Leita í fréttum mbl.is

Steingervingar og rannsóknir á svipbrigðum

Charles Darwin gaf út tímamótaverk á nítjándu öld, sem gjörbreytti hugsun okkar um hegðun, eðli og tilfinningar. Hér er ekki um að ræða Uppruna tegundanna, sem var vissulega mikilvægt framlag til skilnings okkar á tilurð mannsins og eiginleikum hans. Bókin sem um ræðir The expression of the emotions in man and animals kom út árið 1872.

eema1.jpg

Þann 31 október mun vísindasagnfræðingurinn Joe Cain fjalla um rannsóknir Darwins á svipbrigðum, sem eru ein okkar besta leið til að skilja tjáningu og tilfinningar lífvera. 

Mörg af þeim viðbrögðum sem við sýnum við áreiti eru áþekk því sem sjá má hjá dýrum, grettur byggja á vöðvum sem eru eins (eða mjög áþekkir) í okkur og simpönsum.

Viðfangsefni Cains eru rannsóknir Darwins á því sem kalla má "æðri eiginleikum" (higher faculties), sem virðast skera mannin frá öðrum dýrum. Cain leggur áherslu á að fyrirlesturinn sé ekki mjög fræðilegur, og hlustendur þurfi ekki að vera sagnfræðingar til að kunna að meta hann "you don't need to be a historian!"

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð sem efnt er til vegna þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Charles Darwin og þess að 150 verða í nóvember frá því að bók hans um uppruna tegundanna kom út.

Nú á laugardaginn (24 október) mun Ólafur Ingólfsson flytja erindi í sömu fyrirlestraröð, um steingervinga og þróun lífs (Ólafur var í viðtali á Útvarpi sögu síðasta þriðjudag, heyra má upptöku hér - þáttur 47).


Nóbelsverðlaun fyrir norrænar rannsóknir

Það er til dálítið sem heitir Nóbelsverðlaun í læknisfræði.

Anders Jahres verðlaunin í læknisfræði sem veitt eru lækna og lífvísindamönnum, starfandi á norðurlöndum.

Mér finnst misvísandi af mbl.is að kalla þetta nóbelsverðlaun norðurlanda.

Ef líffræðifélagið færi allt í einu að gefa verðlaun í hryggleysingjum sem íslendingar rannsaka, myndum við þá kalla það nóbelsverðlaun íslands í hryggleysingjum?

Við kætumst öll þegar íslendingar fá verðlaun, en gleymum stundum hinum sigurvegurunum. Kári okkar deilir verðlaununum með Anders Tengholm og Jukka Westermarck. og í fyrra fengu ekki ómerkari menn en Ole P. Ottersen, Mahmood Amiry-Moghaddam og Mikael Björklund verðlaunin.  Mahmood vann til að mynda að rannsóknum á Aquaporin, ásamt annarri íslenskri hetju Pétri Henry Petersen.

Nöldurkvótinn minn er búinn í bili, fæ nýjan skammt í næstu viku.


mbl.is Kári fær norræn læknaverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttabréf Hins íslenska náttúrufræðafélags

Nýútkomið er fréttabréf Hins íslenska náttúrufræðafélags , og er það aðgengilegt á pdf-formi . Félagið varð 120 ára í júlí og er stefnt að því að halda fund um stöðu náttúruminjasafnsins í nóvember. Einnig er frábært að nú skuli tímarit félagsins,...

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands

Föstudaginn 23 október verður haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands haldin, í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Ráðstefnan er til heiðurs Sveini P. Jakobssyni, jarðfræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands, á 70 ára afmæli hans. Flest erindin er...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband