7.4.2010 | 13:18
Grænir dagar, ár og aldir
Samtök nemenda í umhverfis og auðlindafræði við HÍ (GAIA) standa fyrir grænum dögum, 7-9 apríl. Þema daganna er líffræðilegur fjölbreytileiki The International Year of Biodiversity sjá einnig Frétt um líffræðilega fjölbreytni.
Á dagskránni eru margskonar viðburðir, fataskiptimarkaður, kvikmyndasýningar og málþing. Dagskránna má nálgast á vef GAIU.
Umhverfisfræðin var eitt af mínum uppáhaldsfögum í líffræðinni, en á endanum ákvað ég að einbeita mér að þróun og erfðum. Kanadískur vinur minn sagðist hafa gefist upp á umhverfisfræði út af pólitíkinni, fræði og þekking væru iðullega trompuð af hagsmunum iðnfyrirtækja, sveitarfélaga og stjórnmálaafla.
Nýverið lauk ég við að lesa Mannlausa veröld ( The World Without Us - Alan Weisman) í þýðingu Ísaks Harðarssonar (rætt í Plastfjallinu). Það var alltaf hugmyndin að gera bókinni betri skil hérna. Altént, aðalhugmyndin í henni er sú að lífið á jörðinni væri betur sett ef maðurinn gufaði upp. Áhrif okkar á umhverfið eru margþætt og yfirgengileg, vistkerfi hnigna, tegundir deyja út og heilu landsvæðin breytast í auðn.
Ég er ekki að hvetja til þess að maðurinn fremji eitt allsherjar Harakiri (það eru þó hópar sem predika það!) en við eigum að geta lifað í meiri sátt við náttúruna.
Grænir dagar eru ágætir, en væri ekki frábært að hafa græna öld?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.4.2010 | 10:18
Meðvitund um náttúruna
Stóra kóralrifið við strendur Ástralíu er eitt af 7 náttúru-undrum veraldar. Mér finnst frábært að forsetisráðherra Ástralíu og þjóðin öll skuli vera svona meðvituð um náttúruna. Það væri gaman ef við Íslendingar stæðum jafn þétt um Þjórsárver, Snæfell, Þeystareyki og Hveravelli.
Kóralrif byggjast upp af grynningum, t.d.við strendur eyja, og geta orðið verulega gömul.
Charles Darwin tók eftir því hvernig margar eyjar í Kyrrahafi voru umlukin kóralrifi. Sumar eyjarnar voru nýjar, höfðu orðið til vegna eldvirkni. Þær voru með unga umgjörð kóralrifs.
Eldri eyjar voru farnar að sökkva, eldfjallið orðið að aflíðandi hæðum. Kóralrifin voru farin að hlaðast upp á grunnsævinu og orðin verulega þykk.
Elstu rifin voru þau sem mynduðu einfaldan hring, og í miðjunni var gat þar sem eyjan hafði verið. Dæmi um þessi þrjú stig má sjá í bók um dýrafræði (Manual of Zoology, eftir Henry Alleyne Nicholson 1880).
Jarðfræði Charles Lyell var Darwin einmitt innblástur á hringferð sinni um hnöttinn.
Darwin áttaði sig á óravíddum tímans, og hvernig breytingar verða á náttúrulegum fyrirbærum í tímans rás. Það var kveikjan að þróunarkenningunni, og einnig tilgátu Darwins um tilurð kóralrifja.
Merkilegt er hvað fáir bókstafstrúarmenn leggja sig í líma við að kasta rýrð á kóralrifskenningu Darwins. Hvað ef maðurinn væri kominn af kóral en ekki apa?
![]() |
Rudd vill draga menn til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2010 | 13:03
Arfleifð daga Darwins
Arfleifð Darwins | Breytt 18.10.2010 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2010 | 12:30
Einkaleyfi á breytileika í erfðaefni
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó