21.12.2009 | 17:46
Jólapistlar Prakkarans
Fyrir nokkru rakst ég á yndislegan pistil eftir Jón Steinar Ragnarsson, einnig þekktur sem prakkarinn á blog.is. Hann tekur fyrir rómantíska sýn okkar á lífið í gamla daga, dásamlega fátæktina og óbilandi vinnusemi og elju fólks sem barðist fyrir lífi sínu á mörkum hins byggilega heims. Lýsingar pattaralegra nútímamanna ná ekki að lýsa glæsileika fortíðar, O, sei sei. Það var nú í þá daga.
Jólamáltíðin var safaríkt lambslæri, sem móðir mín svaf með í 3 nætur til að þýða það, en of kalt var á bænum til að það þiðnaði öðruvísi. Það var alltaf mikil eftirvænting sem hríslaðist um börnin, þegar mamma lagðist með lærinu, því þá vissu menn að hátíð færi í hönd.
Prakkarinn er ekki einungis dásamlegur penni með skarpt skopskyn, heldur einnig mikill kveðskapar og listaáhugamaður. Jólin koma einnig við sögu í nýlegum pistli hans um enskt jólasjónvarp Við göngum himinveg.
Menning og listir | Breytt 23.12.2009 kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2009 | 12:51
Sardínugangan mikla
Í þáttaröðinni stórviðburðir í náttúrunni verður í kvöld fjallað um sardiníugönguna miklu. Þættirnir eru á dagskrá RÚV kl. 20:20 á mánudagskvöldum.
Hér var fjallað áður lítillega um stórviðburði í náttúrunni og ég get staðfest að tveir fyrstu þættirnir, um bráðnunina miklu á norður heimskautinu og laxagöngurnar í Alaska voru stórkostlegir.
Er ekki við hæfi að slaka aðeins á fyrir vetrarsólstöðurnar og rifja upp hvernig það er að borða sardínur...já og horfa á sardínur, og dýr að borða sardínur.
18.12.2009 | 10:34
Frábær rannsókn
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009 | 17:54
15 sígarettur leiða til einnar stökkbreytingar
Vísindi og fræði | Breytt 18.12.2009 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó