Leita í fréttum mbl.is

Frábær fundur

Hafrannsóknarstofnun gerði út leiðangur til að rannsaka kóralla og botnlíf við strendur Íslands. Myndirnar eru ótrúlega flottar, sjá má dæmi á síðu Hafrannsóknarstofnunar.

Maður heldur oft að lífríkið sé dauflegt á norðlægum breiddargráðum, en eins og þeir sem hafa heimsótt Mývatn, Þórsmörk eða Hornstrandir vita er náttúran við heimskautsbaug oft mjög mikilfengleg (sjá einnig ótrúlega hraða framvindu í Surtsey - frétt mbl.is og tilkynning Náttúrufræðistofnunar). Það sama á greinilega einnig við neðansjávar og greinilegt að lífríkið í kringum kórallana er mjög fjölskrúðugt og auðugt. Nokkuð ljóst er að Charcot hefði kunnað að meta þennan fund.

Manni verður ósjálfrátt hugsað til botnvörpuveiða þegar slíkar myndir birtast. Botnvörpur geta farið illa með kórallavistkerfi.

Dýrðin sést ágætlega í myndskeiði með frétt ríkissjónvarpsins. Einnig var rætt við Steinunni Hilmu Ólafsdóttur (sem ég get sagt með stolti að ég kenndi líffræði í þá daga). Hún gat ekki gefið um nákvæmt mat á aldri kórallanna, en skaut á að þeir væru líklega nokkur hundruð ára gamlir.


mbl.is Einstakir kaldsjávarkóralar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skörp gagnrýni á umgjörð íslenskra vísinda

Einar Steingrímsson, prófessor við Háskóla Reykjavíkur birti í morgublaði laugardagsins 18 júlí 2009 snarpa gagnrýni á umgjörð vísindastarfs á Íslandi. Greinina má lesa á vísindi.blog.is og einnig var rætt við Einar í morgunvakt útvarpsins í dag 20 júlí.

Einar gagnrýnir ýmislegt sem miður hefur farið í rekstri Háskóla Íslands og Reykjavíkur, umgjörðinni sem Menntamálaráðaneytið hefur skapað og starfi Rannsóknaráðs Íslands. 

Hann tekur dæmi um Markáætlun um öndvegissetur sem var svo sannarlega illa hönnuð til að byrja með og illa framkvæmd.

Ég er ekki sammála Einar með allt, t.d. held ég að það gagnast háskólunum lítið að ráða fullt af fræðimönnum, það þarf að skaffa þeim starfsgrundvöll og almennilegt umhverfi.

Vandamálið við Háskólanna er líklega það að þeir eiga að þjóna tvennskonar hlutverki, rannsóknum og menntun. Þeir sem sjá um rekstur háskólanna eru sjaldnast þeir sem hafa mikla reynslu af rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi. Það er vandamál sem Einar bendir á og sem við þurfum að leysa.


Voru Neanderthalsmenn í útrýmingahættu?

Auðvitað. Þeir dóu út fyrir um 30000 árum. Ein sérgrein þróunarfræði stofnerfðafræðin getur spáð fyrir um þróun stofna, t.a.m. hvernig náttúrulegt val mun breyta tíðni arfgerða, hver áhrif tilviljunar eru á litla stofna og hvernig uppskipting stofna og...

Lundar og vígarjúpur

Nokkrar léttar fyrirsagnir. Baggalútur um erfðabreyttar lífverur . Baggalútur vill banna lundaveiði . Dindill, ný rannsókn leiðir ekkert í ljós .

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband