Leita í fréttum mbl.is

Kröfur til akademískra starfsmanna

Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Hjúkrunarfræðideild HÍ sendi góðan pistil á starfsmenn HÍ fyrr í dag. Hann gaf góðfúslegt leyfi fyrir því að ég endurprentaði hluta úr greininni hér.

Áhyggjuefni er hve takmarkaðar formlegar kröfur Háskóli Íslands gerir við ráðningu akademískra starfsmanna. Lögum og reglum samkvæmt er deildum enn heimilt að ráða lektora til starfa sem ekki hafa þá rannsóknaþjálfun sem felst í doktorsnámi. Dæmi eru jafnvel um að ráðnir hafi verið lektorar sem ekki luku rannsóknarritgerð í meistaranámi sínu (en skrifuðu í staðinn yfirlitsritgerð). Meira að segja leyfa lög og reglur Háskólans að dósentar og prófessorar séu ráðnir til starfa án þess að hafa doktorsmenntun. Um þetta segir í 16. grein laga um opinbera Háskóla: „Þeir sem hljóta akademískt starf við háskóla eða háskólastofnun skulu hafa lokið meistaraprófi hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar.“ 41. grein reglna Háskóla Íslands er nánast samhljóða en þar segir: Þeir sem hljóta akademískt starf við háskólann eða stofnun hans skulu hafa lokið meistaraprófi hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar...

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Háskólinn hefur sett sér stefnu um að komast í hóp 100 bestu háskóla heims. Þessir 100 háskólar (og raunar miklu fleiri skólar) gera almennt þá kröfu til lektora að þeir hafi lokið doktorsnámi í fræðigrein lektorsstöðunnar. Sama er að segja um forstöðumenn rannsóknastofnana. Að ekki sé talað um ráðningu eða framgang dósenta og prófessora. Ástæðan er einföld: Sterkt samband er milli menntunarstigs og rannsóknarvirkni. Þeir sem ekki hafa lokið doktorsnámi skila mun minni árangri í rannsóknum en þeir sem doktorsmenntun hafa. Raunar er menntunarstig kennara og sérfræðinga einn sterkasti mælikvarði á rannsóknaárangur háskóladeilda og rannsóknastofnana. Torsótt verður fyrir Háskólann að komast í hóp 100 bestu háskóla heims ef hann setur sér ekki og framfylgir því viðmiði almennt, að þeir sem ráðnir eru í starf háskólakennara eða forstöðumanns rannsóknastofnunar hafi doktorsmenntun.

 

Það var ekki fyrr en síðdegis að ég fór á vef HÍ og sá frétt um ráðningu Ástu Möller. Það er mögulegt að það hafi verið kveikjan að pistli Rúnars (þó ég geti ekkert um það fullyrt). Hann gætir þess altént að móðga ekki nýja stjórnandanna beint...

Framangeind orð eru sögð með fullri virðingu fyrir öllum þeim einstaklingum sem sótt hafa um og fengið téðar stöður. Vandinn er ekki þeirra heldur skólans sjálfs og þeirra sem ábyrgð bera á ráðningarmálum skólans.

 

 

Mér þætti reyndar gaman að vita hvernig þessi ráðning sé fjármögnuð, því nú verður 10% niðurskurður á fjármagni til HÍ. Ætli peningurinn fáist ekki með því að skera niður þá sem gagnrýna...úps.


Leiðni í hjarta og gáttaflökt

Hjartavernd kom að nýrri rannsókn á erfðaþáttum sem hafa áhrif á leiðni í hjarta. Úr fréttatilkynningu:

Innra leiðslukerfi hjartans hefur verið rannsakað með hjartalínuritum í yfir 100 ár og er það eitt af mikilvægari tækjum í hefðbundinni læknisfræði í dag. Ítarlegri þekking á þeim þáttum sem stýra innri leiðslu og samdrætti hjartans opna fyrir nýja möguleika til að greina fyrr alvarlegar hjartsláttartruflanir eins og gáttaflökt en 5 af þessum genasvæðum sem fundust í erfðamenginu tengjast eðlilegri leiðni í hjartanu og einnig gáttaflökti.

Það þurfti sýni upp á 29000 manns til að finna erfðaþættina, sem sýnir að áhrifin eru fjarska veik! Engu að síður veita niðurstöðurnar innsýn í eðli hjartsláttar, og leiðni í vefnum. Af erfðaþáttunum 9 með voru tvö gen sem skrá fyrir jónagöngum. Það er forvitnilegt þar sem hjartsláttur byggir á leiðni, sem byggir á flæði jóna yfir himnur. Í erfðamengi okkar er hellingur af genum fyrir hin og þessi jónagöng, en rannsókn sem þessi getur bent á hvaða jónagöng starfa í hjarta.

Sex af hinum genunum reyndust vera þroskunargen, sem stuðla að skiptingu, sérhæfingu og viðhaldi vefja. Ein af rannsóknunum sem ég koma að hjá Decode fann einmitt þroskunargenið Pitx2, sem er einungis tjáð í annari hjartans og á síðasta ári fundu Hjartavernd og Decode sama genið ZFHX3. Allt eru þetta þroskunargen.

Úr tilkynningu Hjartaverndar:

Niðurstöður þessarar rannsóknar opna því hugsanlega fyrir nýja möguleika til að spá fyrir um hjartasláttartruflanir eins og gáttaflökt og þá um leið möguleika til að nýta niðurstöðurnar í fyrirbyggjandi læknisfræði. 

Vitanlega opnar rannsóknin möguleika, en það er langur vegur að fyrirbyggjandi læknisfræði. Það sem á eftir að rannsaka frekar er hvort að áhrif genanna séu í snemmþroskun eða hvort þau séu komi að viðhaldi vefja. Ef áhrifn eru á þroskaskeiði er enginn möguleiki á fyrirbyggjandi læknisfræði.

Ítarefni:

Genome-wide association study of PR interval Pfeufer og rúmlega 60 samstarfsmenn. Birt á vef Nature Genetics 10. jan. 2010 | doi:10.1038/ng.517.


Lífvera mánaðarins

Einn alskemmtilegasti vísindapenni sem ég veit um er Olivia Judson. Af einhverri ástæðu finnur hún alltaf skemmtileg viðfangsefni, eða tekst að gera öll viðfangsefni skemmtileg. Við höfum fylgst með skrifum hennar um nokkuð skeið. Judson gat sér gott orð...

Fyrsta fréttin um líffræðilega fjölbreytni

Sameinuðu þjóðirnar og fleiri aðillar standa fyrir því að tileinka árið 2010 alþjóðlegt ár líffræðilegrar fjölbreytni. Vefsíða verkefnisins er The International Year of Biodiversity Fjölbreytni er auðskilin, en hvað er líffræðileg fjölbreytni? Hún...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband