26.9.2009 | 10:22
Uppruni lífsins eftir viku
Eftir rétta viku, 3 október 2009, mun Guðmundur Eggertsson halda fyrirlestur um uppruna lífsins.
Allar lífverur á jörðinni eru af sama meiði, það vottar innribygging þeirra, DNA, prótínmyndunarkerfi, og efnaskipti. En hvernig varð lífið til? Til að svara þeirri spurningu hafa verið settar fram mjög, mjög, mjög margar tilgátur. Vandamálið er að prófa tilgáturnar, þær þurfa að vera nægilega nákvæmar til að hægt sé að framkvæma tilraunir eða gera athuganir til að sannreyna þær (eða hrekja!).
Guðmundur mun fjalla um þessa stærstu spurningu líffræðinnar, og styðjast við að hluta bók sem hann gaf út árið 2008 (Leitin að uppruna lífs, líf á jörð, líf í alheimi - Bjartur). Bókin hefur ekki fengið mikla umfjöllun hérlendis, þrátt fyrir að vera tilnefnd til verðlauna Hagþenkis. Atli Harðarson birti þó lofsamlega umsögn um bókina.
Sjá einnig grein Guðmundar í Náttúrufræðingnum, endurprentuð á Stjörnufræðivefnum.
Erindið verður kl 13:00 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ, stofu 132 og er öllum opið, engin aðgangseyrir.
Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð í tilefni afmælis Charles Darwins, sjá dagskránna á darwin.hi.is.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2009 | 08:58
Spennandi vísindavaka
Mér þykir rétt að benda fólki á að næstkomandi föstudag 25 september 2009 verður haldin vísindavaka í Hafnarhúsinu. Hún er aðallega hugsuð fyrir ungt fólk, frá 5 og uppúr, en mér sem foreldri fannst einnig mjög gaman að því að skoða allt sem boðið var upp á.
Á vökunni verður boðið upp á margskonar forvitnilegheit. Kynningarbæklingur sem fylgdi fréttablaðinu í morgun sýndi myndir af neðansjávarhverum, véltaugum, sprengingum og beinagrindum. Nemendur í líffræði og náttúrustofur HÍ (t.d. í Sandgerði) munu sýna sjávardýr, m.a. Grjótakrabba nýlegan landnema við Ísland og skýra hvernig hægt er að nota DNA til að greina uppruna tegunda.
Vísindavakan sýnir einnig hversu fátæk við erum hér á Íslandi, að hér skuli ekki vera stórt og ríkulegt náttúrufræði og vísindasafn. Við eigum nokkrar ágætar náttúrustofur, sú í Kópavogi líklega glæsilegust, og húsdýragarðinn með fiska og vísindatjaldinu. Mér þætti frábært ef hér væri allsherjar vísindasafn, svona íslensk blanda af Museum of Science and Industry og American Museum of Natural History.
22.9.2009 | 12:43
Meira um kvikmyndina um Darwin
Vísindi og fræði | Breytt 7.10.2009 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 16:45
Forfaðir Tyrannosaurus rex var dvergur
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó