Leita í fréttum mbl.is

Undur náttúrunnar - 24 nóvember

Þriðjudaginn 24 nóvember 2009 verða 150 ár liðin frá útgáfu uppruna tegundanna. Að því tilefni efna Háskóli Akureyrar og Háskólinn á Hólum til ráðstefun undir heitinu Undur náttúrunnar.

Fyrirlestrarnir skiptast í nokkrar málstofur:

Náttúra Norðurlands: Svipmyndir úr dýraríki, jurtaríki og hinum hulda heimi örvera

Sameinaðir stöndum vér: Sambýli örvera, dýra og jurta í náttúru Íslands

Vor dýrasti arfur: Hlutverk erfða í þróun lífvera

Úrsmiðurinn blindi: Þróun mannsaugans, finkugoggsins og annarra furðuverka

Hvað þýðir þetta allt? Áhrif þróunarkenninga á hugmyndasögu og vísindaheimspeki

Dagskrá í heild sinni.

Meðal fyrirlesara er yðar auðmjúkur, Steindór J. Erlingsson og Hafdís Hanna Ægisdóttir, allt meðlimir í hófsama og handprjónandi armi Darwinistafélags Íslands. Hafdís mun tala um lífríki eyja bæði á þriðjudaginn og núna á laugardaginn (21 nóvember).

Leiðrétting:

Í fyrstu útgáfu af pistlinum var misritaður fjöldi ára frá útgáfu upprunans, hann er 150 ekki 200. Nafna er kærlega þökkuð ábendingin.


Mekka líffræðinga

Galapagos eyjar eru örugglega sá staður í veröldinni sem flestir líffræðingar myndu kalla sitt helga vé. Hlutleysi vísindanna er oft hampað en mannlegur breyskleiki hefur samt mikið að segja um framvindu mála. Á sama hátt hefur sköpunargáfa einstakra vísindamanna oft opnað mannlífinu
nýja heima og gefið okkur djúpstæðan skilning á lífi og náttúru.

Einn slíkur vísindamaður var Charles Darwin. Í ár höfum við fagnað afmæli hans, með pompi, prakt og fyrirlestrum.

Nafn Darwins er samofið Galapagos eyjaklasanum, sem skip hans hátignar HMS hvutti (Beagle) heimsótti árið 1835.

GalapagosKort

Mynd af vefsíðunni Galapagos.org.

Lífríki eyjaklasans er mjög sérstakt, sæljón, skjaldbökur, finkur og aðrir fuglar. Þar sjást mjög skýr merki um áhrif náttúrulegs vals, sérstaklega í útliti og lífsháttum finkanna, eins og Peter og Rosemary Grant ræddu um í sínum fyrirlestrum.

Það má þess vegna kalla Galapagos Mekka líffræðinga.

Nokkrir íslenskir líffræðingar hafa heimsótt eyjarnar, þar á meðal Hafdís Hanna Ægisdóttir líffræðingur. Næstkomandi laugardag fjallar hún um sérstöðu lífríkis eyja.


Lögmál erfðafræðinnar

Gregor Mendel eru eignuð fyrstu tvö lögmál erfðafræðinnar. Hið fyrsta er að genin séu eindir sem erfist frá föður og móður (þ.e. í tvílitna lífverum). Tvær eindir má finna í hverjum einstaklingi, og í hverri kynfrumu má finna aðra hvora eindina. Seinna...

Hin nýja líffræði öldrunar

Með hækkandi meðalaldri vestrænna þjóða fjölgar þeim sem þurfa að kljást við öldrunartengda sjúkdóma. Meðhöndlun við slíkum sjúkdómum er verulega erfið, m.a. vegna framvindu slíkra sjúkdóma og hversu flóknir þeir eru. Rannsóknir á öldrun gengu í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband