Leita í fréttum mbl.is

Lífsins tré

Fjölbreytileika lífvera má útskýra með aðlögun þeirra að umhverfinu og þeirri staðreynd að þær eru allar af sama meiði. Tilgátan um lífsins tré var í upphafi studd upplýsingum um útlit lífvera, innri byggingu og lífeðlisfræði. Raðgreiningar á prótínum og genum hafa staðfest þessa tilgátu.

Þótt við vitum að allar lífverur á jörðinni skipi sér í lífsins tré er björninn ekki unnin. Við vitum nefnilega ekki allt um byggingu trésins, aldur greina og skyldleika margra hópa. Flokkunarfræðin gengur út á að prófa tilgátur um skyldleika lífvera, með margskonar aðferðum. Eru mörgæsir skyldari hröfnum eða mávum, er frumdýrið Giardia skyldara sveppum eða mönnum? og þar fram eftir götunum. Slíkar óleystar ráðgátur afsanna ekki á nokkurn hátt þróunarkenninguna, frekar en sú staðreynd að við þekkjum ekki allar stjörnir og plánetur í veröldinni afsannar þyngdarlögmálið.

Okkar besta þekking um lífsins tré er aðgengileg á vefsíðu Tree of life verkefnisins (http://tolweb.org/tree/).

Rúv sýnir í kvöld þátt um tré lífsins.


Baktería ekki Giardia

Myndin sem fylgir fréttinni er af frumdýrinu Giardiu, ekki af bakteríu.

mbl.is hefur áður gert svipuð mistök, nema hvað þá var því haldið fram að  Giardia væri baktería. Þó að mistökin þar hafi legið í þýðingu, er mikilvægt að hafa manneskju í fréttamennsku sem þekkir efnið nægilega vel til að finna mistök.

Frétt BBC núna fjallar um efnasambandi NO (nitrite oxide), sem einnig er notað sem boðefni í mönnum og öðrum hryggdýrum. 

Mér líst illa á að þróa lyf sem slá á NO framleiðslu, nema þau séu sértæk gegn prótínum sem ekki finnast í frumum okkar.

Antibiotic resistance clue found BBC 13 september 2009

 


mbl.is Útskýra vörn baktería
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindin í daglegu lífi

Sjaldan var rætt um Norman Borlaug úti á götu. Framlag hans og þeirra sem stóðu að grænu byltingunni er samt stórkostlegt, þótt vitanlega kunni ekki allir að meta það. Margir vísindamenn stunda rannsóknir í hagnýtum sviðum, sem tengjast t.d. nýtingu...

Erindi: Efnaskipti frumunar

Miranda Stobbe heldur fyrir lestur föstudaginn 11 september 2009 um gagnagrunna sem hýsa upplýsingar um efnaskiptaferla frumna. Erindið verður í Öskju, kl 14:00, og verður flutt á ensku. Ágrip erindisins og nánari lýsingu á fyrirlesaranum má finna á vef...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband