Leita í fréttum mbl.is

Þraut sem þarf að leysa

Hrun í býflugnastofnum víða um heim hefur vakið mikla undrun. Á sumum svæðum hafa heilu búin lagst af, en annarstaðar fækkar í þeim um fleiri prósent.

Hvað gæti verið orsökin, eða orsakirnar?

Í frétt mbl.is er rætt um alþjóðlega býfluguráðstefnum sem fram fer í Frakklandi. Þar kynna vísindamenn niðurstöður rannsókna, þar sem leitast er við að kasta ljósi á ráðgátuna. Prófaðar eru tilgátur um sýkingar, afrán, stofnerfðafræðilegt hrun (vegna ónógs kynlífs) og þar fram eftir götunum.

Ég vill benda fólki á að það er ENGINN á þessari ráðstefnu að velta alvarlega fyrir sér þeim möguleika að erfðabreyttar plöntur eigi þar hlut að máli. Ástæðan er sú að þeirri tilgátu hefur verið hafnað með óyggjandi rökum (sjá meðan annars opið bréf Ólafs Andréssonar og frumheimild Duan JJ, Marvier M, Huesing J, Dively G, Huang ZY (2008) A Meta-Analysis of Effects of Bt Crops on Honey Bees (Hymenoptera: Apidae). PLoS ONE 3(1): e1415. doi:10.1371/journal.pone.0001415).

Engu að síður lifir þessi meinloka, erfðabreyttar plöntur drepa býflugur, góðu lífi.

Okkar hlutverk er að benda á slík mistök, rétt eins og við bendum vinum okkar á að kvef sé orsakað af veirum (en sé ekki karma) og neysla frauðplasts sé ekki heppileg leið til megrunar (í tilefni föstudagsins verð ég að benda á dúndur myndband á lauknum - "non food diet").


mbl.is Hvers vegna hrynja býflugnasamfélögin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúkdómurinn er öndunarfærasýking

...bakterían heitir Mycobacterium avium. Ekki eins og sagt var í mbl.is:

Í um 30% af sturtuhausunum var umtalsvert magn af örverum sem tengjast hættulegum lungnasjúkdómi er nefnist mycobacterium avium, (feitletrun okkar)

Eins og rætt er á breska heilbrigðis og félagsvefnum (www.nhs.uk) ættu þessi tíðindi ekki að koma fólki úr jafnvægi. Bakteríur eru alls staðar, og þótt að sumar bakteríur finnist á vissum stöðum frekar en öðrum er engin sérstök ástæða til ótta.

Nokkrir punktar skipta miklu máli í því samhengi.

Það var EKKI sýnt fram á að M. avium úr sturtuhausum auki líkurnar á sýkingu.

M. avium virðist ekki berast með gufum eða lofti, heldur haldast í vatninu.

Það var ekki rannsakað hvort þessi baktería finnist einnig í baðkrönum.

Rannsóknin tók til 45 sturtuhausa í 9 borgumí BNA, þ.e. rannsóknin var lítil og e.t.v. ekki mjög lýsandi.

Ég verð að lýsa því yfir hér með, NHS.uk er nýja uppáhaldssíðan mín.

Ítarefni

Shower heads and lung disease. www.nhs.uk


mbl.is Stórvarasamir sturtuhausar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerískir kjúklingar

Sköpunarsinnar kvarta oft yfir þvi að vísindamenn séu með ofríki og að sumir þeirra halda því fram að samsæri sé gegn kirkjunni og lífskoðunum hinna trúuðu. Sköpunarsinnar (og jábræður þeirra sem boða vitræna hönnun) staðhæfa að lífverur séu afurð...

Lífsins tré

Fjölbreytileika lífvera má útskýra með aðlögun þeirra að umhverfinu og þeirri staðreynd að þær eru allar af sama meiði. Tilgátan um lífsins tré var í upphafi studd upplýsingum um útlit lífvera, innri byggingu og lífeðlisfræði. Raðgreiningar á prótínum og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband