Leita í fréttum mbl.is

Svar GSK og geðfræðsluverkefni

Í framhaldi af umræðu um geðsjúkdóma og þunglyndislyf.

GSK á íslandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem lögð er áhersla á  að lyf eru ekki eina lausnin við þunglyndi, heldur þurfi meðferð einnig að koma til.

Rétt er að minna á að SSRI-lyfin  sem um ræðir eru ekki lausn á þunglyndi, sbr rannsóknir.

Geðfræðsla getur hjálpað, bæði þeim sem þjást að sjúkdómnum og illa upplýstum og stundum fordómafullum almenningi.

„Hvað eigum við að gera ef þau ráðast á okkur“? Þessa spurningu fékk kennari þegar hann undirbjó bekkinn sinn fyrir heimsókn frá fulltrúum Geðfræðslunnar

Þannig hefst grein Steindórs Erlingssonar í Fréttablaði dagsins (14. október 2009). 


Áframhaldandi litningaendar

Við gerðum nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2009 að umræðuefni fyrir viku.

Um þau var fjallað í spegli gærdagsins (12 október 2009). Heyra má viðtal við Zophonías O. Jónsson dósent í sameindalíffræði, á vef Rúv.

Bendi einnig á athyglisvert viðtal við Carol Greider í  New York Times, þar sem hún lýsir því að hafa einangrað telómerasavirknina, á jóladag 1984. Hennar fyrsta verk þegar hún kom heim var að skella Bruce Springsteen á fóninn og dansa eins og brjálæðingur.


Bæklingurinn dreginn til baka

SSRI-þunglyndislyfin eru lítið betri en lyfleysa, en engu að síður hefur framleiðandinn Glaxosmith-Kline dreift bæklingum þar sem notagildi lyfjanna er hampað og lítið gert úr aukaverkunum þess. Barátta Steindórs J. Erlingssonar hefur skilað þeim árangri...

Styttist í jarðsöguna

24. október næstkomandi mun Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur og Ingibjörg Svala Jónsdóttir líffræðingur flytja erindi um steingervinga og þróun lífs. Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin og þess að 150 ár eru liðin...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband