15.5.2009 | 14:32
Einkaleyfi á genum
Þetta hljómar sérkennilega, en það hefur verið mögulegt að skrá einkaleyfi á stökkbreytingum í ákveðnum genum. Hugmyndin er sú að það gefi fyrirtækjum kleift að þróa greiningarpróf sem gætu nýst við að skilgreina eða fyrirbyggja sjúkdóma.
Gallinn er náttúrulega sá að fullt af fólki er með genin sín á sínum eigin litningum, og hvernig getur einhver fengið einkaleyfi á geni frekar en að fá einkaleyfi á freknum eða eyrnasneplum?
Nú er verið að reka dómsmál í Bandaríkjunum, sem miðar að því að hrekja einkaleyfi á ákveðnu geni. American civil liberties union sækir málið fyrir hönd Genae Girard.
Því miður gefst mér ekki tími til að gera þessu ítarlegari skil í þessari færslu. Ráðum bót á því síðar. Þangað til mæli ég með grein JOHN SCHWARTZ um málið í NYTimes Cancer Patients Challenge the Patenting of a Gene.
Sjá einnig umfjöllun á heimasíðu ACLU.
13.5.2009 | 16:57
Estrogen viðtakinn
Í upphaflegu fréttinni á BBC segir Dr Lesley Knapp, við University of Cambridge: "Það er almennt vitað að konur verjast sýkingum af meira harðfygli, og jafna sig hraðar en menn" ("Women are well known to be able to respond more robustly to infections, and to recover more quickly than men.) Fyrirsögn fréttar BBC (og þar af leiðandi mbl.is) missir því miður marks.
Fréttin fjallar um rannsókn sem miðaði að því að rannsaka hvers vegna.
Maya Saleh og félagar rannsökuðu mýs sem vantaði gen fyrir caspasa-12, sem hefur áhrif á bólgusvörun. Tilraunin gekk út á að skjóta inn eintaki af samsvarandi geni úr manninum, og kanna þol músanna gagnvart sýkingum.
Estrogen og skyld afleiða þess, testosterón, tilheyra fjölskyldu stera sem bindast ákveðnum prótínum í kjarna frumnanna. Þessi prótín er að mestu sértæk fyrir ákveðnar gerðir stera, og hafa það hlutverk að stýra tjáningu fjölda gena. Estrogen-viðtakinn eins og hann er kallaður binst t.d. við fjölda stýrilraðir fjölda gena og hefur áhrif á hvort frá þeim sé myndað mRNA eða ekki.
Það er samt ekki ljóst hvort að estrógen sé sá þáttur sem mestu skiptir í þessu tilfelli, þar sem það eru margir aðrir þættir sem eru mismunandi á milli karl og kvendýra.
Mbl.is hefur oft sýnt "frábær" vinnubrögð við þýðingu vísindafrétta en núna er greinin allavega með varfærið orðalag (þótt það sé mjög augljóst að hún er þýdd setningu fyrir setningu - ég segi nemendunum mínum að þeir verði að gera betur en mbl.is!). Á einum stað fer þýðingin alveg út af sporinu.
Genið var síðan sprautað í mýsnar, þ.e. bæði kyn. Niðurstaðan var sú að aðeins karldýrin áttu í meiri hættu á að fá sýkingar.
The human Caspase-12 gene was implanted into a group of male and female mice, but only the males became more prone to infection.
Genið var innlimað í erfðamengi músarinnar, því var ekki bara sprautað inn. Þetta er eins og að segja að bjórnum var hellt, en ekki tiltekið hvert honum var hellt (í munn, vasa, blómapott).
Ítarefni:Upphaflega fréttin á BBC Women 'fight off disease better'
Heimasíða leiðtoga rannsóknarhópsins Mayu Saleh.
![]() |
Telja ónæmiskerfi kvenna sterkara en karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2009 | 12:33
Fljúgandi píanó veiran
12.5.2009 | 10:41
Að stjórna eða stuðla að
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó