Leita í fréttum mbl.is

Vísindaárið 2009

Eins og komið hefur fram er árinu 2009 fagnað af líffræðingum um allan heim, sem minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár frá útgáfu bókar hans um uppruna tegundanna.

Í ár er einnig fagnað á alþjóðelga vísu ári stjörnufræðinnar, m.a. vegna þess að 400 ár eru liðin síðan Galileo Galilei hóf rannsóknir á himingeimnum með stjörnusjónauka sem verkfæri og að Jóhannes Kepler gaf út tímamóta bók um stjörnurannsóknir. Ári stjörnufræðinnar eru gerð góð skil á vefnum www.2009.is, og einnig af umsjónarmönnum www.stjornuskodun.is/ sem halda einnig út samnefndri blogsíðu (stjornuskodun.blog.is). 

Okkar síða er helguð líffræði og læknisfræði sem mótast af áhuga okkar og bakgrunni, en ég skora á áhugafólk um vísindi að stoppa reglulega við á fyrrnefndum síðum sér til fróðleiks.

Til að mynda verður haldinn fyrirlestur laugardaginn 4 apríl um heimsfræðina, sögu heimsins og uppruna. Erindið flytur Lárus Thorlacius, sem starfar við Raunvísindadeild HÍ og Nordita kjarnan í Stokkhólmi. Erindið er hluti af fyrirlestraröð sem kallast Undur veraldar: undur alheimsins og fer fram klukkan 14:00 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Sama dag mun Eyja Margrét Brynjarsdóttir halda fyrirlestur um Thomas Kuhn. Sá fyrirlestur hefst kl 13:00 og er því möguleiki á að ná þeim báðum ef vel er á spilunum haldið og skór kyrfilega reyrðir um fætur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég ætla pottþétt á Eyju!

Anna Karlsdóttir, 2.4.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sama hér, ég var mjög ánægður með erindi hennar á Darwin deginum, og er spenntur fyrir úttekt hennar á "byltingamanninum".

Arnar Pálsson, 3.4.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband