Leita í fréttum mbl.is

Richard Lenski og þarmabakterían

Á vísindi.is er oft fjallað um skemmtilegar nýjungar t.d. í líffræði, eðlisfræði og jarðfræði.

Ég skora á ykkur að kíkja á nýlega umfjöllun um tilraunir Richard Lenskis. Bakteríustofnarnir sem hann hefur fylgst með og gert tilraunir á gefa okkur einstakt tækifæri til að skoða þær erfðafræðilegu breytingar sem verða við þróun lífvera.

Annað megin inntakið í grein Barrick og félaga í Nature er að þróun svipgerðar og arfgerðar fer ekki alltaf saman. Svipgerðin hætti að mestu að þróast eftir 20000 kynslóðir, en samt urðu áfram breytingar á arfgerðinni.

Hinn megin punkturinn er að stökkbreytihraðinn var ekki jafn. Á ákveðnum tímapunkti jókst hann umtalsvert, sem gat þá leitt til hraðari þróunar (með þeim aukaverkunum að slæmar stökkbreytingar hlóðust líka upp).

Við gerðum tilraunum Lenskis skil fyrir ári, með áherslu á þá staðreynd að nýjir eiginleikar geta orðið til í þróun. Hún felur ekki bara í sér breytingar á núverandi eiginleikum, heldur geta nýjungar orðið til vegna mjög einfaldra breytinga á genum. Í þessu tilfelli þróaðist hæfileikinn til að nýta sítrat, efni sem venjulegar kólibakteríur hafa ekkert í að sækja.

Reyndar er ég ekki alveg sammála orðalaginu (þýðingunum) hjá vísindum.is. t.d.

 Langlíf tilraun Lenski ...

ætti frekar að vera

Langtímatilraun Lenski...

Annað stirðbusalegt dæmi er

Gena stökkbreytingar í mennskri DNA afritun valda sumum krabbameinum. 

líklega er verið að segja að

Stökkbreytingar sem verða við eftirmyndun erfðaefnis (t.d hjá mönnum) getur leitt til krabbameina.

Vonandi tekst vísindum.is að sníða þessa agnúa af, og ná til fleiri lesenda.
 
Ítarefni

Jeffrey E. Barric o.fl. Genome evolution and adaptation in a long-term experiment with Escherichia coli 2009 Nature

Pistill okkar um tilraunir Richard Lenskis Í skrefum og stökkum 


Darwinopterus

Það er mikilfenglegt að sjá fugla hefja sig til flugs. Við, rótbundinn á jörðinni, getum rétt hoppað mannhæð af sjálfsdáðum erum dæmd til þess að dást að listum kjóans og söng auðnutitlingsins.

Flug hefur þróast í mörgum dýrahópum, vængjuð skordýr, fuglar, leðurblökur og vitanlega flugeðlur.

Flugeðlur dóu út ásamt öllum öðrum risaeðlum, nema vitanlega fuglum sem eru einu eftirlifandi afkomendur þeirra. Flugeðlur og fuglar eiga uppruna sinn á ólíkum greinum þróunartrés risaeðla.

Fyrir skemmstu fundust leifar fljúgandi eðlu sem var uppi fyrir um 160 milljónum ára. Leifar elstu fuglanna eru einnig frá svipuðum tíma, Archaeopteryx er um 10 árum yngri. Það er spurning hvort að það hafi verið bein samkeppni á milli flugeðlanna og þeirra frumfugla sem teljast ættfeður núlifandi fugla. Það er kveikjan að mynd Matt Wittons (http://www.flickr.com/photos/markwitton/4010200611/)

Darwinopterus_Mark_Witton_14-10-2009 Það var gert mál úr því að eiginleikar þessarar risaeðlu eru ekki bein millistig á milli þeirra steingervinga sem þekktir eru.

Sumir höfuðkúpa Darwinopterus eru mjög áþekk því sem einkennir aðrar og yngri flugeðlur. Aðrir hlutar líkamans eru hins vegar mjög "frumstæðir" og svipar meira til forfeðra þeirra sem ekki höfðu á loft komist.

Þetta er alls ekki furðulegt, því við vitum að lífverur eru samansettar, og einn eiginleiki getur þroskast (og þar með þróast) óháð öðrum eiginleikum. Val fyrir löngum stélfjöðrum og litadýrð þarf ekki að hafa nein áhrif á lögun höfuðkúpunar eða gerð meltingarvegarins.

Ég veit ekki hvort Ólafur Ingólfsson mun tala um þennan fund í fyrirlestrinum á laugardaginn, en hitt er víst að hann verður í viðtali í vísindaþættinum á útvarpi sögu á morgun kl 17:00.

Ítarefni:

BBC 14. október 2009 Matt McGrath New flying reptile fossils found

Lü J, Unwin DM, Jin X, Liu Y, Ji Q (2009) Evidence for modular evolution in a long-tailed pterosaur with a pterodactyloid skull. Proc. R. Soc. B published online 14 October 2009 doi: 10.1098/rspb.2009.1603

Darren Naish Darwinopterus, the remarkable transitional pterosaur

PZ. Myers Darwinopterus and mosaic, modular evolution


Skammtíma og langtíma

Við mannverur erum bundnar af þeim tímaskala sem við getum upplifað. Við höfum ekki meðfædda hæfileika til að gera okkur grein fyrir mjög stuttum og mjög löngum tímaskala. Til dæmis eigum við bágt með að gera okkur grein fyrir efnaskiptum fruma, sem...

Steingervingar og þróun lífs

Laugardaginn 24. október munu Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg Svala Jónsdóttir halda erindi um vitnisburð steingervinga um þróun lífs á jörðinni. Þó vitnisburður steingervinga sé um margt gloppóttur og mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvar og hvenær...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband