Leita í fréttum mbl.is

Ó nei stökkbreyting

Það þýðir að það sé breytileiki í stofninum, og að breytileikinn sé arfgengur. Að auki standa veirurnar lyfjagjöf misjafnlega af sér. Hér er öllum forsendum náttúrulegs vals fullnægt.

1. Það er breytileiki,

2. breytileikinn erfist,

3. einstaklingar (veirur) eignast mismörg afkvæmi (fleir veirur)*,

4. að auki er barátta fyrir lífinu, sumir einstaklingar standa sig betur en aðrir.

Þar af leiðir vitum við að H1N1 mun þróast, vegna náttúrulegs vals. Við munum sjá önnur afbrigði, sum lyfjaþolin en líklega fleiri vægari einnig (sbr Svínahvað og hróp um úlfFljúgandi píanó veiran).

Þótt að sú tilgáta að Shiva hafi skapað svínaflensuna, eða aðrar samsæriskenningar séu vitanlega spennandi, þá höfum við hér einfalda skýringu á fyrirbærinu. Er ekki best að nota hana sem grundvöll að þróun lyfja gegn veirunni?

* Gunnar Th. Gunnarsson, benti á að það væri ekki til siðs að tala um afkvæmi veira. Liffræðingar þrasa um hvort veirur séu lífverur eða ekki. Er viðeigandi að tala um lífsferil veira eða ekki? Meira um þessa spurningu síðar.


mbl.is Fyrsta tilfelli svínaflensu sem lyf virka ekki á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun atferlis

Næsti fyrirlestur á vegum Darwin daganna 2009 skarast við líffræðiráðstefnuna. Það er ekki tilviljun, enda eru þróunarfræðin mikilvægur hluti af líffræðirannsóknum nútímans. Erindið heitir þróun atferlis, og kemur í kjölfar leiftrandi erindis sem Joe Cain flutti síðasta laugardag um rannsóknir Darwins á vitsmunum mannsins. Það verður flutt af Hrefnu Sigurjónsdóttur og Sigurði Snorrasyni.

Atferlisfræðin er eitt áhugaverðasta en um leið eitt flóknasta svið líffræðinnar. Viðunandi skilningur á atferli dýra byggist á að það sé skoðað frá sjónarhóli erfða- og þroskunarfræði, lífeðlisfræði, vistfræði, þróunarsögu og þróunarlíffræði. Í fyrirlestrinum munu Sigurður og Hrefna leitast við að skýra þessa samþættu sýn og setja hana í sögulegt samhengi. Áhersla verður lögð á sjónarhorn atferlisvistfræðinnar þar sem leitast er við að útskýra hegðun út frá vistfræði og settar fram tilgátur um aðlögunargildi hegðunar. Fræðilegum líkönum sem sett hafa verið fram til að útskýra þróun hegðunar verður stuttlega lýst og vísað í dæmi um prófun þeirra. Í erindinu verður stuðst við dæmi um skemmtilega og fróðlega hegðun dýra eins og sýningar fasana, bardagahegðun klaufdýra, samhæfða hegðun sem byggist á samskiptum, farhegðun, foreldraumönnun, sníkjuvarp, fæðuhegðun, óðalshegðun og komið inn á gáfnafar dýra.

 

Hrefna hefur kennt líffræðinemum HÍ dýraatferlisfræði í fjölda ára og verðandi líffræðikennurum við KHÍ dýrafræði, atferlisfræði, vistfræði, umhverfisfræði o.fl. Hún lauk doktorsprófi í greininni 1980, frá Háslólanum í Liverpool, og hefur lagt stund á æxlunarhegðun mykjuflugna og bleikju og síðustu 12 árin á félagshegðun hesta. Hún er prófessor við HÍ.

 

Sigurður lauk doktorsprófi í dýrafræði frá Háskólanum í Liverpool árið 1982. Hann hefur verið kennari í líffræðiskor HÍ um árabil og kennt dýrafræði, vistfræði, atferlisfræði og þroskunarfræði. Rannsóknir Sigurðar hafa aðallega beinst að myndun afbrigða og tegunda hjá ferskvatnsfiskum, einkum hvernig þessi þróunarferli tengjast breytileika í atferli og útliti svo og hvernig má rekja þennan breytileika til þroskunarferlis.

 

Stund: 7. nóvember 2009, kl. 13:00

Staður: Stofa 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.

Erindið er öllum opið - þótt það sé einnig hluti af líffræðiráðstefnunni.


Mannætuljónin á visi.is

Óli Tynes fjallar um mannætuljón í frétt á vísi.is í dag. Tvö frægustu mannætuljón heims eru nú til sýnis í náttúrufræðisafninu í Chicago. Kannski rétt að taka fram að þau eru uppstoppuð. Þessi ljón drápu og átu tugi indverskra verkamanna á níu mánaða...

Forskráning á líffræðiráðstefnuna

Ráðstefna um líffræðirannsóknir á Íslandi verður haldin 6. og 7. nóvember næstkomandi. Nú hafa 103 erindi verið staðfest, 5 yfirlitserindi og 107 veggspjöld. Drög að dagskrá eru komin á vef Líffræðifélags Íslands og þar er einnig hægt að fá upplýsingar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband