Leita í fréttum mbl.is

Jólapistlar Prakkarans

Fyrir nokkru rakst ég á yndislegan pistil eftir Jón Steinar Ragnarsson, einnig þekktur sem prakkarinn á blog.is. Hann tekur fyrir rómantíska sýn okkar á lífið í gamla daga, dásamlega fátæktina og óbilandi vinnusemi og elju fólks sem barðist fyrir lífi sínu á mörkum hins byggilega heims. Lýsingar pattaralegra nútímamanna ná ekki að lýsa glæsileika fortíðar, O, sei sei. Það var nú í þá daga.

Jólamáltíðin var safaríkt lambslæri, sem móðir mín svaf með í 3 nætur til að þýða það, en of kalt var á bænum til að það þiðnaði öðruvísi. Það var alltaf mikil eftirvænting sem hríslaðist um börnin, þegar mamma lagðist með lærinu, því þá vissu menn að hátíð færi í hönd. 

Prakkarinn er ekki einungis dásamlegur penni með skarpt skopskyn, heldur einnig mikill kveðskapar og listaáhugamaður. Jólin koma einnig við sögu í nýlegum pistli hans um enskt jólasjónvarp Við göngum himinveg.


Sardínugangan mikla

Í þáttaröðinni stórviðburðir í náttúrunni verður í kvöld fjallað um sardiníugönguna miklu. Þættirnir eru á dagskrá RÚV kl. 20:20 á mánudagskvöldum. 

Hér var fjallað áður lítillega um stórviðburði í náttúrunni og ég get staðfest að tveir fyrstu þættirnir, um bráðnunina miklu á norður heimskautinu og laxagöngurnar í Alaska voru stórkostlegir.

Er ekki við hæfi að slaka aðeins á fyrir vetrarsólstöðurnar og rifja upp hvernig það er að borða sardínur...já og horfa á sardínur, og dýr að borða sardínur.


Frábær rannsókn

Við þróunarfræði og vistfræðideild Chicagoháskóla er haldinn í hverri viku lesklúbbur um nýlegar rannsóknir í þróunarfræði. Þegar ég vann við deildina (2003 til 2006) var fundunum stjórnað af Janice Spofford, sem kallaði fundina hádegisljóma (Noon...

15 sígarettur leiða til einnar stökkbreytingar

Langflestar stökkbreytingar eru skaðlegar. Einhver hluti stökkbreytinga er hlutlaus, þ.e. hefur engin áhrif á starfsemi genanna og lífvænleika viðkomandi einstaklings. Mikill minnihluti stökkbreytinga er til bóta. Það er allt í lagi því náttúrulegt val...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband