7.4.2009 | 12:45
Vélmenni prófar vísindalegar tilgátur
Félagi minn í menntaskóla sagði mér einu sinni frá smásögu (ég man ekki hvern!) um veröld framtíðarinnar, þar sem tölvur og vélmenni sjá um alla útreikninga. Enginn kann lengur að reikna, hvað þá leysa jöfnur. Síðan (endur)uppgötvar einhver aðferðir til útreikninga, og það sem áður var gleymt lifnar aftur við.
Ástæðan fyrir því að þessi saga rifjaðist upp fyrir mér er tveimur greinum í tímaritinu Science í síðustu viku,
Í þeirri grein er lýst þróun vélmenna til að búa til og prófa vísindalegar tilgátur. Eitt forritið tók inn gögn og spáði fyrir um lögmál Newtons. Vélmennið ADAM var matað á frumgögnum um líffræði gersveppsins og gat búið til tilgátur um starfsemi gena sem áður höfðu ekki verið rannsökuð. Adam býr einnig yfir tækjum til að rækta sveppi og skoða vöxt þeirra, sem hann notaði til að prófa tilgátur sínar.
Við lítum oft á vísindi sem eitt af þeim eiginleikum (ásamt t.d. skopskyni, tónlistargáfu og almennri sköpunaráráttu) sem skilja okkur frá dýrunum. En hér höfum við hannað vél sem getur búið til tilgátur, hannað tilraunir og lesið úr niðurstöðum.
Fréttin um þessi vélmenni birtist 2 apríl, og verður að viðurkennast ég hélt að um gabb væri að ræða. Eftir að hafa lesið mér til og kíkt á birtingalista viðkomandi höfunda þá er ég sannfærður um að svo sé ekki.
Vissulega eru slík apparöt takmörkuð og mannskepnurnar hafa enn eitthvað í vísindum að gera. En þetta er einnig áminning til okkar sem vísindafólks, við verðum að hafa vit á því að velja viðfangsefni sem eru virkilega djúp og krefjandi. Sumar spurningar sem við rannsökum eru í raun verkefni fyrir vélmennin Adam og Evu.
Umfjöllun fréttamiðla:
Victoria Gill ritar á síðu BBC Robo-scientist's first findings
Ian Sample setur saman mjög áleitinn texta í the Guardian 'Eureka machine' puts scientists in the shade by working out laws of nature 2 Apríl 2009
Frumheimildir:
Michael Schmidt og Hod Lipson, Distilling Free-Form Natural Laws from Experimental Data Science 3 April 2009: 81-85.
Ross D. King og 12 félagar, The Automation of Science, Science 3 April 2009: 85 - 89.
Vísindi og fræði | Breytt 8.4.2009 kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 13:57
Endurnýjun hjartans
Það er almennur sannleikur að hjartað er viðkvæmt fyrir skemmdum og flestir telja að hjartavöðvafrumur geti ekki skipt sér og endurnýjað þennan lífsnauðsynlega vef.
Í ljós kemur að flestir hafa rangt fyrir sér, þar sem rannsókn leidd af Dr. Jonas Frisen við Karólinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi sýnir að hjartað endurnýjast. En það gerist mjög hægt. Samkvæmt niðurstöðum og líkönum þeirra endurnýjast um eitt prósent vöðvafruma hjartans árlega í 25 ára einstaklingum, en síðan hægir á. Í 75 ára einstaklingum endurnýjast um hálf prósent hjartafruma árlega.
Mynd af vef Science MARK ALBERHASKY/ALAMY
Nicolas Wade gerir þessum rannsóknum dásamlega skil í föstudagsblaði NY Times, undir fyrirsögninni Heart Muscle Renewed Over Lifetime, Study Finds.
Niðurstaðan er mjög athyglisverð, og gefur okkur betri sýn á hjartað og þær skemmdir sem það verður fyrir. Það er sérstaklega mikilvægt að átta sig á því að hjartað býr yfir endurnýjunarmætti, en að sá máttur er takmarkaður.
Að auki verðum við að geta aðferðarinnar sem Frisen og samstarfsmenn beittu. Venjulega er hægt að skoða endurnýjun í vefjum með því að gefa tilraunadýrum geislamerkta basa, sem innlimast í erfðaefni þegar frumur eftirmynda erfðaefni sitt í aðdraganda skiptingar. Slíkar tilraunir er vitanlega ekki hægt að gera í mannfólki. Frisen og félagar nýttu sér þá staðreynd að kjarnorkutilraunir framkvæmdar á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar, voru í raun "náttúrulega manngerð" geislamerkingar tilraun. Með því að skoða hlutfall geislavirks kolefnis í erfðaefni hjartavöðva einstaklinga sem fæddir voru fyrir, meðan og eftir að kjarnorkutilraunirnar fóru fram tókst þeim að sýna fram á endurnýjun hjartafrumanna.
Frumheimildin lýsir þessu í smáatriðum, sérstaklega hvernig hópurinn þurfti að flokka frumur eftir gerðum og DNA magni (25% hjartafruma tvöfalda nefnilega erfðaefni sitt en skipta sér ekki).
Frumheimild
Evidence for Cardiomyocyte Renewal in Humans Olaf Bergmann et al Science 3 April 2009: Vol. 324. no. 5923, pp. 98 - 102
Ítarefni
DEVELOPMENT BIOLOGY: Turnover After the Fallout eftir Charles E. Murry and Richard T. Lee Science 3 April 2009: Vol. 324. no. 5923, pp. 47 - 48
2.4.2009 | 14:42
Vísindaárið 2009
1.4.2009 | 17:57
Mogginn gleypti gabbið
Vísindi og fræði | Breytt 2.4.2009 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó