Leita í fréttum mbl.is

Fréttir, fréttamenn og ritskoðun

Opið samfélag byggir á góðri fréttamennsku, þar sem bent er á það sem aflaga fer, t.d. spillingu í stjórnsýslu, ofríki fyrirtækja, eða óeðlilegum hagsmunatengslum.

Það er mikilvægt að blaðamenn og almenningur geti kynnt sér mál, sett þau í samhengi og fylgt þeim eftir. Annars sleppa peningagráðugu ránfuglarnir úr snörunni. Gagnrýni á einstaklinga, fyrirtæki og félög sem halda fram bulli er skylda þegnanna og sérstaklega fréttamiðla.

Því miður erum við illa búin hérlendis. Fréttablöðin eru ekki með sérstaka vísindafréttamenn, og virðast  til í að prenta hvaða fréttatilkynningu sem er um hnykklækningar, olíumeðferðir, maðkasúpuseyði og detox (t.d.MMS steypuna). Það er meðvirkni.

Erlendis er sama barátta háð. Undanfarið ár hefur blaðamaðurinn Simon Singh staðið í málaferlum við bresku hnykklækningasamtökin sem voru ekki sátt við gagnrýni hans á auglýsingar samtakanna. Samtökin stefndu honum fyrir meiðyrði - en töpuðu málinu. Bendi á pistil Kristins Theodórssonar um þetta efni: Sigur vísindanna yfir kukli og ranghugmyndum og frétt the Telegraph Simon Singh wins key battle in alternative medicine libel case.

Þetta er ekki erlent vandamál, heldur fyrirbæri sem stuðlaði einng að hruni okkar. Það var þöggun í samfélaginu, og Kristinn G. Arngrímsson fyrrverandi blaðamaður tekur undir það: Morgunblaðið tók þátt í þögguninni.

Skylt efni:

högun tilrauna og smáskammta"lækningar"

nálastungur og pílukast.


Pastaóður Kristins

Þið verðið að kíkja á óð Kristins Theodórssonar til fljúgandi spaghetti skrímslisins.

Kveikjan að þessu er vitanlega skrif og samræður (frekar en rökræður!) Kristins og félaga við sköpunarsinna og "trúarfugla" eins og hann kallar þá (sjá t.d. Um heimildanotkun trúfugla - fyrsti hluti).

 

Lausnin er komin

Og hún er að drekka útþynnt DNA. Það er fullt af fólki sem gerir út á vanþekkingu annara. Nýjasta dæmið er Homeovitality . Vefsíðan lítur vísindalega út, á henni er fullt af fræðiorðum. tilvitnanir í ritrýndar greinar og bækur virtra fræðimanna og í...

Á leið í framhaldsnám

Atli Harðarson aðstoðarskólastjóri við fjölbrautarskóla Vesturlands benti á að, það vita allir nokkurn vegin hvað bankamenn gera, en hafa afar óljósa hugmynd um hvað raunvísindamenn gera, flestir unglingar þekkja þessi störf lítið. Sjá pistilinn...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband