Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Krabbar, eyjur og nóbelsverðlaun

Mig langar til að benda ykkur á þrjú erindi um líffræðileg efni sem verða á næstunni.

Miðvikudaginn næsta (kl 16:00 í stofu 132) mun Óskar Sindri Gíslason flytja fyrirlestur til meistaraprófs í líffræði. Titillinn er grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: tímgun, lirfuþroskun og uppruni.

Grjótkrabbi er nýr landnemi við Ísland. Þessi norður-ameríska tegund fannst fyrst hér við land árið 2006, en fyrir þann tíma fannst tegundin aðeins við austurströnd Norður-Ameríku. Krabbinn hefur líklega borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni og miðað við stærð einstaklinga í stofninum hefur landnámið líklega átt sér stað fyrir a.m.k. 10 árum. Erfðabreytileiki íslenska stofnsins bendir til þess að hann hafi borist hingað frá Halifax eða Nýfundnalandi í Kanada.

19. nóvember, kl. 12:20. mun Sigurður Ingvarsson forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar á Keldum halda erindi um Nóbelsverðlaunin í líf- og læknisfræði 2009: Litningaendar og telómerasi.

Nóbelsverðlaunin í líf- og læknisfræði 2009 skiptust jafnt á milli Elizabeth H. Blackburn (University of California, San Francisco), Carol W. Greider (John Hopkins University School of Medicine, Baltimore) og Jack W. Szostak (Harvard Medical School Boston; Howard Hughes Medical Institute). Verðlaunin voru veitt fyrir uppgötvun á byggingu og starfsemi litningaenda og ensímsins telómerasa.

Sjá eldri pistil um nóbelsverðlaunin í læknifræði 2009, og nánari umfjöllun.

Í þriðja lagi mun Hafdís Hanna Ægisdóttir halda fyrirlestur laugardaginn 21 nóvember (kl 13:00) um Lífríki eyja

Allt frá tímum Darwins og heimsóknar hans til Galapagoseyja hafa eyjar vakið athygli fyrir sérstætt plöntu- og dýralíf. Tröllvaxin skriðdýr og skordýr, ófleygir fuglar og sérstæðar plöntur finnast á mörgum eyjum. Þessi sérkenni lífríkja eyja gera þær að vinsælum vettvangi þróunarfræðirannsókna.


Bólusetningamýtur á visindin.is

Vísindin.is eiga hrós skilið fyrir að hafa rætt um mýtur varðandi H1N1 bólusetningar og svínaflensuna. Pistillinn er byggður á grein úr New Scientist,

Umræðan í kjölfarið hefur verið óvenju snörp. Fólk krefst þess að greinin sé dregin tilbaka, án þess að geta fært rök fyrir þeirri kröfu.

Varðandi mýtu 2. Þetta er bara væg flensa. Dauðsföllin eru meira að segja færri en þegar venjuleg flensa á í hlut.

Dánartíðnin er hærri hjá yngra fólki. Mynd af vef New Scientist.

NewScientistH1N1


Vilja að Ísland allt fái umhverfisvottun

Frá því var greint í fréttablaði dagsins (16 nóvember 2009) að verið er að spá í að fá umhverfisvottun á allt Ísland. Úr fréttinni: Umhverfismál Líffræðingarnir Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands hafa sett fram...

Lífríki eyja: sérstaða og þróun

Þann 21. nóvember mun Hafdís Hanna Ægisdóttir halda erindi er nefnist Lífríki eyja: sérstaða og þróun . Allt frá tímum Darwins og heimsóknar hans til Galapagoseyja hafa eyjar vakið athygli fyrir sérstætt plöntu- og dýralíf. Tröllvaxin skriðdýr og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband