Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju SRF

Það gerist ekki á hverjum degi að íslendingur birti grein í Nature. En í þessari viku var sett á vef tímaritsins eintak af grein sem Sigríður R. Franzdóttir birti úr doktorsverkefni sínu.

Hún rannsakaði samskipti og far fruma í augum ávaxtaflugna. Hún rannsakaði  þroskun taugatróðsfruma og samskipti þeirra við taugafrumur þegar augað er að þroskast. Boðferlið sem skiptir mestu máli er FGF boðferlið, sem kemur við sögu í mörgum öðrum ferðalögum fruma (bæði í flugum og mönnum). Þetta sýndi Sigríður fram á með því að kanna þroskun í flugum sem báru gallað eintak af ákveðnum genum (t.d. FGF viðtakanum, boðpróteinunum (Thisbie og Pyramus)) og með því að auka tjáningu genanna markvisst. 

Þetta er dæmi um mjög flotta rannsókn sem dýpkar skilning okkar á því hvernig taugar og stoðvefur þeirra ræða saman á meðan þroskun stendur. Ef til vill getur einhver snjall fjölmiðlafulltrúi snúið þessari grunnrannsókn upp í heillandi fréttatilkynningu, um mögulega lækningu á augna sjúkdómum eða þróun frumufars, en framfarir í vísindum gerst ekki með fréttatilkynningum heldur traustum rannsóknum sem þessari.

SigridurRutFranzdottir_1

Mynd eftir Franzdóttur og félaga í Nature. Því miður er myndin með lélega upplausn, biðst forláts á því.

Heimild:

Sigrídur Rut Franzdóttir og félagar Switch in FGF signalling initiates glial differentiation in the Drosophila eye Nature 2009, 13 July 2009, doi:10.1038/nature08167.

 

 


Hvalir að skoða menn

Töluvert er rætt um um hvalveiðar og vernd þessa dagana. Mér finnst eðlilegt að nýta hvalastofnanna en hlýt samt að hrífast af hvölum sem stórbrotnum lífverum. Rétt eins og mér finnst kýr mikilfenglegar, sauðkindur sjarmerandi og ávaxtaflugur töfrandi. Það er mjög eðlilegt að hrífast af hvölum, stórum rólegum verum sem sinna afkvæmum sínum og blaka hreifunum eins og þeir séu að vinka manni.

Ég ætla ekki að dvelja lengi við, bara hvetja fólk sem langar til að hvíla sig á sólinni til að verja góðum hálftíma í að lesa grein um hvali, félagsatferli þeirra og sögur fólks sem rannsakar þá.

Watching Whales Watching Us eftir CHARLES SIEBERT, grein í New York Times, magazine 8 júlí, 2009. Má vera að skráningar sé þörf.


Lítilla sæva, lítilla stranda...

Erfðir og umhverfi, hin eilífa deila um hvor þátturinn vegur meir. Í Njálu segir "fjórðungi bregður til fósturs". Svo mælti Sigmundur "En eigi er kynlegt að Skarphéðinn sé hraustur því að það er mælt að fjórðungi bregði til fósturs" í 42 kafla . Það...

Frá flugum til manna og sveppa.

Orkusnauður en næringaríkur matur (caloric restriction) eykur lífslíkur sveppafruma, flugna og þráðorma. Þessi hugmynd var fyrst sett fram af Clive M. McCay og Mary F. Crowell sem rannsökuðu næringarinntöku og lífslíkur hjá rottum. Þau sáu að rotturnar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband