16.12.2009 | 14:34
Sannleikurinn um þróun, ala laukurinn
Þrír virtir líffræðingar, og strákurinn úr "growing pains" fjalla um þróun.
Þetta minnir mig á atriði í The man of the year, þar sem spaugari sem Robin Williams leikur verður allt í einu forseti Bandaríkjanna.
Í einu atriðinu er verið að ræða Kastljós, þátt þar sem tveir aðillar eru fengnir inn til að ræða um eitthvað málefni. Ein persónan í myndinni segist ekki þola slíka þætti af því að í slíkum þáttum er báðum gert jafn hátt undir höfði, söguprófessornum og geðsjúklingnum sem dettur í hug að afneita helförinni.
Stundum leika fjölmiðlamenn þennan leik, lyfta undir sögusagnir eða halda uppi orðspori fólks sem er hreinlega ekki með báða fætur á jörðinni.
Fjölmiðlamenn verða að búa að grundvallarþekkingu um raunveruleikann. Það er freistandi að feta sanngirnisstíg milli ólíkra skoðanna, en það má ekki kasta rýrð á þekkt lögmál og staðreyndir. Þyngdaraflið er lögmál, þróun er lögmál, maðurinn er að rústa umhverfinu og sjúkdómar verða ekki læknaðir með milljarðafalldri þynningu á hrossataði.
Myndin er forsíða á lesbók lauksins, sem hittir stundum í mark.
Að auki vill ég benda á að í lauknum eru síðustu 4,5 milljarða ára gerð upp (ekki bara 2009), í frábærri 10 punkta syrpu. Nokkur sýnishorn.
Sumerians Look On In Confusion As Christian God Creates World
Dinosaurs Sadly Extinct Before Invention Of Bazooka
Rat-Shit-Covered Physicians Baffled By Spread Of Black Plague
New 'War' Enables Mankind To Resolve Disagreements
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.12.2009 | 10:21
Erindi: Mjölhaus á föstudaginn
Bogi Andersen vinnur við Læknisfræði- og Lífefnafræðideildir Kaliforníuháskóla í Irvine (Departments of Medicine and Biological Chemistry, University of California, Irvine).
Hann hefur verið að rannsaka myndun þekjufruma, sem koma m.a. að þroskun hársekkja, mjólkurkirtla og augnaloka. Rannsóknirnar hafa leitt hann að umritunarþættinum Grainyhead (sem er kveikjan að titli pistilsins), og hann mun halda erindi næsta föstudag (18. des. 2009 kl 13:00 í 132 í Öskju). Titill erindisins er Grainyhead: an evolutionarily conserved transcription factor for epithelial barrier formation.
Myndin hér til hliðar er af mjólkurkirtlum 6 vikna gamallar músar. Mjólkurgangarnir eru litaðir með bláu, og þeir þræðast inn í vefinn og munu þannig geta safnað saman mjólk sem myndast allsstaðar í músabrjóstinu. Myndin er af síðu rannsóknastofu Boga og félaga.
Bogi er sannur íslendingur og tileinkar hluta vefsíðu rannsóknarhópsins sögunni, sýnir m.a. myndir af bernskuslóðunum í Vestmannaeyjum.
Vefur rannsóknastofu Boga Andersens.
15.12.2009 | 15:33
Kolkrabbar eru þrælsnjallir
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2009 | 11:42
Egill rokk
Vísindi og fræði | Breytt 16.12.2009 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó