Leita í fréttum mbl.is

Franzdóttur líffræðing

Vill bara óska Sigríði aftur til hamingju með áfangann.

Áður en fólk fer að klappa fyrir lipurlega skrifaðri frétt frá mbl.is er vert að geta þess að hún er í raun endurprentun á fréttatilkynningu frá lífvísindasetri HÍ. Kosturinn við þá tilkynningu er reyndar sá að mynd af Sigríði fylgir, sem tryggir að hún fær engan frið á golfvellinum og í kokteilboðunum næstu vikuna því hún er orðinn frægur vísindamaður.

Húrra fyrir Sigríði, Thisbie, Pyramus, heartless og breathless.  Thisbie og Pyramus eru FGF boðsameindirnar, á meðan heartless og breathless skrá fyrir viðtökum þeirra. Við þroskun tauganna í auganu skiptir heartless mestu máli. Nafn gensins er samt komið til vegna þess að það fannst fyrst í flugum sem vantaði hjarta. Breathless fannst í flugum sem voru með skert loftæðakerfi. Genin koma samt við sögu í þroskun margra annara líffæra og vefja.


mbl.is Nature birtir grein eftir Sigríði Rut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel gert Bergþóra

Þetta er ein best skrifaða vísindafrétt sem ég hef séð á mbl.is í háa herrans tíð. Hún tekur á mikilvægu máli, setur það skýrt fram og varast oftúlkanir eða æsifréttastílinn sem stundum loðir við vísindafréttir. Það verður að viðurkennast að undirritaður veldur móðurmálinu ekki mjög vel, en ég kann að meta þann skýra stíl sem Bergþóra Njála ritar í (það er til fyrirmyndar að hún kvitti undir). Vel gert Berþóra.

Fréttin um H1N1 er mun betri en endurprentun fréttatilkynninga (Ný uppgötvun í erfðaprófi ÍE og grein um rannsókn Hjartaverndar [f]inna gen sem tengist gáttaflökti). Þetta væri í sjálfum sér ekki tíðindavert, mbl.is stundar það að birta fréttatilkynningar meira eða minna óbreyttar. Það sem gerir þetta svona vandræðalegt er að báðar rannsóknirnar voru að rannsaka sama sjúkdóminn (gáttaflökt), fundu tengsl við sama gen (ZFHX3) og birtu rannsóknirnar í sama vísindariti (Nature Genetics). Alvöru ritstjórar hefðu fattað að þarna væri skemmtilegt efni, tveir íslenskir hópar komast að sömu niðurstöðu um mikilvægan sjúkdóm og birta samhliða í virtu tímariti.

Heimild í Nature um "svínaflensun":

Yasushi Itoh og félagar In vitro and in vivo characterization of new swine-origin H1N1 influenza viruses 2009 Nature, 13 júlí.

Vefgátt The Guardian um H1N1 veiruna.

Frumheimildir greina ÍE og Hjartaverndar.

Benjamin og félagar Variants in ZFHX3 are associated with atrial fibrillation in individuals of European ancestry 2009 Nature Genetics.

Daniel F Gudbjartsson og kameratar A sequence variant in ZFHX3 on 16q22 associates with atrial fibrillation and ischemic stroke 2009 Nature Genetics


mbl.is Ýmsar hliðstæður við spænsku veikina 1918
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju SRF

Það gerist ekki á hverjum degi að íslendingur birti grein í Nature . En í þessari viku var sett á vef tímaritsins eintak af grein sem Sigríður R. Franzdóttir birti úr doktorsverkefni sínu. Hún rannsakaði samskipti og far fruma í augum ávaxtaflugna . Hún...

Hvalir að skoða menn

Töluvert er rætt um um hvalveiðar og vernd þessa dagana. Mér finnst eðlilegt að nýta hvalastofnanna en hlýt samt að hrífast af hvölum sem stórbrotnum lífverum. Rétt eins og mér finnst kýr mikilfenglegar, sauðkindur sjarmerandi og ávaxtaflugur töfrandi....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband