Leita í fréttum mbl.is

Uppruni tegunda á Íslandi

Allt síðan rit Darwins Uppruni tegundanna kom út 1859 má segja að rannsóknir á tegundamyndun myndi í vissum skilningi kjarna þróunarfræðinnar. Hugtakið tegund er enda sá mælikvarði breytileika og þróunar sem er flestum tamur. Rannsóknir á tegundamyndun miða að því að skilja hvað hefur leitt til aðskilnaðar tegunda annars vegar og hinsvegar hvað viðheldur aðskilnaði á milli nýrra tegunda eða stofna sem hafa aðskilist að hluta.

 

Rannsóknir á íslenskum ferskvatnsfiskum geta skipt miklu máli til að auka þekkingu okkar á þróun fjölbreytileika, afbrigðamyndun og á fyrstu skrefum tegundamyndunar. Á Íslandi eru ferskvatnskerfin ung og tegundafátæk. Á hinn bóginn er fjölbreytileiki búsvæða ferskvatnslífvera óvenjulega mikill á Íslandi vegna eldvirkni og sérstakrar jarðfræði landsins. Svo virðist sem samspil þessarar tegundafátæktar og fjölbreytilegra búsvæða hafi leitt til þess að mikill fjölbreytileiki hefur þróast innan tegunda á þeim stutta tíma síðan ferskvatnskerfin voru numin. Þennan mikla fjölbreytileika íslenskra ferskvatnsfiska má nýta til að prófa tilgátur um tilurð tegunda.

 

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir (forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum) og Bjarni K. Kristjánsson (dósent við Háskólann á Hólum) hafa rannsakað fjölbreytileika íslenska ferskvatnsfiska, sérstaklega á skyldleika afbrigða, samspil vistfræðilegra þátta og tilurð tegunda.

 

Þann 5 desember (kl 13:00) mun Guðbjörg halda erindi um uppruna tegunda á Íslandi. Fyrirlesturinn verður í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem fram fer haustið 2009 í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Charles Darwin. Dagskrá má nálgast á darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á íslensku.


Mikilvægi líffræði þorskins fyrir fiskveiðistjórnun

10 desember næstkomandi verður fundur um Atlantshafs þorskinn, breytileika í stofninum og mikilvægi fyrir stjórnun á nýtingu stofnsins (Atlantic cod: Intra-stock diversity and the implications for management).

Á fundinum munu innlendir og erlendir fræðimenn kynna rannsóknir sínar á þorskinum, í heildina verða 12 erindi (sjá dagskrá á vefsíðu marice.is). Erlendu gestirnir eru eftirfarandi.

Joanne Morgan mun ræða um breytileika í þorskstofnum við Nýfundnaland (Variation within populations of cod in the Newfoundland regio)

Mikko Heino fjallar um lífsöguþætti þorsksins við strendur Noregs (Life history variation in Atlantic cod along the Norwegian coast)

Ulf Dieckmann segir að þróunarfræðilega víddin hafi verið vanmetin í nútíma fiskifræði (The overlooked evolutionary dimension of modern fisheries)

 

Meðal fyrirlesara eru Guðrún Marrteinsdóttir, Einar Árnason,  Einar ræddi einmitt um þróun þorskstofnsins á Darwin dögunum í fyrri mánuði.


Neurosceptic fjallar um GSK á Íslandi

Í framhaldi af umræðu um þunglyndislyf vill ég benda á nýlega bloggfærslu, Big Pharma Drama in Iceland . Hér höfum við áður ( Þunglyndislyf og léleg tölfræði , Framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa , Bæklingurinn dreginn til baka , Svar GSK og...

Stórviðburðir í náttúrunni

Viðvörun, lifandi sjónvarpsefni kemur á skjáinn í kvöld. Alvöru raunveruleikaþáttur um stórviðburði í náttúrunni . Um er að ræða þáttaröð frá BBC um öfl náttúrunnar og hversu víðtæk áhrif þau hafa á lífríki og vistkerfi, jafnvel óraveg í burtu. Þulur er...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband