6.4.2010 | 10:18
Meðvitund um náttúruna
Stóra kóralrifið við strendur Ástralíu er eitt af 7 náttúru-undrum veraldar. Mér finnst frábært að forsetisráðherra Ástralíu og þjóðin öll skuli vera svona meðvituð um náttúruna. Það væri gaman ef við Íslendingar stæðum jafn þétt um Þjórsárver, Snæfell, Þeystareyki og Hveravelli.
Kóralrif byggjast upp af grynningum, t.d.við strendur eyja, og geta orðið verulega gömul.
Charles Darwin tók eftir því hvernig margar eyjar í Kyrrahafi voru umlukin kóralrifi. Sumar eyjarnar voru nýjar, höfðu orðið til vegna eldvirkni. Þær voru með unga umgjörð kóralrifs.
Eldri eyjar voru farnar að sökkva, eldfjallið orðið að aflíðandi hæðum. Kóralrifin voru farin að hlaðast upp á grunnsævinu og orðin verulega þykk.
Elstu rifin voru þau sem mynduðu einfaldan hring, og í miðjunni var gat þar sem eyjan hafði verið. Dæmi um þessi þrjú stig má sjá í bók um dýrafræði (Manual of Zoology, eftir Henry Alleyne Nicholson 1880).
Jarðfræði Charles Lyell var Darwin einmitt innblástur á hringferð sinni um hnöttinn.
Darwin áttaði sig á óravíddum tímans, og hvernig breytingar verða á náttúrulegum fyrirbærum í tímans rás. Það var kveikjan að þróunarkenningunni, og einnig tilgátu Darwins um tilurð kóralrifja.
Merkilegt er hvað fáir bókstafstrúarmenn leggja sig í líma við að kasta rýrð á kóralrifskenningu Darwins. Hvað ef maðurinn væri kominn af kóral en ekki apa?
![]() |
Rudd vill draga menn til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2010 | 13:03
Arfleifð daga Darwins
Á síðasta ári voru 200 frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár liðin frá útgáfu bókar hans um Uppruna tegundanna. Darwin var einn mesti náttúrufræðingur sögunnar og í bók sinni setti hann fram þróunarkenninguna og útskýrði hvernig lífverur hafa í tímans rás tekið breytingum, og lagast að umhverfi sínu.
Af því tilefni stóðu nokkrir aðillar fyrir ritgerðarsamkeppni meðal framhaldsskólanema, málþingi um eðli mannsins og fyrirlestraröð um þróun lífsins (Heimasíða verkefnisns er Darwin.hi.is).
Síðasta verkefni okkar af þessu tilefni er ritgerðarsafn, sem fjallar á víðum nótum um kenningu Darwins, þróun lífsins og áhrif þróunarkenningarinnar á menningu.
Á næstu vikum mun ég kynna kafla bókarinnar, ræða um forsíðuna og segja frá því sem við höfum lært á ritstjórnarferlinu.
Eitt það erfiðasta við bókaútgáfu er að ákveða titil. Við gerum miklar kröfur til titla, um að þeir séu aðlaðandi, stuttir, hnyttnir og hlaðnir merkingu. Ritnefndinn og íslenskumaðurinn sem var okkar stoð og stytta, velti upp mörgum mögulegum titlum. Voru þeir flestir langir, loðnir og slæmir.
Að endingu sættumst við á:Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning.
Kápan verður hönnuð af Bjarna Helgasyni sem einnig gerði veggspjaldið fyrir Darwin daganna 2009.
Arfleifð Darwins | Breytt 18.10.2010 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 12:30
Einkaleyfi á breytileika í erfðaefni
1.4.2010 | 11:56
10 ára erfðamengi
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó