Leita í fréttum mbl.is

Vitlaus og óafvitandi

Þetta á ekki að vera langur pistill, bara örlítill forsmekkur að bloggfærslu Thomas Mailund. Thomas er tölvunarfræðingur sem vinnur aðallega að rannsóknum á líffræðilegum fyrirbærum t.d. skyldleikatrjám, stofnerfðafræði og kortlagningu gena.

Hann kennir einnig tölvunarfræðingum og öðrum, og lenti nýverið í því að margir nemendur kvörtuðu yfir einkunnum á prófi. Kennsla og námsmat er vissulega flókin og oft skelfilega huglæg, en Thomas dró fram frábæra grein sem er kveikjan að fyrirsögn okkar (í raun frekar stirð þýðing á fyrirsögn Thomasar - Unskilled and unaware of it).

Lykil niðurstaða greinarinnar er að nemendur sem standa sig illa á prófum, halda að þeir séu betri en þeir eru. Ef viðbragðið við lágri einkunn er að kenna um utanaðkomandi þáttum (kennara, prófi, flensu) þá er ólíklegt að viðkomandi temji sér betri námshætti eða leggi harðar að sér við námið.

Nám í háskóla snýst nefnilega ekki endilega um gáfur, heldur það að kunna að vinna, halda einbeitingu, lesa og skilja, æfa sig í að miðla þekkingu og leysa vandamál. Ég held að það sé nokkuð sama hvaða námi maður er í, gott vinnulag er það sem skiptir sköpum og verður besta afurð námsins.

Eftirskrift. 

Fyrsta útgáfa pistilsins var með óaðvitandi í stað óaFvitandi. Grúti er þökkuð ábendingin.


Þróun haustsins 2009

Í tilefni afmælis Darwins og þess að 150 ár verða í haust liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna höfum við staðið fyrir margskonar atburðum. 12 febrúar héldum við málþing um manninn og eðli hans og ritgerðasamkeppni um Darwin og þróun lífsins með Hin íslenskanáttúrufræðifélagi og Hinu Íslenska bókmenntafélagi.

Í sumar og haust munum við standa fyrir fyrirlestraröð um þróun og Darwin. Fyrstur ríður á vaði Montgomery Slatkin, með erindi næstkomandi mánudag 6 júlí 2009 (sjá tilkynningu).Hann mun fjalla um erfðamengi Neanderthalmannsins sem verið er að raðgreina. Monty mun einnig halda fyrirlestur daginn eftir um rannsóknir sínar á arfgengi flókinna sjúkdóma.

Aðrir fyrirlestrar sem komnir eru á fast fyrir haustið er:

29 ágúst - Peter og Rosemary Grant - Finkur Darwins og þróun

3 október - Guðmundur Eggertsson - Uppruni lífsins*

31 október - Joe Cain - Kenning Darwins*

28 nóvember - Linda Partridge - Þróun og öldrun*

Við stefnum að því að bæta við innlendum fyrirlesurum og halda sérstaka ráðstefnu um þróun þetta haust. Auk þess verður einnig fjallað um innlendar rannsóknir á þróun, og aðrar rannsóknir í líf, læknis og umhverfisfræði, á Líffræðiráðstefnunni 6 og 7 nóvember 2009.

*Ekki eru komnir endanlegir titlar á alla fyrirlestrana, en við tilgreinum megin rannsóknarviðfangsefni viðkomandi vísindamanna.

Fyrirlestraröðin er styrkt af rektor Háskóla Íslands, líffræðistofnun HÍ og líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.


Erindi: Hið týnda arfgengi flókinna sjúkdóma

Eins og áður hefur komið fram mun Montgomery Slatkin halda erindi í næstu viku um erfðamengi Neanderthalsmannsins . Sá fyrirlestur verður mánudaginn 6 júlí 2009, kl 132. Monty mun einnig halda erindi daginn eftir á sama stað og tíma, um hið týnda...

Hetjan Úlfur

Úlfur Árnason hefur um áratuga skeið rannsakað skyldleika og ættartré spendýra og hryggdýra. Hann hefur jafnt rannsakað krókódíla sem hvali, mannapa og pokadýra, og tilheyrir (tilheyrði) mjög öflugum og virkum rannsóknarhópi við Háskólann í lundi. Hann...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband