24.3.2009 | 11:57
Víðfemar amöbur
Flestir læra um amöbur í grunnskóla, þær eru teknar sem dæmi um agnarsmáar og einfruma lífverur. Þær eru heilkjörnungar, sem þýðir að þær geyma erfðaefni sitt í kjarna, gagnstætt bakteríum og fornbakteríum sem einkennast af því að umfrymið og erfðaefnið eru í sama rými. Það eru til margar gerðri amaba, en sumar tegundir eru kallaðar félagslyndar ("social amoebas") geta myndað flekki og starfað saman.
Dictyostelium er frægasta dæmið um slíkt (sjá mynd neðar), en þar safnast einfrumungar saman, mynda flekk sem skríður áfram, tekur á sig stilk form og spýtir frá sér gróum. Þar vinna margar frumur saman, en ekki allar ná að fjölga sér, þær sem eru í stilknum verða skildar eftir, en þær sem eru í hausnum mynda gró og þar með næstu kynslóð. Þetta dæmi sýnir hina klassísku togstreitu milli kynfruma og sómatískra-fruma sem fjölfrumungar standa frammi fyrir.
Myndin er af síðu NY Times, en er eign Owen Gilbert við Rice University.
Nýverið kom í ljós að amöbur í hópnum Reticulomyxa, geta einnig myndað stóra fláka, sá stærsti sem fundist hefur var 13 metrar á breidd (40 fet). Allar frumurnar í flákanum voru erfðafræðilega "eins". Að auki hafa fundist amöbur sem renna saman í eina frumu, stundum með miljónir eins kjarna. Slíkar frumur geta orðið nokkrir sentimetrar í þvermál. Myndbönd af þessum amöbum og betri útlistun á líffræðinni er hægt að nálgast á vefsíðu New York Times, Oozing Through Texas Soil, a Team of Amoebas Billions Strong eftir CAROL KAESUK YOON.
Pistillinn er ritaður af athyglisverðri blöndu af kæringi og kunnáttu. Yoon tvinnar saman fræði og "the Blob" á mjög hressilegan hátt, en stenst þá freistingu að gefa fréttinni fyrirsögn í stíl gulu pressunar. Við sýnum álíka taumhald í val á fyrirsögn, en maður gæti samt séð fyrir sér:
13 metra amaba ræðst á Raufarhöfn
Risa amaba í Central ParkSlabbið króar af skátaflokk
Spiluðu fótbolta á risafrumu
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 13:40
Varpa ljósi og sjá hvað?
Mannerfðafræði nútímans er leit að brotinni nál í rúlluböggum. Árangur felst í því hversu stór nálin er, hversu marga rúllubagga maður skoðar og hversu ítarlega maður skoðar hvern rúllubagga. Ef við umorðum þetta yfir á erfðamállýsku, þá skiptir það mestu máli hversu sterk áhrif stökkbreytingar hafa (auka þær líkurnar á sjúkdómi um 1% eða 100%?), hversu marga einstaklinga maður skoðar (það þarf oftast um 1000 sjúklinga og álíka marga í viðmiðunarhóp) og hversu margar stökkbreytingar maður skoðar.
Að auki þurfa mannerfðafræðingar líka að staðfesta áhrifin, með því að rannsaka annan stofn (þýði). Vísindalegar tilraunir verður að vera hægt að endurtaka! En ef þú þarft að skoða 20000 manns til að finna áhrif af stökkbreytingunni, eru áhrifin fjarska veik!
Samkvæmt frétt mbl.is, sem er svipuð fréttatilkynningunni frá AFP, (sjá einnig hér) þá hafa fundist stökkbreytingar í nokkrum genum sem auka líkurnar á hjartaáföllum. Samkvæmt fréttinni þá varpar þetta ljósi á hjartaáföll, sem er sjálfum sér ágætt nema hvað við fáum ekki að vita hvernig.
Hvernig litist ykkur á fyrirsögnina "kosningar skera úr um vilja kjósenda"? Ef fréttin sem fylgdi slíkri fyrirsögn myndi ekki segja okkur hver vilji kjósenda er, hvaða flokka eða frambjóðendur þeir hafi valið, þá er hún ekki pappírsins eða vefsíðunnar virði.
Einnig fannst mér sérkennilegt að sjá að "erfðafræðilegar stökkbreytingar" hefðu áhrif á líkurnar á sjúkdómnum. Þetta er álíka og að staðhæfa að kókómjólk sé mjólkurkennd.
Meira um It takes a genome, síðar í vikunni. Það er kominn tími til að setja mannerfðafræðina í samhengi.
![]() |
Varpar ljósi á hjartaáföll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 24.3.2009 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2009 | 12:33
Lesum um uppruna tegundanna
Vísindi og fræði | Breytt 24.3.2009 kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2009 | 09:52
Svindl í svefnrannsóknum
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó