Leita í fréttum mbl.is

Lítil umræða um mikilvægt málefni

Á morgun mun Einar Árnason fjalla um breytingar á þorskstofninum í kjölfar fiskveiða, erindið hefst kl 13:00 og er öllum opið.

Eftir að grein Einars Árnasonar og félaga um Pan 1 í þorskinum var dálítil umræða í fjölmiðlum um það hvort að áhrif veiða á þorskstofninn.

Í fréttum Rúv 3 júní 2009, var rætt við Einar Hjörleifsson á Hafrannsóknarstofnun - Rannsókn Einars tekin alvarlega (dálítið ruglingslegt, Einar að tala um Einar). Þar sagði meðal annars:

Einar segir að Einar Árnason gangi út frá þeirri tilgátu að ákveðin erfðaefni séu að tapast úr stofninum tiltölulega hratt. Sé það rétt sé ástæða til að skoða það alvarlega. Ætlunin sé að skoða greinina alvarlega og kanna hvort hún standist þær forsendur sem þurfi að gefa sér í svona rannsóknum og athuga hvert sé næsta skref í rannsókninni.

Nú má skilja á þessari grein, að fari eins og höfundarnir gera ráð fyrir, verði útilokað að veiða þorsk á grunnslóðinni við Ísland. Gefa rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar tilefni til að trúa þessu eða hvað þarf að gera til að ganga úr skugga um hvort þessi hætta vofi yfir?

Einar segist þurfa meiri tíma til að fara yfir þessar niðurstöður og tala við erfðafræðinga innan stofnunarinnar. Eðlilegt sé að skoða þessa greiningu í samhengi við lengri sögu en liggi undir í þessari rannsókn. Einar Árnason fjalli fyrst og fremst um það sem gerst hafi frá 1990. Allir viti hins vegar að veiðar á grunnslóð hafi staðið yfir í marga áratugi.

Ekki virðist sem Rúv hafi fylgt málinu frekar eftir.

Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnun véfengdi ályktanir Einar Árnasonar og vísar þar til breyttra leiða við skráningu á afla (í viðskiptablaðinu) - Mistúlkun gagna og ókunnugleiki 4.6.2009.

Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun véfengir niðurstöður þorskrannsókna Einars Árnasonar prófessors og fleiri um að yfirvofandi brestur sé í þorskstofninum á grunnslóð.

Óhætt er að segja að niðurstöður rannsókna um þorskstofninn, sem Einar Árnason prófessor í þróunar- og stofnerfðafræði við Háskóla Íslands stjórnaði hafi vakið mikla athygli og jafnvel ugg. Þar var sagt að sú arfgerð þorskstofnsins sem héldi sig á grunnsævi myndi smám saman hverfa á næstu árum vegna of mikils veiðiálags. Hafrannsóknastofnun er ekki sammála þessum niðurstöðum.

Björn Ævarr Steinarsson fiskifræðingur og sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun segir í nýjustu Fiskifréttum að mistúlkun gagna og ókunnugleiki valdi því að ástæða sé til að vefengja niðurstöðurnar.

Björn Ævarr bendir á að það sé mistúlkun á gögnum þegar höfundar segi að sókn í þorsk sé mest á grunnslóð almennt og vitni til greiningar Guðrúnar Marteinsdóttur og Gavin Begg frá árinu 2003. Björn segir að sú greining gefi ekki tilefni til slíkrar ályktunar.

Þá vitni skýrsluhöfundar í það að sókn hafi aukist á grunnslóð á línu- og handfærum um og eftir árið 2000. Vegna ókunnugleika á afladagbókum átti skýrsluhöfundar sig ekki á því að frá og með árinu 2000 hafi bátum undir 10 brúttórúmlestum verið gert skylt að skila afladagbókum. Afladagbækurnar endurspegli þá breytingu.

Þessi munur á afladagbókunum útskýrir samt ekki mynstrið í erfðabreytileika þorskins.

Ótrúleg en samt náttúruleg greind

Um helgina síðustu fluttu Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason ljómandi skemmtilegan fyrirlestur um þróun atferlis. Fyrirlesturinn var skurðpunktur líffræðiráðstefnunar 2009 og Darwin daganna 2009. 400px-Satyr_Tragopan_Osaka

Hrefna og Sigurður gáfu fádæma gott yfirlit um atferlisfræðina og hvernig ákveðin hegðun getur hafa orðið til vegna náttúrulegs vals. Þau tóku fjölda dæma, um skrautleg karldýr, fórnfýsi ættingja og greind dýra. Það er ekki eins og bara menn geti hugsað rökrétt og leyst þrautir, dýr, jafnvel fuglar geta það líka.

Því miður gafst þeim ekki tími til að sýna myndbönd af hegðun dýranna, en hér að neðan eru tenglar á nokkur slík.

Ættingi fasana (Tragopan satyra - einnig á mynd til hliðar) er með fádæma skraut og mjög aðlaðandi hegðun.

Hrafn leysir vandamál sem hann hefur aldrei kynnst áður, kráka beygir vír og hinn heimsfrægi páfagaukur Alex, þjálfaður af Irene Pepperberg á MIT.

Næsti fyrirlestur í röðinni verður nú á laugardaginn (14 nóv. kl 13:00 í Öskju). Þá mun Einar Árnason fjalla um val vegna fiskveiða.


Málgleði tengd tjáningu gena

Meðal fólks finnast margskonar mál og talgallar. Ákveðin hópur málgalla er tilkomin vegna stökkbreytinga í FOXP2 geninu. FOXP2 er virkjað í heila og myndar prótín sem stjórnar tjáningu annara gena. Það er kallað genatjáning þegar RNA afrit er myndað...

Mistök háskólaráðs

Síðasta fimmtudag 12 nóvember samþykkti Háskólaráð breytingar á matskerfi HÍ. Vísindanefndin hafði unnið í nokkur ár að nýju matskerfi og komist að ágætri málamiðlun. Síðan tóku sviðsforsetar HÍ, ásamt rektor og hennar innsta hring og breyttu matskerfinu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband