14.9.2009 | 10:26
Baktería ekki Giardia
Myndin sem fylgir fréttinni er af frumdýrinu Giardiu, ekki af bakteríu.
mbl.is hefur áður gert svipuð mistök, nema hvað þá var því haldið fram að Giardia væri baktería. Þó að mistökin þar hafi legið í þýðingu, er mikilvægt að hafa manneskju í fréttamennsku sem þekkir efnið nægilega vel til að finna mistök.
Frétt BBC núna fjallar um efnasambandi NO (nitrite oxide), sem einnig er notað sem boðefni í mönnum og öðrum hryggdýrum.
Mér líst illa á að þróa lyf sem slá á NO framleiðslu, nema þau séu sértæk gegn prótínum sem ekki finnast í frumum okkar.
Antibiotic resistance clue found BBC 13 september 2009
![]() |
Útskýra vörn baktería |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 21:45
Vísindin í daglegu lífi
Sjaldan var rætt um Norman Borlaug úti á götu. Framlag hans og þeirra sem stóðu að grænu byltingunni er samt stórkostlegt, þótt vitanlega kunni ekki allir að meta það.
Margir vísindamenn stunda rannsóknir í hagnýtum sviðum, sem tengjast t.d. nýtingu náttúrulegra stofna, rannsóknum á sjúkdómum eða nytjaplöntum. Aðrir stunda rannsóknir sem miða að því að svara grundvallarspurningum. Slíkar rannsóknir kunna að virðast hin mesta endaleysa og tímasóun, en sagan geymir mörg dæmi um grunnrannsóknir sem síðar öðluðust mikið hagnýtt gildi. Tvö dæmi um slíkt er erfðafræðin og þróunarfræðin. Hvernig geta rannsóknir á mismunandi skjaldbökum á Galapagos gagnast mannkyninu, eða tilraunir á hæð og áferð baunaplantna gagnast mannkyninu?
Viðfangsefni Darwins var breytileiki í náttúrunni, og Mendels grundvallarlögmál erfða. Þegar lögmál Mendels enduruppgötvuðust og voru sameinuð þróunarkenningunni, varð til ótrúlega öflugt fræðisvið, stofnaerfðafræðin*. Hún hjálpar okkur að skilja þróun tegunda og erfðir sjúkdóma en einnig að stýra ræktun afbrigða og leita uppi nýjan erfðabreytileika sem getur nýst í framtíðinni.
Framlag plönturæktenda síðustu aldar byggðust á stofnerfðafræðinni, áherslu á erfðabreytileikann, framförum í efnafræði og tæknivæðingu landbúnaðar. Velmegun sem vesturlandabúar lifa við í dag væri ekki möguleg án grænu byltingarinnar. Byltingin er ekki án fórna, en gott er að ímynda sér hvar við værum ef hennar hefði ekki notið við.
*Strangt tiltekið urðu til tvö náskyld fræðasvið, stofnerfðafræðin (population genetics) og magnbunda erfðafræðin (quantitative genetics).
![]() |
Faðir grænu byltingarinnar látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 09:52
Erindi: Efnaskipti frumunar
9.9.2009 | 17:07
Kvikmynd um Darwin
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó