Leita í fréttum mbl.is

Spurningar um líf og dauða

Hvers vegna lifa lífverur misjafnlega lengi?

Hvernig geta sumar lífverur svindað á dauðanum, með því að leggjast í dvala?

Hví lifa sumar flugur bara í einn dag, makast og deyja svo?

Hvernig getur fækkun hitaeininga lengt líf bæði orma og músa?

Geta hæfileikar sem nýtast ungiviði orðið þeim til trafala þegar þau fullorðnast?

Svörin við þessum spurningum liggja ekki á lausu, en hópur líffræðinga og lækna hefur á síðustu árum þokast nær, með smáum og oft tilviljanakenndum skrefum.

Einn fótvissasti vísindamaðurinn á þessu sviði er Linda Partridge, prófessor við Lundúnarháskóla. Hún mun fjalla um hina nýju líffræði öldrunar í fyrirlestri á morgun laugardaginn 28 nóvember kl 13:00 (í stofu 132 í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands - allir velkomnir).

Eftir margra áratuga þrotlausar rannsóknir hlýtur hún einnig laun erfiðs síns, í hennar skaut féllu fjögur glæsileg verðlaun á árinu.

2009. Darwin-Wallace medal, The Linnean Society of London

2009. Women of Outstanding Achievement award for Science Discovery, Innovation and Entrepreneurship, UKRC for Women - see www.ukrce4setwomen.org

2009 Royal Society Croonian Prize Lecture - see www.royalsociety.org

2009 Dame Commander of the British Empire, awarded for services to science


Lyfjafyrirtæki og blekkingar

Í framhaldi af fyrri umræðu hér um lyfjafyrirtæki og geðlyf vill ég benda lesendum á grein eftir Steindór J. Erlingsson, sem birtist í Fréttablaði dagsins (26 nóvember 2009).

Þar rekur hann svikamyllu GlaxoSmithKline lyfjarisans við markaðssetningu á SSRI lyfinu Seroxats.

Í fyrra birtust tvær vísindagreinar þar sem ítarlega er greint frá því hvernig GlaxoSmithKline (GSK) og forveri þess birti neikvæða rannsókn á virkni SSRI-lyfsins Seroxats sem „jákvæða“. Um er að ræða rannsókn nr. 329 á virkni Seroxats á þunglyndi í unglingum, sem birtist í Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry (JAACAP) árið 2001. Þar er því haldið fram að lyfið „sé áhrifaríkt á meiriháttar þunglyndi í unglingum og almennt vel þolað“.

Í umræddum greinum kemur hins vegar fram að rannsókn nr. 329, auk tveggja annarra, leiddi í ljós að Seroxat var ekki fremra lyfleysu í að meðhöndla þunglyndi í unglingum, auk þess hafði lyfið slæmar aukaverkanir. GSK hafði áhyggjur af því að þessar neikvæðu niðurstöður gætu dregið úr sölu lyfsins til fullorðinna einstaklinga. Því var ákveðið að birta rannsóknina sem „jákvæða“ og var almannatengslafyrirtæki, sem sérhæfir sig í læknisfræði, fengið til þess að skrifa grein um rannsóknina. Eftir að fyrsta uppkast fyrirtækisins lá fyrir gerðu hinir eiginlegu „höfundar“ rannsóknarinnar, 22 talsins, litlar efnislegar breytingar á greininni þar til handrit var sent til birtingar.

Með hliðsjón af þessum vinnubrögðum Glaxo er mjög eðlilegt að fólk sé tortryggið um starfsemi lyfjafyrirtækja.

Einnig hlýt ég sem vísindamaður að vera virkilega svekktur yfir því hvernig sumir vísindamenn (að nafninu til) láta nota sig (viljandi eða ekki?!).

Vissulega duga vísindin til þess að afhjúpa svona svik, en það má ekki kosta líf og útlimi.


Stofnun helguð heilbrigðri öldrun

Í hinum vestræna heimi er öldrun álitinn hinn mesti ógnvaldur. Læknavísindin og líffræðin hafa engar lausnir til að bægja frá öldrun, hrörnun og frelsa okkur frá dauða í eitt skipti fyrir öll. Dauðinn er nefnilega eitt af lögmálum lífsins. En er eitthvað...

Útgáfuafmæli - uppruna tegundanna 24 nóvember

Háskóli Akureyrar og Háskólinn á Hólum efna til ráðstefnu í tilefni 150 ára afmælis Uppruna tegundanna undir yfirskriftinni Undur náttúrunnar . Að tilefni afmælis Darwins og bókar hans er líka staðið fyrir fyrirlestraröð, næsta erindi fjallar um hina...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband