12.10.2009 | 15:49
Er síþreyta vegna veirusýkingar?
Síþreyta (chronic fatique syndrome) er reglulega dulafullur sjúkdómur. Hingað til hefur enginn þáttur fundist sem eykur líkurnar á sjúkdómnum.
Lombardi og félagar birtu í síðustu viku grein sem sýnir að ákveðin víxlritaveira (retrovirus) úr nagdýrum (xenotropic murine leukemia virus-related virus: XMRV) finnst í stórum hluta einstaklinga með síþreytu (67%), en rétt um 4% einkennalausra.
Veira þessi hefur einnig verið bendluð við blöðruhálskirtilskrabbamein i músum, og í því samhengi er forvitnilegt að tíðni krabbameina virðist vera hærri hjá einstaklingum með síþreytu.
Reyndar hefur því áður verið haldið fram að tilteknar veirur valdi síþreytu, en þær kenningar hafa verið hraktar. Vísindasamfélagið er því eðlilega tortryggið á niðurstöðu Lombardi og félaga. Það er þó XMRV tilgátunni til stuðnings að niðurstöður annars rannsóknarhóps undir stjórn Johns Coffin (flott nafn ekki satt!) eru á sama veg.
Því miður er á þessu stigi fullsnemmt að spá fyrir um mögulega meðferð og smitleiðirnar eru óþekktar.
Ítarefni:
Lombardi o.fl 2009 Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome October 8, 2009 Science DOI: 10.1126/science.1179052
Umfjöllun Sam Kean í Science Chronic Fatigue and Prostate Cancer: A Retroviral Connection? Science 9 October 2009: ol. 326. no. 5950, p. 215 DOI: 10.1126/science.326_215a
Pistill Denise Grady í New York Times Virus Is Found in Many With Chronic Fatigue Syndrome
9.10.2009 | 13:38
Óður til fáránleikans
Fimmfætt kind gekk inn á barinn Húllumhúbla, pantaði sér gulrótasafa og fékk það svar að eyðublað 313 hafi ekki verið rétt útfyllt.
Samkvæmt einni mest lesnu grein á vef New York Times þessara viku, þá skerpir bull gáfur. Greinin heitir "how nonsense sharpens the intellect" og var rituð af Benedict Carey.Það er til fólk sem rannsakar bull, eða til að vera nákvæmari, hvaða áhrif bull hefur á huga fólks.
Eitt af því sem fólk hefur tekið eftir er að ef fólki finnst því vera ógnað, skerpist á þeim grunngildum sem það hefur. Ef við leyfum okkar beina tilvitnun í grein Careys (tengillinn er á ítarefni á Pubmed):
After thinking about their own inevitable death, they become more patriotic, more religious and less tolerant of outsiders, studies find. When insulted, they profess more loyalty to friends and when told theyve done poorly on a trivia test, they even identify more strongly with their schools winning teams.
Travis Proulx og Steven J. Heine halda því fram að þessi hegðun sé afleiðing þess hvernig heili okkar hefur þróast. Samkvæmt þeim hefur verið valið fyrir heilum sem geta spáð fram í tímann, t.d. með því að sjá mynstur í atferli eða umhverfi.
Hvar passar fáránleikinn inn í þá mynd?
Travis og Steven halda því fram að hugurinn hafi tvær leiðir til að takast á við áföll eða mótsagnir. Ein væri sú að herðast í trúnni (á fótboltaliðið eða Búddalíkneskið) en hin væri sú að hugsun viðkomandi verði skarpari (hann verði meðvitaðari um umhverfið og getan til að greina mynstur batni).
Nýjasta rannsókn þeirra gekk út á að tveir hópar (20 nemenda) fengu tvær mismunandi sögur til aflestrar. Önnur var fáránleikasagan sveitalæknirinn eftir Kafka (the country doctor) en hin hefðbundin mótsagnalaus texti. Að lestri loknum fengu nemendurnir að spreyta sig á þraut sem gekk út á að greina mynstur í röð tákna. Þeir sem lásu söguna eftir Kafka stóðu sig betur en hinir.
Ályktunin sem þeir draga er að hugsun nemendanna sem lásu mótsagnakenndu söguna hafi skerpst, að það hafi kviknað á einhverjum stöðvum sem gerðu þá móttækilegri og skarpari.
Fyrir aðdáendur hins óvænta og fáránlega, er þetta góð tíðindi og hey fyrir hugann.
9.10.2009 | 08:44
Nýr heilbrigðisráðherra er vanhæfur
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2009 | 12:20
Erindi: vörn gegn veirum
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó