13.1.2010 | 09:49
Melrakkasetur
Melrakkinn er eina landspendýrið á Íslandi sem telst upprunalegt. Öll hin, mýs, hreindýr, rottur og minkar fluttust hingað fyrir tilstuðlan mannsins.
Heimskautarefir eru aðlagaðir lífsbaráttu á norðurhjara, þeir skipta t.d. um lit eftir árstíðum, sem er heppilegt fyrir rándýr á veiðum.
Myndir af vef melrakkaseturs.
Á Súðavík er nú starfrækt Melrakkasetur (www.melrakki.is), í samstarfi sveitarfélagsins, einkaaðilla og fyrirtækja. Ester Rut Unnsteinsdóttir líffræðingur er forstöðumaður. Hún hefur meðal annars unnið að rannsóknum á refum á Hornströndum og á hagamúsum á Kjalarnesi, hvorutveggja með Páli Hersteinssyni.
12.1.2010 | 13:20
Stórbrotið ferðalag kríunnar
Kríur (Sterna paradisaea) eru smáir fuglar (á milli 95-125 grömm) en engu að síður leggja þær undir sig rúmlega 20.000 km flug á milli heimskautanna.
Það tvennt sem kom mest á óvart við ferðalag kríunnar var millilending á miðju hafi (líklega til að birgja sig upp af orku) og síðan fluglínurnar. Fluglínurnar voru ekki beina, heldur kom í ljós að þær eru S laga, og fylgja ríkjandi vindastraumum á suður og norður Atlantshafi.
Að rannsókninni komu vísindamenn frá nokkrum löndum, meðal annars Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
Þar sem kríurnar eru svo léttar þurfti að gæta þess að staðsetningartækin væru ekki íþyngjandi. Sendarnir sem notaðir voru vega um 1.4 g, sem er samt 1% af þyngd. Okkur myndi svo sannarlega muna um 800 g sendi ólaðann við ökkla. Frekari útskýringar á aðferðum á finna á vefsíðu verkefnisins.
Myndir af vefnum www.Artictern.info.
Ítarefni á vef BBC - Arctic tern's epic journey mapped Jonathan Amos 11. janúar 2010.
Tracking of Arctic terns Sterna paradisaea reveals longest animal migration Carsten Egevang, Iain J. Stenhouse, Richard A. Phillips, Aevar Petersen, James W. Fox og Janet R. D. Silk, PNAS 2010.
Breyting: 13 janúar, mynd af kríu var skipt út. Tengill á eintak í betri upplausn.
![]() |
Óvenjulegt ferðalag kríunnar milli heimsskautasvæða kortlagt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 13.1.2010 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.1.2010 | 12:17
Erindi: Eitt um nýru, annað um skemmdan fisk
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2010 | 18:05
Langstökk eða hænuskref
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó