13.4.2010 | 14:21
Á leið í framhaldsnám
Atli Harðarson aðstoðarskólastjóri við fjölbrautarskóla Vesturlands benti á að,
það vita allir nokkurn vegin hvað bankamenn gera, en hafa afar óljósa hugmynd um hvað raunvísindamenn gera, flestir unglingar þekkja þessi störf lítið. Sjá pistilinn Raunvísindi og líffræði
Nám í líffræði við HÍ er kjörin leið til að kynnast því hvernig það er að stunda vísindalegar rannsóknir. Ekki er verra að M.S. gráða í lífvísindum eða skyldum greinum og sérstaklega birtar vísindagreinar, opnar fólki leiðir í framhaldsnám erlendis. Þetta var leiðin sem mín út.
Það frábært tækifæri að fá að læra og starfa í bestu háskólum heims, kannski í iðandi stórborg eða spennandi háskólabæ. Nýverið komst Sara Sigurbjörnsdóttir líffræðingur inn í doktorsnám við sameindalíffræðistofnun Evrópu (EMBL). Hún fær að kynnast Heidelberg, einni af elstu og merkilegustu háskólaborg Evrópu.
Hún vann tvisvar í lottóinu, því hún fær að rannsaka þroskun og starfsemi gena í magnaðri tilraunalífveru, ávaxtaflugunni.
Fjallað var um þetta í fréttabréfi Verk og náttúruvísindasviðs HÍ.
Sara Sigurbjörnsdóttir, MS- nemi í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild hlaut á dögunum fullan styrk doktorsnáms við EMBL í Heidelberg í Þýskalandi. EMBL er
skammstöfun á Sameindalíffræðistofnun Evrópu (European Molecular Biology Laboratory). EMBL er með starfsemi á fjórum stöðum í Evrópu og koma starfsmenn víðs vegar að úr heiminum. Innan EMBL eru nokkrar mismunandi rannsóknadeildir þar sem boðið er upp á skammtímaverkefni (t.d. sérverkefni í grunnnámi), doktorsnám, nýdoktorastöður (postdoc), hópstjórastöður sem og afbragðsaðstöðu fyrir rannsóknafólk sem kemur til skemmri tíma í heimsóknir.
Þeir sem lokið hafa eins til tveggja ára rannsóknatengdu framhaldsnámi eftir BS- próf (MS eða fjórða árs verkefni) sameindalíffræði, lífefnafræði, efnafræði, eðlisfræði eða
skyldum greinum, geta sótt um doktorsnám hjá EMBL. Nemendur, sem teknir eru inn í námið, fá framfærslustyrk á meðan á námi stendur. Öll aðstaða er til fyrirmyndar, m.a. góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk og leikskóli á staðnum. Tekið er á móti umsóknum á eftirfarandi sviðum:
Sameindalíffræði (Molecular biology)
Líffræði stórsameinda (Structural biology)
Frumulíffræði (Cell biology)
Tölulegri líffræði (Computational biology)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2010 | 12:14
Meðvitund undir
Bjarni Helgason - listamaðurinn sem hannaði veggspjald Darwin daganna, Darwin bolina og kápu á bókina um Arfleifð Darwins, mun halda listasýningu í Iðu.
Hún hefst fimmtudaginn 15 apríl, kl 18.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2010 | 09:39
Örverur í Skaftárkötlum
11.4.2010 | 14:14
Athyglisvert orðalag
Dægurmál | Breytt 12.4.2010 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó