Leita í fréttum mbl.is

Attenborough ofsóttur

Á nokkura ára fresti birtist David Attenborough á skjánum með nýja og spennandi þáttaröð um lífið á jörðinni. Núna síðast var sýnd í ríkissjónvarpinu þáttaröð um lífverur með kalt blóð, sem lagði áherslu á fjölbreytileika skriðdýra, oft magnað atferli þeirra og aðlaganir.

Allir sem ég þekki bera mikla virðingu fyrir Attenborough, og hrífast af einlægum og auðmjúkum frásagnarstíl hans. Samt finnst fólk sem finnst ástæða til að senda honum níð í hatursfullum skeytum. Eitt bréfið staðhæfir að hann munni brenna í helvíti og að það séu makaleg málagjöld. "They tell me to burn in hell and good riddance."

Orðanotkun viðkomandi gefur vísbendingu um ástæður þessa haturs. Hér um ræðir einstaklinga sem aðhyllist guðlega sköpun (það að einhver guð hafi skapað jörðina og sé sífellt að skapa lífverur), og sem finnst það málstað sínum til framdráttar og drottni til dýrðar að senda náttúrufræðingi í sjónvarpinu póst og óska honum dauða.attenborough10c

(Mynd frá BBC)

Sköpunarsinnar eru sannfærðir um að aðlaganir lífvera séu tilkomnar vegna guðlegs inngrips, en líffræðingar vita að náttúrulegt val getur útskýrt fyrirbærin án þess að skírskota til yfirnáttúrulegra krafta.  Attenborough bendir á margar aðlaganir sem eru einni lífveru til framdráttar, á kostnað annarar, með hans orðum:

"Sköpunarsinnar vísa alltaf til fallegra vera eins og kólibrífugla. Ég vísa til smábarns í Austur-Afríku sem er með sýkjandi orm í auganu. Ormurinn getur ekki lifað á annan hátt, hann grefur sig í gegnum augu. Það er erfitt að samræma slíkt við hugmyndina um guðlegan og algóðan skapara."

"They always mean beautiful things like hummingbirds. I always reply by saying that I think of a little child in east Africa with a worm burrowing through his eyeball. The worm cannot live in any other way, except by burrowing through eyeballs. I find that hard to reconcile with the notion of a divine and benevolent creator."

Og þegar blaðamaður spyr hann um þá kröfu sköpunarsinna að kenna hugmyndir um vitræna hönnun samhliða þróunarkenningunni, er afstaða hans ennþá skýrari.

"Það er eins og að segja að tveir plús tveir séu fjórir, en ef þú vilt trúa því þá getur það líka verið fimm...þróun er ekki kenning, heldur staðreynd"

"It's like saying that two and two equals four, but if you wish to believe it, it could also be five ... Evolution is not a theory; it is a fact"

Bók Darwins um uppruna tegundanna lagði fram náttúrulega útskýringu á eiginleikum, fjölbreytileika, dreifingu og starfsemi lífvera, rétt eins og Copernikus og Newton settu fram lögmál um gang himintungla um sólina. Vel flestir meðtóku þessi lögmál og héldu sinni trú á hið góða (sama hvaða nafni guðinn kallast), en af einhverri ástæðu eru margir sem eiga bágt með að trúa því að maðurinn sé ekki skapaður af guði (eða guðum). Sem er eins og margir hafa bent á hluti af þeirri meingölluðu og stórhættulegu lífsýn að maðurinn sé yfir náttúruna hafinn.

Ítarefni

Riazat Butt í the Guardian Attenborough reveals creationist hate mail for not crediting God

Frétt BBC Attenborough 'received hate mail'

 


Erindi: Vatn í heila og efnaskipti í bakteríu

Tvö athyglisverð erindi á sviði líf og læknisfræði verða í þessari viku.

Fyrst ber að nefna erindi Dr. Torgeir Holen, við taugarannsóknardeild Oslóarháskóla ("Centre for Molecular Biology and Neuroscience, Norwegian Centre of Excellence at the University of Oslo")  What do water channels and square arrays do in the brain? Holen hefur verið að rannsaka hlutverk svokallaðra Aquaporin prótína, sem eru mikilvæg í nýrum en finnast einnig í miklum mæli í heila. Yfirleitt eru prótín einungis mikið tjáð í vefjum ef þeirra er þörf, en enginn veit hvaða hlutverki þessi prótín gegna í heilanum. Erindi Torgeirs er hluti af fyrirlestraröð miðstöðvar framhaldsnáms í lífvísindum GPMLS.

Fyrirlesturinn verður í dag mánudaginn 9 febrúar 2009, kl 15:30 í herbergi 343 í Læknagarði.

Fimmtudaginn 12 febrúar flytur Dr. Holger Jenke-Kodama erindi um efnaskipti í bakteríum ("A New Approach to an Old Riddle: Evolutionary Systems Biology of Bacterial Secondary Metabolism"). Jenke-kodama sótti um stöðu í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, og var honum boðið að koma hingað og halda erindi (sem er vísbending um að hann sé einn af skárri umsækjendunum). Fyrirlesturinn verður kl 15:30 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Að erindinu loknu kl hálf fimm hefst málþing til heiðurs Charles Darwin.


Darwin var fiskur

Í kæringi reyndi ég að sannfæra Skúla Skúlason um að halda erindi með þessum titli, sem hluta af hátíðarhöldum vegna afmælis Charles Darwin 12 febrúar 2009 (" hefur maðurinn eðli? " og darwin.hi.is ). Skúli tók uppátækinu af miklu jafnaðargeði, og mun...

Erindi um samtöl fruma

Í dag, 5 febrúar 2009 verður geysispennandi erindi um ávaxtaflugur. Þær eru undurfallegar og alger gullnáma fyrir rannsóknir á þroskun og genastarfsemi. Saman ber mynd af augnforvera og taugastilki sem tengist við heilabú flugunnar. Mynd var fjarlægð -...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband