Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Hjartaþyngd bleikju

Dvergbleikjur eru meðal sérstökustu lífvera sem finna má hérlendis. Þær hafa þróast úr venjulegri bleikju, eru smærri og með kubbslegra höfuðlag en ættingjar þeirra. Þær búa einnig á öðrum svæðum, halda sig t.d. í ferskvatnslindum eða grýttasta botni Þingvallavatns.

Það eru vísbendingar um að dvergbleikjurnar hafi orðið til oft á Íslandi, þá líklegast í kjölfar staðbundinar aðlögunar að sérstökum búsvæðum. Samt er augljóst að þær eru ekki fyllilega einangraðar frá öðrum bleikjuafbrigðum, þar sem saman geta þau eignast frjó og frísk afkvæmi. Áhrif umhverfis á útlitið eru einnig mjög öflug, það fer að miklu leyti eftir því hvers konar fæðu seiðin fá, hverskonar lag líkamar þeirra taka.

Einnig sýna rannsóknir Hlyns Reynissonar að hjörtu 10 dvergbleikjuafbrigða er mjög áþekk að stærð. Það er vísbending um að dvergbleikjur séu mjög einsleitar, og styður þá hugmynd að þær séu allar af sama meiði. Greiningar á útliti og stærri rannsóknir á erfðabreytileika geta skorið úr um hvort að íslensku dvergbleikjurnar séu af einum meiði eða hafi orðið til aftur og aftur í þróun.

Hlynur mun kynna niðurstöður sínar föstudaginn 12 júni, kl 11:00 i stofu 131 í Öskju. Fyrirlesturinn er vörn á fjórða árs verkefni Hlyns, ágrip á íslensku og ensku má nálgast á vef HÍ.


Umræða um erfðabreyttar lífverur

Á fyrsta ári í doktorsnámi mínu í erfðafræði við North Carolina State University (NCSU) sótti ég námskeið sem hét "siðfræði og fagleg vinnubrögð í vísindum". Hluti af námskeiðinu fjallaði um ígildi Hippokratesar eiðs fyrir líffræðinga, annar um einkaleyfi, tilraunir á dýrum, og samskipti sprotafyrirtækja og Háskóla.

Nú var því slegið upp í Morgunblaðinu að Landbúnaðarháskólinn væri hluthafi í ORF líftækni, og gefið í skyn í það minnsta að rannsóknir allra vísindamanna og umsagnir um erfðatækni væru litaðar af þeirri staðreynd.

Í fréttinni sem hér fylgir ræðir Björn Örvar þessa ásökun og bendir á að viðkomandi vísindamenn leggi vísindalegann heiður sinn að veði, þegar þeir gefa umsagnir.

Ástæðan fyrir því að þetta viðfangsefni var tekið fyrir í NCSU var sú að þetta er mjög flókið mál. NCSU er að upplagi landbúnaðarháskóli, búinn til sem "land grant University", til að efla landbúnað í Bandaríkjunum. Margar deildir sinna ræktun á nytjategundum, sér deild um hænur, önnur um skógartré, meindýr á ökrum og þar frameftir götunum. Starfsmenn sem finna nýjar varnir gegn  pestum, eða leiðir til að bæta afköst hænsnabúa geta því oft selt niðurstöður sínar, eða stofnað um þær fyrirtæki (þetta er nýsköpun, hugmynd verður að fyrirtæki og tekjum). Og það er eðlilegt að háskólinn njóti góðs af, t.d. sem hluthafi. NCSU brenndu sig á því þegar tölfræðingurinn John Sall stofnaði tölfræðifyrirtækið SAS, að þeir veittu honum mjög takmarkaðan stuðning, og báru eðlileg lítið úr býtum. Tæknigarðar eiga að vera vettvangur fyrir slíka tækni og iðnþróun.

Hvernig viðheldur vísindamaður faglegu orðspori sínu þegar milljónir hanga á spítunni? Ef þú átt hugmyndina sjálfur, stofnaðu þá um hana fyrirtæki og haltu rannsóknunum til hliðar. Það eru vitanleg til fyrirtæki sem stunda rannsóknir, birta þær í ritrýndum tímaritum og allt það, en við látum þá umræðu eiga sig í bili.

Lausnin er að draga úr möguleika á hagsmunaárekstrum. Ef þú átt hlut í fyrirtæki í ákveðnum geira, þá getur þú ekki talist óháður umsagnaraðilli að efni á því fræðasviði. Eins verða þeir sem þú hefur unnið með áður, tengist ættarvenslum eða í gegnum félagslegt athæfi (vikulega tedrykkju, eða sjóböð) sjálfkrafa vanhæfir.

Hérlendis veifa stórnmálamenn og aðrir oft örmum og segja, ég gerði ekkert rangt. Vissulega hafði ég möguleika á því, en ég breytti samt rétt.

Okkur var kennt í námskeiðinu við NCSU að það á ekki að vera möguleiki á hagsmunaárekstrum ("there should be no possibility of conflict of interest"). Ef það var möguleiki á að þú gætir hafa misnotað aðstöðu þína, þá varðst þú að labba.

Því miður verður þessi pistill ekki sú ítarlega samantekt um erfðabreyttar lífverur sem efni standa til. En í það minnsta verður þetta örlítil innsýn í veröld vísindafólks. Það er vissulega mannlegt, en flestir þeirra gera sér grein fyrir því hvar mörk persónulegra skoðanna og faglegrar þekkingar liggja.


mbl.is Grundvallarspurning um mann og náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunvísindi og líffræði

Vita framhaldsnemar hvað raunvísindi ganga út á? Hvað felur starfsferill í líffræði i sér, eða frami í stjörnufræði, eðlisfræði eða efnafræði? Þetta var umfjöllunarefni sjónvarpsfrétta RUV í gærkvöldi. Samkvæmt Atla Harðarsyni aðstoðarskólastjóra við...

Erindi: Áhrif mannsins á gróðurlendi

Í dag mun Sverrir Aðalsteinn Jónsson flytja fyrirlestur um rannsókn á gróðurfari í Fljótsdalshéraði. Hann notaði jarðfræðilegar aðferðir til að skoða breytingar sem orðið hafa á síðustu 2000 árum, og kanna hvort að maðurinn eða breytingar á veðurfari...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband