18.9.2009 | 16:45
Forfaðir Tyrannosaurus rex var dvergur
Einn af forfeðrum T. rex, eðla sem kallast Raptorex, var mjög smágerð "risaeðla". Engu að síður var hauskúpan mjög áþekk, sbr. mynd af vef BBC.
Margir sköpunarsinnar afneita þeirri staðreynd að lífverur geti átt sér sameiginlegan uppruna. Hvernig er hægt að komast að annari niðurstöðu þegar maður ber saman höfuðkúpur þessara tveggja eðla?
Forvitnilegasta ályktun þessa hauskúpufundar snýr að formi T. rex. Margir hafa haldið því fram að stærð risaeðlanna hafi sett vexti þeirra og byggingu ákveðnar skorður*. Sú staðreynd að Raptorex er með mjög áþekka byggingu og T.rex sýnir að uppáhalds risaeðla allra drengja er ekki aflöguð vegna risastærðar sinnar. Risaeðluáðdáendum á öllum aldri hlýtur að vera létt.
Ítarefni:
Ed Young gerir fundinum góð skil í pistli " Raptorex shows that T.rex body plan evolved at 100th the size".
Sjá einnig umfjöllun Judith Burns á BBC, Tiny ancestor is T. rex blueprint
*Svona rétt eins og það er ómögulegt að byggja hús jafnhátt Esjunni úr timbri.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2009 | 11:43
Þraut sem þarf að leysa
Hrun í býflugnastofnum víða um heim hefur vakið mikla undrun. Á sumum svæðum hafa heilu búin lagst af, en annarstaðar fækkar í þeim um fleiri prósent.
Hvað gæti verið orsökin, eða orsakirnar?
Í frétt mbl.is er rætt um alþjóðlega býfluguráðstefnum sem fram fer í Frakklandi. Þar kynna vísindamenn niðurstöður rannsókna, þar sem leitast er við að kasta ljósi á ráðgátuna. Prófaðar eru tilgátur um sýkingar, afrán, stofnerfðafræðilegt hrun (vegna ónógs kynlífs) og þar fram eftir götunum.
Ég vill benda fólki á að það er ENGINN á þessari ráðstefnu að velta alvarlega fyrir sér þeim möguleika að erfðabreyttar plöntur eigi þar hlut að máli. Ástæðan er sú að þeirri tilgátu hefur verið hafnað með óyggjandi rökum (sjá meðan annars opið bréf Ólafs Andréssonar og frumheimild Duan JJ, Marvier M, Huesing J, Dively G, Huang ZY (2008) A Meta-Analysis of Effects of Bt Crops on Honey Bees (Hymenoptera: Apidae). PLoS ONE 3(1): e1415. doi:10.1371/journal.pone.0001415).
Engu að síður lifir þessi meinloka, erfðabreyttar plöntur drepa býflugur, góðu lífi.
Okkar hlutverk er að benda á slík mistök, rétt eins og við bendum vinum okkar á að kvef sé orsakað af veirum (en sé ekki karma) og neysla frauðplasts sé ekki heppileg leið til megrunar (í tilefni föstudagsins verð ég að benda á dúndur myndband á lauknum - "non food diet").
![]() |
Hvers vegna hrynja býflugnasamfélögin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.9.2009 | 13:25
Sjúkdómurinn er öndunarfærasýking
15.9.2009 | 09:26
Amerískir kjúklingar
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó