Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Hjartaþyngd bleikju

Dvergbleikjur eru meðal sérstökustu lífvera sem finna má hérlendis. Þær hafa þróast úr venjulegri bleikju, eru smærri og með kubbslegra höfuðlag en ættingjar þeirra. Þær búa einnig á öðrum svæðum, halda sig t.d. í ferskvatnslindum eða grýttasta botni Þingvallavatns.

Það eru vísbendingar um að dvergbleikjurnar hafi orðið til oft á Íslandi, þá líklegast í kjölfar staðbundinar aðlögunar að sérstökum búsvæðum. Samt er augljóst að þær eru ekki fyllilega einangraðar frá öðrum bleikjuafbrigðum, þar sem saman geta þau eignast frjó og frísk afkvæmi. Áhrif umhverfis á útlitið eru einnig mjög öflug, það fer að miklu leyti eftir því hvers konar fæðu seiðin fá, hverskonar lag líkamar þeirra taka.

Einnig sýna rannsóknir Hlyns Reynissonar að hjörtu 10 dvergbleikjuafbrigða er mjög áþekk að stærð. Það er vísbending um að dvergbleikjur séu mjög einsleitar, og styður þá hugmynd að þær séu allar af sama meiði. Greiningar á útliti og stærri rannsóknir á erfðabreytileika geta skorið úr um hvort að íslensku dvergbleikjurnar séu af einum meiði eða hafi orðið til aftur og aftur í þróun.

Hlynur mun kynna niðurstöður sínar föstudaginn 12 júni, kl 11:00 i stofu 131 í Öskju. Fyrirlesturinn er vörn á fjórða árs verkefni Hlyns, ágrip á íslensku og ensku má nálgast á vef HÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband