndum, rannsóknastofur verða opnar og fjölbreytni í fyrirrúmi. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11-15.

fraticulaartica_sigridurrutfranzdottir.jpgMynd og copyright Sigríður R. Franzdóttir.

Nánari upplýsingar fylgja.


Sediba á 60 mínútum

Einn uppáhalds fréttaþátturinn minn er 60 minutes á CBS sjónvarpsstöðinni. Bob Simon fjallaði um fundinn á Australopithecus sediba í þætti þann 11 apríl.

Hægt er að horfa á umfjöllunina á vef CBS. og lesa frétt CBS Fossil Find New Branch in Human Family Tree?

60m_discovery.pngUmfjöllunin er mjög fræðandi, maður fær að sjá hellinn sem beinin fundust við, og röntgenmyndir af steingervingnum. Tennurnar á honum eru ótrúlega vel varðveittar. Lee Berger aðal vísindamaðurinn í rannsókninni, gerir mikið úr því að einstaklingarnir tveir sem fundust hafi líklega tilheyrt sama hópi, og mögulega verið skyldir. Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun. Einnig er ég ekki sáttur við staðhæfingar fréttamannsins um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins.

He's being called "Sediba," which means "source," and he stands somewhere on the road between ape and human. 

Það er möguleiki að Sediba sé milliform, á "veginum á milli apa og manns" en það er mun líklegra að hann sé einn af ættingjum okkar, en svo sannarlega merkilegur ættingi.

Leiðrétting á orðalagi eftir ábendingu Drekans, sbr athugasemdir:

Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun, sem og er ég ekki sáttur við staðhæfinar um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins. 

Var breytt í:

Mér þykir hann vera að teygja sig töluvert í þeirri túlkun. Einnig er ég ekki sáttur við staðhæfingar fréttamannsins um að Sediba hafi verið beinn forfaðir nútímamannsins. 

Þakkir:

Til Vilhjálms fyrir að benda mér á umfjöllunina og senda meðfylgjandi mynd.

Ítarefni:

9 ára drengur fann nýja manntegund

og vagga mannkyns

Um milliform og týnda hlekki.

Hlekkur í ættarrunnanum

Óslitið tré lífsins


Athugasemdir Arnþórs

Fyrir nokkru birtist skýrsla frá nokkrum starfsmönnum Hagfræðistofnunar HÍ (Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson) um hagfræðileg áhrif hvalveiða. Niðurstaða hennar var sú að hvalveiðar væru...

Börn og geðlyf

Börn og unglingar eru framtíðin. Það segir sitthvað um samfélag hvernig það fer með framtíð sína. Nýleg grein eftir Helgu Zoëga, Matthías Halldórsson og samstarfsmenn sýnir að við dælum geðlyfjum í börn okkar og unglinga. Með orðum Steindórs J....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband