28.4.2009 | 18:16
Erfðamengi inflúensuveirunnar
Influensu veirur eru sérstaklega duglegar í vinnunni, og kunna að koma sér áfram. Frá sjónarhorni veirunnar er ekkert athugavert við það að fjölga sér, sýkja fleiri einstaklinga og stökkbreytast. Allt er þetta eðlilegur hluti af lifinu. Ef við ímyndum okkur að inflúensuveirur hafi meðvitund og siðferðisvitund er allt eins líklegt að þær meti það þannig að líf þeirra skipti meira máli en hýslanna og haldi sínu striki (rétt eins og manninum virðist ekkert heilagt í leit sinni að lifibrauði og lífsgæðum).
Það sem gerir inflúensuveirur sérstaklega hættulegar er geta þeirra til að stela og skiptast á erfðaefni. DNA er erfðaefni flestra lífvera nema hvað nokkrar fjölskyldur veira nota RNA, sem er stökkbreytist hraðar en DNA. Auðvitað er inflúensu veiran með RNA erfðaefni, sem eykur þróunarhraða hennar. Að auki er erfðaefni hennar í 8 bútum (litningum) sem getur leitt til skipta á erfðaefni, ef veirur af tveimur gerðum (t.d. úr svíni og manni) smita sama einstakling.
Þannig getur orðið til ný veiruafbrigði sem ónæmiskerfi okkar (og svínanna) þekkja eigi svo gjörla. Ef sama veiruafbrigði smitast á milli manna og leikur hýsla sína grátt er voðinn vís.
Þannig geta stökkbreytingar og endurröðun erfðaefnis gefið af sér nýjar gerðir lífvera. Og ef þessar gerðir lífvera starfa vel í umhverfi sínu, t.d. sýkja menn hratt og rækilega þá aukast þær í tíðni og breiðast út (frá sjónarhorni veirunnar "dafna"). Þetta er nokkuð sem þróunarkenning Darwins spáir fyrir um og dæmi um hagnýtt gildi grunnvísinda (jafnvel þó þau falli ekki að trúarskoðunum allra borgaranna).
Þróunarkenningin segir okkur líka að það er ekki veirunni í hag að drepa alla hýslanna sinna. Faraldrar eins og inflúensan lúta þróunarlegum lögmálum, og það gerist nær alltaf að dánartíðni lækkar eftir því sem faraldurinn gengur lengur. Það er vitanlega ekki huggun þeim sem eiga um sárt að binda en þróun veirufaraldra er alltaf á þessa leið, eins og Ian Sample rekur í grein í the Guardian.
Góðu fréttirnar eru þær að veirulyfin Tamiflu og Relenza virka gegn veirunni, en lyfin þarf að taka í upphafi sýkingar. Þannig að ef tilfelli greinist þá eru allri ættingjar og þeir sem í snertingu við viðkomandi settir á kúr, til að hindra frekara smit.
Slæmu fréttirnar eru þær að ekki eru allir jarðarbúar jafn vel í stakk búnir fyrir svona farldur og vestræn ríki (t.d. Ísland). Mestar líkur eru á að veiran breiðist til landa sunnan miðbaugs með mjög óhugnanlegum afleiðingum. Spurning er hvort maður hætti ekki að borða kleinur og sendi andvirðið til Afríku fyrir flensulyf.
Ítarefni
Robin McKie við the Guardian ræðir þróun svínaflensu.
Einn af pennum Livescience.com Robert Roy Britt, ræðir um þróun veirunnar.
Landlæknisembættið er með ágætis síðu um hefðbundnar influensuveirur, og sérsíðu um svínaflensuveiruna.
![]() |
Ekki venjuleg svínainflúensuveira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 29.4.2009 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 16:11
Einangraði taugavaxtarþátt
Dásamleg tíðindi í alla staði. Rita Levi-Montalcini vann að rannsóknum á starfsemi tauga og fann prótín sem hefur áhrif á vöxt taugafruma. Hún skilgreindi áhrif taugavaxtarþáttarins (nerve growth factor : NGF) og ásamt Stanley Cohen einangruðu þau prótínið og rannsökuðu frekar. Þau komust að því fyrir algera tilviljun að þátturinn er í mjög háum styrk í munnvatnskirtlum.
Stanley Cohen ætlaði að nota eiturblöndu úr snákakirtli til að melta burtu erfðaefni í sýninu, en þá kom í ljós að blandan hafði mjög sterk áhrif á sérhæfingu taugafrumanna. Þannig komust föttuðu þau að NGF er búið til í mismuandi vefjum, og er sérstaklega mikið framleitt í munnvatnskirtlum.
Rannsóknum hennar og Stanley Cohens er gerð ítarleg skil í fréttatilkynningu Nóbelnefndarinnar. Ég mæli einnig með því að þið lesið æviágrip hennar.
Rita Levi-Montalcini er taugavísindamaður sem berst fyrir bættir vísindakennslu. Því atlaga sköpunarsinna gegn þróunarkenningunni er í lítið dulin árás á vísindin og upplýsinguna.
![]() |
Elsti nóbelsverðlaunahafinn 100 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2009 | 09:52
DNA dagurinn 25 apríl
22.4.2009 | 17:26
Fósturvísir var það heillin
Vísindi og fræði | Breytt 23.4.2009 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó