10.4.2010 | 11:39
Vagga mannkyns
Á nítjándu öld voru flestir vestrænir vísindamenn sannfærðir um að maðurinn væri ættaður frá Evrópu. Fundist höfðu leifar fornmanna í hellum víðsvegar um Evrópu.
Darwin benti á að miðað við núlifandi tegundir, þá svipaði okkur mest til simpansa og górilla. Báðar þær tegundir eru bundnar við Afríku, og því taldi hann líklegast að uppruna mannsins væri á því meginlandi.
Röksemd Darwins byggðist á landfræðilegri dreifingu lífvera. Hann hafði tekið eftir ákveðnu mynstri í dreifingu lífvera. Steingervingar í suður Ameríku voru svipaðir lifandi tegundum sem byggðu álfuna. Finkurnar á Galapagoseyjaklasanum voru allar náskyldar. Að auki svipaði finkunum á Galapagos mest til fugla í Ekvador, sem er það land suður Ameríku sem er landfræðilega nálægast. Þetta á sér mjög eðlilegar skýringar. Í fyrsta lagi setur dreifingargeta lífvera þeim skorður, það tæki Geldingahnapp töluverðan tíma að þekja Surtsey, jafnvel þótt jarðvegur eyjarinnar væri frjósamur. Í öðru lagi draga farartálmar eins og höf, jöklar og ár úr flutningi lífvera. Allt þetta mótar dreifingu núlifandi tegunda, og þróun og útbreiðslu tegundanna í gegnum jarðsöguna.
Australopithecus africanus Mynd frá Maropeng.
Eftir að vísindamenn brutu odd af vestrænuoflæti sínu hófu gröft í Afríku komu dásamlegir steingervingar í ljós, flestir í mið eða suður Afríku (t.d í Olduvai lægðinni). Fundur Australopithecus sediba er bara nýjasta viðbótin við þann aragrúa manntegunda sem við þekkjum. Það er að koma betur og betur í ljós að fjölbreytileikinn í ættartré okkar hefur verið umtalsverður. Steingervingasagan sýnir okkur að við áttum nokkra tugi ættingja. Einnig er ljóst að sumir þessara ættingja deildu jörðinni með okkur, fyrir kannski 30000 árum.
Væri ekki frábært ef margar tegundir manna byggju á jörðinni?
Ítarefni:
Við ræddum um fund Australopithecus sediba í pistlinum 9 ára drengur fann nýja manntegund.
Ég bendi ykkur sérstaklega á Maropeng - sýningu um vöggu mannkyns.
![]() |
Smátenntir, leggjalangir og breiðir til mjaðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2010 | 10:01
9 ára drengur fann nýja manntegund
Matthew Berger, níu ára drengur í Suður Afríku var að elta hundinn sinn, féll um koll og...fann steingerða hauskúpu.
Pabbi, ég fann steingerving - kallaði hann.
Í ljós kom að þessi um tveggja milljón ára hauskúpa var af barni, líklega litlu eldra en Matthew, og að hún tilheyrir áður óþekktri manntegund (hominid). Einnig fannst önnur höfuðkúpa sömu tegundar á svæðinu (Malapa hellinum fyrir norðan Jóhannesarborg). Tegundin er náskyld Lucy, og hlaut hafnið Australopithecus sediba. Greint er frá uppgötvuninni í Science sem kemur út í dag (mynd af vef Science).
Svona frásagnir eru algengari í ævintýrabókunum, um fimm fræknu, Tom Swift eða Frank og Jóa. En Matthew var ekki á þessum slóðum fyrir tilviljun, faðir hans Lee Berger er steingervingafræðingur sem var einmitt að leita að sýnum á þessu svæði.
Í steingervingafræði skiptir nefnilega öllu máli að velja rétt jarðlög og svæði til rannsókna. Ef þú vilt finna tegundir sem eru skyldar fyrstu ferfætlingunum, þarftu eldri jarðlög (það leiddi Neil Shubin og félaga til norður Canada, þar sem þeir fundu Tiktaalik). Ef þú hefur áhuga á að finna leifar manntegunda, þá er sniðugast að leita í 0-7 milljón ára gömlum setlögum eða hellum í Afríku.
Það kemur í ljós að svæðið sem Berger feðgar og samstarfsmenn voru að skoða er mjög auðugt af steingervingum. Það virðist sem hópu lífvera hafi leitað inn í helli, og líklega hrapað til bana. Það fundust leifar af sverðtígrisdýrum, antilópum og hýenum, en engin beinanna báru þess merki að lífverurnar hefðu verið étnar (tennur skilja eftir sig skrapför á beinum!). Það er líklegast að ormar og skordýr hafi hreinsað af beinunum, og að flóð hafi skolað leifunum og kalkríkum sandi í poll. sem eru kjöraðstæður fyrir myndun steingervinga.
Ítarefni (bætt við eftir á):
- Úr New York Times and
- New Hominid Species Discovered in South Africa
úr Science (9 apríl 2010).
- Australopithecus sediba: A New Species of Homo-Like Australopith from South Africa
- L. R. Berger et al.
- Geological Setting and Age of Australopithecus sediba from Southern Africa
- P. H. G. M. Dirks et al.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2010 | 11:12
Varnir gegn sýkingum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2010 | 13:18
Grænir dagar, ár og aldir
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó