4.2.2009 | 11:11
Langlífi og stjórnun gena
Gen fyrir þessu og gen fyrir hinu. Réttara er að segja að mismunandi afbrigði gena hafi áhrif á eiginleika, t.d. langlífi eða augnalit. Stökkbreytingar í genum eru orsök þess að mismunandi afbrigði, einnig kallað samsætur ("alleles") gena finnast í hópi einstaklinga. Sumir einstaklingar geta verið með eitt afbrigði (t.d. A) en aðrir annað (a). Oftast eru samt miklu fleiri afbrigði af hverju geni, og réttara að tala um runu samsæta (A1, A2, A3...). T.d. eru til nokkur hundruð útgáfur af Rhesus blóðflokkunum!
Í rannsóknunum sem hér er lýst sást að ein ákveðin samsæta af FOXO3A geninu er algengari í langlífum einstaklingum en í viðmiðunarhóp. Fyrst birtu Willcox og félagar grein í PNAS (í september 2008) sem bendlaði þessa útgáfu af FOXO3A við langlífi í japönsku fólki.
Ný rannsókn hóps við Háskólann í Köln (Christian-Albrechts-University in Kiel - CAU) er endurtekning á fyrri rannsókninni í evrópubúum, og eru niðurstöðurnar samhljóma. Mannerfðafræðirannsóknir nútímans eru með strangar kröfur um endurtekningar og eru niðurstöður einnar rannsóknar í einu landi ekki teknar gildar (nema ef um mjög stórt þýði er að ræða!). En vitanlega þarf frekari rannsóknir til að hægt sé að slá nokkru á fast varðandi áhrif FOXO3A á langlífi.
FOXO3A tilheyrir hópi gena sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá ykkar æruverðugum, genið skráir fyrir umritunarþætti ("transcription factor"). Slík prótín stjórna öðrum genum, með því að hafa áhrif á RNA framleiðslu (umritun - e. trancription), og geta þannig ráðið því hvar ákveðin gen eru tjáð, hvenær og í hversu miklu magni. Margir sjúkdómar koma til vegna þess að gen eru ekki umrituð eða á þeim kveikt á röngum tíma...þ.e. vegna galla í genastjórn.
Hin líffræðilegu ferli sem FOXO3A tengjast eru krabbamein, sykursýki af gerð 2, estrogen viðtakar, og insúlín búskapur, en ekki hefur verið skilgreint nákvæmlega hvort tengslin við langlífi séu í gegnum þessi ferli eða önnur.
Ítarefni.
Fréttatilkynning frá rannsóknahópi Almut Nebel við Kölnarháskóla.
![]() |
Langlífisgenið fundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 10:21
Hefur maðurinn eðli?
...er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni tveggja aldar fæðingarafmælis Charles R. Darwins.
Þann 12 febrúar næstkomandi eru 200 ár liðin frá fæðingardegi Charles Darwins og í ár eru einnig 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans Uppruni tegundanna". Þessum tímamótum verður fagnað á margvíslegan hátt á árinu og hefst með málþingi á sjálfum afmælisdegi Darwins 12. febrúar. Málþingið er öllum opið og verður haldið í Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132 og hefst kl. 16:30 og lýkur 18:30. Dagskrá málþingsins:
Ari K. Jónsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík "Hefur maðurinn einkaleyfi á greind?"
Eyja Margrét Brynjarsdóttir lektor í heimspeki við Háskóla Íslands "Að hálfu leyti api enn"
Jón Thoroddsen heimspekingur og grunnskólakennari "Er sköpunargáfan hluti af eðli mannsins?"
Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur "Darwin, Marx og spurningin um mannlegt eðli"
Skúli Skúlason prófessor og rektor Háskólans á Hólum "Maðurinn sem náttúruvera"
Allar líkur er á að þetta verði forvitnilegt málþing, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja herlegheitin veit ég ekki nákvæmlega við hverju á að búast. Sem er af hinu góða ekki satt?
Hauskúpur Homo erectus, fengnar af vefsíðu kennslubókar Bartons og félaga www.textbook-evolution.org.
Í upphafi málþingsins verða veitt verðlaun í ritgerðarsamkeppni sem nýverið var efnt til meðal framhaldsskólanema um Darwin og áhrif þróunarkenningarinnar á vísindi og samfélög, auk þess sem vísindalegt framlag Darwins verður kynnt í nokkrum orðum. Málþingið setur Sigurður S. Snorrason forseti líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands.
Dagskrá og frekari tíðindi má finna á vefsíðu Darwin daganna 2009, darwin.hi.is.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 16:20
Afmælisdagur Darwins 2009
30.1.2009 | 12:34
Hreinlæti er af hinu góða
Vísindi og fræði | Breytt 1.2.2009 kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó