Leita í fréttum mbl.is

Á leið í framhaldsnám

Atli Harðarson aðstoðarskólastjóri við fjölbrautarskóla Vesturlands benti á að, 

það vita allir nokkurn vegin hvað bankamenn gera, en hafa afar óljósa hugmynd um hvað raunvísindamenn gera, flestir unglingar þekkja þessi störf lítið. Sjá pistilinn Raunvísindi og líffræði

Nám í líffræði við HÍ er kjörin leið til að kynnast því hvernig það er að stunda vísindalegar rannsóknir. Ekki er verra að M.S. gráða í lífvísindum eða skyldum greinum og sérstaklega birtar vísindagreinar, opnar fólki leiðir í framhaldsnám erlendis. Þetta var leiðin sem mín út. 

Það frábært tækifæri að fá að læra og starfa í bestu háskólum heims, kannski í iðandi stórborg eða spennandi háskólabæ. Nýverið komst Sara Sigurbjörnsdóttir líffræðingur inn í doktorsnám við sameindalíffræðistofnun Evrópu (EMBL). Hún fær að kynnast Heidelberg, einni af elstu og merkilegustu háskólaborg Evrópu.

Hún vann tvisvar í lottóinu, því hún fær að rannsaka þroskun og starfsemi gena í magnaðri tilraunalífveru, ávaxtaflugunni.

Fjallað var um þetta í fréttabréfi Verk og náttúruvísindasviðs HÍ.

Sara Sigurbjörnsdóttir, MS- nemi í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild hlaut á dögunum fullan styrk doktorsnáms við EMBL í Heidelberg í Þýskalandi. EMBL er
skammstöfun á Sameindalíffræðistofnun Evrópu (European Molecular Biology Laboratory). EMBL er með starfsemi á fjórum stöðum í Evrópu og koma starfsmenn víðs vegar að úr heiminum. Innan EMBL eru nokkrar mismunandi rannsóknadeildir þar sem boðið er upp á skammtímaverkefni (t.d. sérverkefni í grunnnámi), doktorsnám, nýdoktorastöður (postdoc), hópstjórastöður sem og afbragðsaðstöðu fyrir rannsóknafólk sem kemur til skemmri tíma í heimsóknir.
Þeir sem lokið hafa eins til tveggja ára rannsóknatengdu framhaldsnámi eftir BS- próf (MS eða fjórða árs verkefni) sameindalíffræði, lífefnafræði, efnafræði, eðlisfræði eða
skyldum greinum, geta sótt um doktorsnám hjá EMBL. Nemendur, sem teknir eru inn í námið, fá framfærslustyrk á meðan á námi stendur. Öll aðstaða er til fyrirmyndar, m.a. góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk og leikskóli á staðnum. Tekið er á móti umsóknum á eftirfarandi sviðum:
• Sameindalíffræði (Molecular biology)
• Líffræði stórsameinda (Structural biology)
• Frumulíffræði (Cell biology)
• Tölulegri líffræði (Computational biology)

Meðvitund undir

Bjarni Helgason - listamaðurinn sem hannaði veggspjald Darwin daganna, Darwin bolina og kápu á bókina um Arfleifð Darwins, mun halda listasýningu í Iðu.

medvitund.jpg Hún hefst fimmtudaginn 15 apríl, kl 18.


Örverur í Skaftárkötlum

Rúv sagði i gær frá rannsókn Viggós Marteinssonar og samstarfsmanna á lífríkinu undir Vatnajökli. Nánar tiltekið skoðuðu þeir sýni úr Skaftárkötlum, sem er undir 300 þykkum ís. Þéttnin örvera var umtalsverð, en það sem vekur athygli er að ríkjandi...

Athyglisvert orðalag

Yfirhylming kaþólsku kirkjunar á kynferðisglæpum sem hempuklæddir fulltrúar hennar hafa stundað er einn mesti skandall samtímans. Sinead O´connor var fórnarlamb slíks ofbeldis, og reif mynd af páfa í beinni útsendingu í sjónvarpi, til að benda fólki á að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband