Leita í fréttum mbl.is

Mogginn gleypti gabbið

sem kannski segir okkur eitthvað um það hvernig fréttir eru unnar á miðlinum.

Þetta var aprílgabb the Telegraph, sjá samantekt the Guardian.


mbl.is Nefertiti í fegrunaraðgerðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggertsson, Watson og Crick

Í gær flutti Guðmundur Eggertsson erindi um DNA líkan Watsons og Cricks, í fyrirlestraröðinni byltingarmenn vísindanna. Nokkrir af fyrrverandi nemendum Guðmundar sóttu fyrirlesturinn, auk fjölda annara, og vorum við sammála um að hann hefði engu gleymt og greinilega lært heilmargt nýtt. Stemmingin var áþekk því að sitja í kennslu í Erfðafræði á Grensásvegi og læra um töfra DNA sameindarinnar og vísindamennina sem rannsökuðu eiginleika hennar.

Vonandi ritar Guðmundur fyrirlesturinn upp í pistil og kemur í prentun. Guðmundur hefur af gefinni ástæðu verið kallaður faðir erfðafræðinnar á Íslandi, og það var viðeigandi að Fréttablaðið skyldi gera honum og erindinu skil á tímamótasíðunni (Hægt er að nálgast fréttina á síðu fréttablaðsins undir visir.is) en hér að neðan birtist textinn og meðfylgjandi mynd - athugið að myndin er eign Fréttablaðsins/GVA).

Fáa óraði fyrir þeim ótal möguleikum sem opnuðust

Byltingamenn vísindanna er yfirskrift á fyrirlestraröð á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Í dag mun Guðmundur Eggertsson, prófessor í líffræði, gera framlagi þeirra James D. Watson og Francis Crick skil en þeir settu fram líkan af DNA-kjarnsýrunni árið 1953.

"Í fyrirlestrinum verður fyrst rakinn aðdragandi þess að þeir Watson og Crick settu fram DNA-líkanið. Böndin höfðu þá borist að DNA sem erfðaefni lífvera eftir að prótín höfðu lengi verið talin líklegri til að gegna því hlutverki. Hvort tveggja finnst í litningum og menn vissu að litningar báru genin. Hins vegar var óljóst með öllu hvernig bæði byggingu og starfsemi DNA væri háttað. Líkan Watsons og Cricks lyfti hulunni af byggingu DNA-sameindarinnar og gaf sterkar vísbendingar um starfsemi hennar," segir Guðmundur.G.Eggertsson.mars.2009

Þeir félagar höfðu einbeitt sér að DNA-sameindinni um tveggja ára skeið en Guðmundur segir athyglisvert að þeir gerðu engar tilraunir sjálfir heldur nýttu sér þær upplýsingar sem voru fyrir hendi. "Aðalatriðið er að þeir komu fram með líkan sem var mjög sannfærandi. Það var svo fallegt að margir sögðu að þess vegna hlyti það að vera rétt en það var ekki að fullu sannað þegar þeir settu það fram."

Líkanið opnaði dyr fyrir margvíslegar rannsóknir á starfsemi frumunnar. "Þó að bygging sameindarinnar væri ljós tók við að skýra hvernig erfðaefnið gegndi hlutverki sínu. Í ljós kom að röð eininga í DNA-sameindinni ákvarðar röð eininga í prótín-sameindum sem eru helstu starfssameindir frumunnar. Samsvörunin á milli þessara raða er kallað erfðatáknmálið," segir Guðmundur.

Síðar hefur tækninni fleytt fram og fundu menn aðferðir til að fást við DNA með erfða- eða líftækni. "Nú er hægt að raðgreina erfðaefni manns á nokkrum dögum. Eins geta menn rannsakað DNA úr löngu látnu fólki og jafnvel löngu útdauðum tegundum. Þegar líkanið var sett fram á sínum tíma dreymdi fáa um að nokkurn tímann yrði hægt að raðgreina erfðaefni tegunda," segir Guðmundur.

Guðmundur segir merkilegt hvað erfðafræðin var komin langt í að skilgreina starfsemi gena án þess að vita úr hverju þau voru gerð áður en uppgötvun Watsons og Cricks var kunngjörð. "Erfðafræðingar voru búnir að rannsaka gen í langan tíma og vissu hvernig þau erfðust og stjórnuðu erfðaeiginleikum lífvera. Þeir vissu bara ekki úr hverju þau voru eða hvernig þau störfuðu. Þeirra framlagi var því ekki kollvarpað með uppgötvun Watsons og Cricks heldur var hún nauðsynleg viðbót." Oft er talað um að bylting hafi orðið í líffræðinni þegar líkanið var sett fram og mun Guðmundur staldra við þá fullyrðingu.

Fyrirlesturinn fer fram í sal tvö í Háskólabíói klukkan eitt í dag. Síðasti fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni verður svo laugardaginn 4. apríl en þá fjallar Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur um Thomas Kuhn og vísindabyltingar almennt.

 


Sitthvað í vikulokin

Við skipuleggjendur Darwin daganna erum að slípa dagskránna fyrir haustið 2009. Nokkrir erlendir vísindamenn munu koma og halda yfirlitserindi. Við ætlum einnig að halda ráðstefnu á þjóðlegri nótum, þar sem innlendir vísindamenn halda yfirlitserindi um...

Bylting DNA byggingar

Ötull hópur stendur fyrir fyrirlestraröð um byltingarmenn vísindanna, og hafa nú Bohr, Gödel og Turing verið gerð skil. Nú á laugardaginn (28 mars) mun Guðmundur Eggertsson kynna Francis Crick og James Watson , sem unnu það sér til frægðar að setja fram...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband