23.4.2010 | 12:08
Líf á eldfjallaeyju
Dagskrá fyrir alla fjölskylduna í máli og myndum um jarðfræði og líffræðilega fjölbreytni Íslands.
Laugardagur 24. apríl frá k. 10.30 -15.00.
Staðsetning, Askja, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Íslands er draumaland jarðvísindamannsins með Atlantshafshrygginn og heitan reit undir landinu sem valda mikilli gosvirkni sem skapar nýtt land og umbylta því gamla. Gosið í Eyjafjallajökli er nýjasta birtingarmynd náttúruaflanna.
Líffræði landsins á fáar hliðstæður. Þrátt fyrir að eyjan hafi verið þakin jökli fyrir 12000 árum, er samt mikil fjölbreytni í lífríkinu. Fjölbreytileiki náttúrunnar er auðlind, sem sjá má meðal annars í nytjastofnum og lífríki hafsins.
Jarðfræði og líffræði Íslands tvinnast stöðugt saman; Hlaup undan jöklum búa til stóra sanda, vistkerfi lands og hafs verða fyrir áhrifum af eldgosum, og í hraunjöðrum finnast ævafornar lífverur sem lifðu ísöldina af.
Fjölmargir sérfræðingar Háskóla Íslands á sviði náttúru- og jarðvísinda munu segja frá í máli og myndum í samfelldri dagskrá, ljósmyndir og kvikmyndir sýndar, rannsóknastofur í Öskju verða opnar og fjölbreytnin höfð í fyrirrúmi.
Líf á eldfjallaeyju er dagskrá (sjá neðar) í tilefni af Degi umhverfisins og Degi jarðar, sem Sameinuðu þjóðarinnar hafa sérstaklega tileinkað líffræðilegri fjölbreytni árið 2010. Dagskráin í Öskju stendur frá klukkan 10:30 til 15 laugardaginn 24. apríl og er ætluð öllum aldurshópum.
Öll erindi sem flutt verða eru stutt og aðgengileg. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
- Inngangur um líffræðilega fjölbreytni - Guðmundur I. Guðbrandsson
- Fjölbreytileiki nytjastofna: dýrmætasta auðlindin? - Guðrún Marteinsdóttir
- Mörg andlit íslenskra ferskvatnsfiska - Sigurður S. Snorrason
- Hryggleysingjar í sjó við Ísland - útbreiðsla og fjölbreytileiki - Jörundur Svavarsson
- Verndun íslenskra votlenda - Gísli Már Gíslason
- Eldgos - Björn Oddsson
- Áhrif ösku á fólk - Kristín Vala Ragnarsdóttir
- Verndun og fjölbreytni flóru Íslands - Ólöf Birna Magnúsdóttir
- GPS mælingar á eldfjöllum - Sigrún Hreinsdóttir
- Eldgos - Björn Oddson
- Líffræðilegur fjölbreytileiki og dagur jarðar - Hrund Ólöf Andradóttir
- Örverur hér og þar - Ólafur S. Andrésson
- Erfðabreytileika innan tegunda á Íslandi - Snæbjörn Pálsson
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2010 | 15:56
Ljúgandi hræddur
Maður sér fyrir sér skelfingu lostna frummenn, hríðskjálfandi í norðanæðingi, virða fyrir sér öskumökkinn, eldingarnar og sjónarspilið. Maður getur svo sem alveg fyrirgefið þeim að hafa reynt að útskýra þetta á einhvern hátt, segja börnum sínum að þetta hafi verið geðveikur guð eða æstur ári. Hver veit nema á slíkir atburðir hafi orðið kveikja ótrúlegri sagna biblíunnar og annara trúarrita?
En mér er illskiljanlegt hvernig fólk í nútímanum getur verið svo fáfrótt um grundvallaratriði eins og eldgos. Veit Gaddafi um bráðið berg, landrek, setlög? Heldur hann kannski að jörðin sé flöt?
Hann virðist samt gera sér grein fyrir því að ekki sé allt með feldu:
Hann er jafnframt sagður hafa harmað hve Arabar væru skammt komnir í vísindaþróun.
Ég veit ekki hvað þarf til kippa Gaddafi úr dróma fáfræðinnar. Vísindi eru ekki einkamál vesturlandabúa, fræðimenn frá öllum heimshornum hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar og byggt upp þekkingu á eldgosum.
Upphlaup Gaddafi er ekki einstak, fyrir skemmstu var fyrirlestur "náttúrvættasérfræðings" sem hélt því fram að eldgos væru
...leið náttúrunnar til að vara mannskepnuna við og láta óánægju sína í ljós. Með þessum umbrotum er hún að segja okkur eitthvað og vara okkur við að fara yfir ákveðin mörk.
... Vasey segir að vitneskja mannfólksins um náttúruvættir standi djúpum rótum. Þannig hafi hún fylgt mannkyninu gegnum alla mannkynssöguna og um allan heim. Fyrr á tímum hafi fólk átt náið samstarf við þær; leitað til þeirra þegar reist voru hof, borgir byggðar og vegir lagðir. Vasey hyggst í dag meðal annars svara þeirri spurningu hvers vegna náttúruvættir hrinda náttúruhamförum af stað.
Er það eðlilegt viðbragð að spinna upp yfirnáttúrulegar skýringar þegar ofsamáttur náttúrunnar birtist okkur?
Með öðrum orðum, förum við að ljúga þegar við verðum hrædd?
![]() |
Öskuskýið var heilög refsing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 29.4.2010 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.4.2010 | 14:26
Líf á flúor
22.4.2010 | 10:40
Líffræðilegur fjölbreytileiki
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó