Leita í fréttum mbl.is

Hvað má læra af plastbarkamálinu?

Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini græddi plastbarka í fólk, og hélt því fram að þeir hjálpuðu frumum líkamans að endurbyggja eðlilegan barka.

Aðferðin hafði ekki verið prófuð á tilraunadýrum og virkaði ekki, sjúklingar fengu ekki bata og flestir þeirra hafa dáið. Aðgerðin var fyrst framkvæmd á dauðvona sjúklingum, meðal annars eþíópískum doktorsnema við Háskóla Íslands. Seinna var plastbarki græddur í sjúklinga sem voru ekki í lífshættu og lifðu þannig séð ágætu lífi.

Margar athugasemdir má setja við framgang læknisins, samstarfsmanna, stjórnar Karolinsku stofnunarinnar, Landspítalans, Háskóla Íslands og annar vísindamanna. Þetta mál mjög alvarlegt, en sem betur fer hafa sænskir aðillar sett í gang fjölda rannsókna á málinu. Landspítalinn og Háskóli Íslands drógu lappirnar lengi vel, en í fyrra var loksins skipuð nefnd til að fjalla um hlut íslenskra lækna í málinu.

Siðfræðistofnun HÍ hefur boðið Kjell Asplund, formanni sænska landsiðaráðsins um læknisfræðilega siðfræði að fjalla um málið, nú á þriðjudaginn. Úr tilkynningu:

[Kjell var] áður prófessor og landlæknir í Svíþjóð, heldur erindi á vegum Siðfræðistofnunar um plastbarkamálið svokallaða. Kjell Asplund er höfundur skýrslu sem birt var í lok ágúst s.l. um þátt Karólinska sjúkrahússins í málinu þar sem ítalski læknirinn Macchiarini starfaði.

Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 17. janúar kl. 12.00 í stofu N132 í Öskju.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er öllum opinn.

Oftast hefur því verið haldið fram að þegar læknar og vísindamenn verða uppvísir af svindli eða brjóta siðareglur, að þeir séu siðblindir EINSTAKLINGAR. Staðreyndin er hins vegar sú að læknar og vísindamenn nútímans starfa í umhverfi sem einkennist af samkeppni og stressi. Vísindamenn þurfa að keppa um stöður, styrki, aðstöðu, doktorsnema og stuðning Háskóla yfirvalda. Ýmsir hafa fært rök fyrir því að umhverfi vísinda ali hreinlega af sér siðblindingja eins og Paolo Macchiarini, sem einblína á jákvæðu niðurstöðuna og hundsa neikvæðar afleiðingar rannsókna sinna. Einstaklingsbundin hvatakerfi verðlauna sjálfhverfa einstaklinga, sem hefja sjálfa sig upp, troða á öðrum, stytta sér leið, falsa niðurstöður eða stinga neikvæðum gögnum í skúffu, og með því svíkja vísindaleg viðmið og hefðir.


Sagan af hruni þorskstofnsins við Nýfundnaland

Sagan af hruni þorskstofnsins við Nýfundnaland

Það verður spennandi fyrirlestur á Hafró í næstu viku 18. janúar,

ERINDINU HEFUR VERIÐ FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA.

Hvar: Í húsi Hafrannsóknastofnunar á Skúlagötu 4 (1. hæð), Reykjavík.
Hvenær: Miðvikudaginn 18. janúar, 2017, klukkan 14:00 – 15:00
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Fyrirlesturinn verður á ensk

Sjá tilkynningu og ágrip erindis:

Hvers vegna hrundi stærsti þorskstofn í heimi og hvers vegna hefur hann ekki náð sér á strik, þrátt fyrir yfir tuttugu ára veiðibann?

Þorskstofninn við Nýfundnaland í Kanada var einn afkastamesti fiskistofn sögunnar í
tæpar fimm aldir. Árlegur afli var mest yfir 1,2 milljón tonn og stofnstærðin var metin á um 6 milljón tonn þegar mest var. Á tuttugu ára tímabili á seinni hluta tuttugustu aldar leiddi ofveiði til þess að stofnstærðin hrundi og að lokum var gripið til veiðibanns árið 1992. Þá var því spáð að nokkurra ára bann mundi duga til að stofninn næði aftur í fyrri stærð. Raunin varð hins vegar önnur og er veiðibannið enn í gildi árið 2016. Saga þorsksins við Nýfundnaland er oft notuð sem dæmi um hvernig samspil tækniframfara, mistaka við stofnmat og lélegrar fiskveiðistjórnunar getur eyðilagt endurnýtanlega náttúrauðlind á nokkrum árum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ástæður fyrir hruni þorskstofnsins og hvers vegna hann hefur ekki stækkað í fyrri stærð þrátt fyrir veiðibann.

Fyrirlesarinn er Dr. George A. Rose. Hann er kanadískur fiskifræðingur sem síðastliðin þrjátíu ár hefur unnið við rannsóknir á þorskstofninum við Nýfundnaland bæði fyrir kanadísku hafrannsóknastofnunina (Department of Fisheries and Oceans) og Memorial háskóla í St. John ́s á Nýfundnalandi. George hefur birt yfir 100 ritrýndar vísindagreinar ásamt verðlaunafræðibók um þorskstofninum við Nýfundnaland (George A. Rose. 2007. Cod: An Ecological History of the North Atlantic Fisheries. Breakwater Books, St. John ́s, NL, Canada. 591pp), hann er einnig aðalritstjóri
vísindatímaritsins Fisheries Research. Fyrirlestur Dr. George Rose er á vegum Hafrannsóknastofnunar, í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands.

 


Mun norskt genaregn eyðileggja íslenska laxinn?

Mun norskt genaregn eyðileggja íslenska laxinn? Greinin var birt í Fréttablaðinu og á vefnum visir.is. Í fyrra voru framleidd um 8.000 tonn af eldislaxi hérlendis. Hugmyndir eru um margfalda framleiðsluaukningu, í 60.000 til 90.000 tonn á ári. Til...

Fyrir flóðið - teikn eru á lofti

Mjög athyglisverð heimildamynd verður sýnd á RÚV í kvöld. Þar er fjallað um loftslagsmálin og yfirvofandi breytingar á veðrakerfum og loftslagi. Losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum er mikilvægasta umhverfismál samtímans. Ekki framtíðarinnar eða...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband