23.1.2009 | 12:21
Erindi: fullur pakki
Um helgina og í næstu viku verða nokkur erindi og kynningar á rannsóknarverkefnum, sem vert er að athuga. Fyrst ber að erindi um nafngiftir í líffræði, sem virkar e.t.v. dauft viðfangsefni, en sem reynist þegar betur er að gáð farvegur fyrir mikla sköpunargáfu og skopskyn. Einnig eru tvö erindi um vistfræði Mývatns og Alpana, auk varnar í sameindalíffræði, um rannsóknir á eiginleikum DNA límingarensims.
Fyrst ber að nefna fyrirlestur Jörundar Svavarssonar prófessors um nafngiftir á nýjum dýrategundum. Erindið verður laugardaginn 24. janúar nk., kl. 13.15, í Öskju, húsi Háskóla Íslands, stofu N 130. Í ágripi segir "árlega finnst fjöldi áður óþekktra dýrategunda, sem fá nafn sitt þegar lýsingar á þeim birtast í alþjóðlegum fræðiritum. .... Kynntar verða þær aðferðir sem beitt er við nafngiftir og fjallað um þau margvíslegu sjónarmið sem taka verður tillit til. Ræddir verða tískustraumar í vali á nöfnum og kynnt verða nöfn á ýmsum íslenskum tegundum, sem lýst hefur verið á undanförnum árum.
Vistfræðierindin tvö eru:
"Lífríkiskreppur í Mývatni ", þar sem Dr. Árni Einarsson líffræðingur fjallar um vistkerfi vatnsins, og þær miklu sveiflur sem í því verða. Erindið er hluti af fyrirlestraröð Hins Íslenska Náttúrufræðifélags, og er ítarlegt ágrip að finna á heimasíðu félagsins.Erindið verður Mánudaginn 26. janúar 2009, kl. 17:15 í fyrirlestrasal Menntaskólans við Sund, Gnoðarvogi 43.
Hafdís Hanna Ægisdóttir flytur erindið plöntulíf á háfjöllum - Æxlunarvistfræði og erfðabreytileiki gulklukku (Campanula thyrsoides) í slitróttum búsvæðum svissnesku Alpanna. Erindið er hluti af málstofu LbhÍ og verður flutt í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík á Keldnaholti mánudaginn 26. janúar klukkan 15. Hægt verður að fylgjast með erindinu á www.lbhi.is.
Á sama tíma er nemandi hjá fyrrum leiðbeinanda mínum Sigríði H. Þorbjarnardóttur að kynna rannsóknir á geninu sem við krukkuðum í á sínum tíma. Þótt gulklukkur séu heillandi er maður alltaf veikur fyrir geninu "sínu".
Marteinn Þór Snæbjörnsson kynnir rannsóknir á BRCT hneppi DNA lígasa í Escherichia coli. Um er að ræða vörn 4. árs prófs verkefnis í líffræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Erindið fer fram mánudaginn 26. janúar 2009, kl. 15:15 í sal N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi, Sturlugötu 7.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 14:50
Nálastungur og pílukast
Nýaldarfræði og óhefðbundnar lækningar eru sívinsælar, sem er traustur mælikvarði á ágæti þeirra og notagildi...hm. Ein slíkra aðferða er nálastungur, sem gengur út á að stinga nálum í líkama sjúklings með það að markmiði að lina þjáningar eins og mígreni. Oft er skírskotað til þeirrar staðreyndar að kínverskir nálastungumeistarar hafa stundað þessa iðn um árþúsundir og kortlagt staði á líkamanum sem heppilegast er í að stinga.
Sem líffræðingur veit ég að taugar liggja á ákveðnum stöðum í líkamanum, og með með opnum hug gæti maður ímyndað sér að nálum stungið í ákveðnar taugar leiði til þess að heilinn hætti að heyra boð frá öðrum taugum (sem eru kannski vegna klemmdra tauga eða bólgu í einhverjum vef).
En hvað segja vísindalegar rannsóknir? Ein tilraun var á þessa leið. Sjúklingum var raðað af handahófi í þrjá hópa. Einn hópur fékk enga meðhöndlun (viðmiðunarhópur). Í einstaklinga í öðrum hópnum var stungið nálum, á ákveðna staði sem skilgreindir hafa verið af kínverskum meisturum (kínverski-hópurinn). Nálum var einnig stungið í þá sem fylltu þriðja hópinn, nema hvað nálunum var stungið í þá hér og þar af handahófi (tilviljana-hópurinn). (Sjá mynd af the Guardian af manni með nálar í andliti).
Í ljós kom að fólki í viðmiðunarhópnum leið verst, en hinum leið marktækt betur. En athyglisverða niðurstaðan er sú að það var engin munur á því hvort nálarnar lentu á skilgreindum stöðum eða var stungið í sjúklinginn af handahófi. Semsagt pílukast blindingja er jafngott 3000 ára kínverskum fræðum. (Einnig finna þeir til jákvæðra áhrifa sem halda að nál sé stungið í sig - þá er nálinni bara ýtt á húðina en ekki stungið í hana.)
Þessar niðurstöður er tölfræðilega marktækar og eru samhljóma í endurteknum tilraunum, eins og lýst er í nýlegri yfirlitsgrein frá Klaus Linde og félögum við Tækniháskólann í Munchen. Hvernig má það vera að nálarstungu-lyfleysa (placebo) hafi sömu áhrif? Áhrifin eru greinilega andleg, og þá aðallega á skynjun einstaklingsins á sársauka og boðum frá líkamanum. Annað hvort platar sjúklingurinn sig alveg, eða að stungur geti leitt til þess að sársaukaboð fá þrálátum meinum fái lægri forgang í heilanum (þannig að viðkomandi haldi að sér líði betur!). Kínversku nálarstungukortin eru greinilega algert skýjaborg, eins og einkennandi er fyrir "hugmyndakerfi" óhefðbundina lækninga.
Ef nálastungur eru að plata heilann, þá er spurning hvort að þær hafi jákvæð áhrif þegar við (sem sjúklingar) höldum að þær séu að plata heilann?
Ítarefni
Ian Sample Even 'fake' acupuncture reduces the severity of headaches and migraines í the Guardian.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.1.2009 | 15:04
Urður, verðandi og skuld
19.1.2009 | 09:37
Framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó