Leita í fréttum mbl.is

Tveir kostir

Joe Cain flutti hreint stórkostlegan fyrirlestur í gær, um rannsóknir Darwins á vitsmunum mannsins.

Því miður brást tæknin okkur, en annars hefðum við getað boðið upp á fyrirlesturinn á myndformi. Vonandi tekst okkur að bjarga því fyrir næsta fyrirlestur (Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason ætla að ræða um þróun atferlis).

Joe hefur unnið nokkur til nokkura kennsluverðlauna, og heldur um 30 fyrirlestra á ári fyrir almenning. Hann tekur meðal annars þátt í fyrirlestraröð í samstarfi við samtök sem sinna félagstarfi eldri borgara, fær að hitta fullt af fólki, ræða hugmyndir sínar, heyra skoðanir annara, drekka te og borða öndvegiskex.

Hann er með mörg járn í eldinum, meðal annars að skoða vísindamenn sem gantast (ótrúlegt ekki satt, sumir þeirra (vilja/þykjast) hafa skopskyn!).

Kostur tvö er að benda á umfjöllun The Onion um þá staðreynd að ákveðin sorpfæðukeðja yfirgefur landið (sérkennilegt orðalag ekki satt!). Larry Rubin (sem hét áður Troy Row) segir t.d.

Let this serve as a warning to us all. Iceland has universal health care and now they have no more McDonald’s.

Sá þriðji er vitanlega að snúa sér aftur að því að greina gögnin.


"Ég er sæmilega siðað kvikindi"

Svo kemst Kristinn Theodórsson að orði í nýjasta pistlinu Vellíðunarkenningin.

Kristinn, skarpur og skemmtilegur penni, fjallar þar um það hvers vegna (flest) fólk hegðar sér (oftast) vel.

Við erum bærilega skynsöm kvikyndi, og flest okkar átta sig á því að þegar við deyjum mun slokna á meðvitund okkar og hold vort brotna niður. 

Þeirri hugmynd hefur verið haldið fram að trú á yfirnáttúrulega veru hjálpi okkur mannkvikindunum að feta hinn mjóa stíg, ef við stígum feilspor þá mun Þór senda hamarinn á eftir okkur.

Mér finnst þessi hugmynd bera vott um vantraust á manninn og siðferðisvitund okkar.

Ég mæli eindregið með því að þið lesið pistil Kristins, og ef þið hafið tök á kíkið á erindi Joe Cain um vitibornar mannverur kl 13:00 í dag.


Bílavit, bókavit, boltavit og Darwin

Hvað eru eiginlega vitsmunir? Vitsmunir er eins og líkamlegt atgerfi, flókið samsett fyrirbæri sem er alls ekki auðvelt að skilgreina. Vitanlega getum við mælt lengd beina, massa og form vöðva, andlitsdrætti og líkamsburð. Engu að síður er mjög erfitt að...

Eru minni aksturshæfileikar vörn gegn Parkinsons?

Vísir.is birti þessa sömu frétt í morgun, undir þeim skelfilega titli Umferðagenið er fundið , með öllum þeim göllum sem hugsast getur . Samt fannst ritstjóra mbl.is ástæða til að feta sömu spor út í kviksyndið. Er "slæmur akstur genunum að kenna" er...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband